Velur leið heigulsins

Nú er mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að standa í lappirnar og láta ekki ginnast af hræðsluáróðri Steingríms.

Það er heigulsháttur að færa vandamál dagsins í dag yfir á komandi kynslóðir en Steingrímur vill tryggja sér þægindi næstu árin með því að gera börnin okkar að skuldaþrælum en það samþykkjum við ekki.

Hvers vegna er þjóðin full vantrausts á stjórnmálamönnum?

Jú vegna þess að það er ekki hægt að treysta hræddum stjórnmálamönnum.

Þeir stjórnast ekki af skynsemi heldur hræðslu.

 

Ps. ég vona að ég sé að sýna fulla kurteisi.


mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er bara netop alveg rétt hjá þér, Jakobína Ingunn.

Leiðir hugann að þessum orðum Jóns Sigurðssonar forseta (1841):

"... hver höndin er upp á móti annarri og þeir enir hræddustu ráða mestu, eins og jafnan er vant." (Um Alþíng á Íslandi, fjórða grein, s. 19 í útg. Sverris Kristjánssonar: Hugvekja til Íslendinga, Rv. 1951).

Um það hafði ég nýlega skrifað nokkurn veginn þannig: "Svo virðist ástatt nú. Voldug erlend ríki koma fram af "hroka" við okkur og beita okkur "kúgun" (orð Evu Joly). Stjórnvöld hér hræðast erlenda valdið og lúffa: gera sína Icesave-samninga. Það, sem hallast á þau gagnvart erlenda valdinu, þess hefna þau á Alþingi, bæta sér það upp með yfirgangi þar, jafnvel gegn eigin þingmönnum. Þeir hinir óhræddu eru í minnihluta á Alþingi, en í meirihluta meðal þjóðarinnar."

En þú bætir um betur og bendir á, að það er líka "heigulsháttur að færa vandamál dagsins í dag yfir á komandi kynslóðir ..."

Jón Valur Jensson, 16.1.2010 kl. 04:29

2 identicon

Heyr, heyr!

Eva Sól (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og sá heigulsháttur er nú afhentur Steingrími J.- heigulsháttur sem tengist þessum samningi og undirlægjuhætti við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Var þá enginn heigulsháttur í upphaflega "minnisblaðinu" undirrituðu af Geir.H. Árna Matth. og að ógleymdu harðmenninu Davíð Oddssyni?

Var það Steingrímur J. sem bar ábyrgð á samningnum frá í nóv. 1998?

Var nokkuð minnst á IMF í þeim samningi og var nokkuð þar sem varpar ljósi á aðkomu ESB að málinu?

Sagði ekki Bjarni Benediktsson við fréttamenn í gærkvöld eftir fund formanna stjórnmálflokkanna að hann hefði "alltaf verið þeirrar skoðunar að ESB þyrfti að koma meira að málinu?

Árni Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Spurningin er: Hvað hræðist SJS og hverju er búið að hóta? innrás? Hafnbanni? Algerri efnahagslegri eingnarun?

Einhver skýring hlýtur að vera á þessari mjög svo undarlegu umpólun!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.1.2010 kl. 11:44

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Árni það er ekki hægt að berjast í fortíðinni. Baráttan þarf að fara fram í samtímanum til þess að fortíðin endurtaki sig ekki. Heigulshátturinn er útbreiddur meðal hinnar svokölluðu stjórnmálastéttar og þá sérstaklega þeirra sem eru búnir að sitja lengi, eru af stjórnmálaætt eða hafa gert stjórnmálin að starfsferli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 14:06

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og það er engin hætta á því Jakobína að ég sjái ekki nútímann fyrir fortiðinni. Ég læt það bara stundum setja mig úr jafnvægi þegar ég sé að klapplið hrunadansins og. ásamt hljómsveitarstjóranum og öllum konsertmeisturunum kemur að málinu með því hugarfari að telja þjóðinni trú um:

að raunverulega sé enginn andskotans vandi fyrir hendi. Steingrímur kommúnisti hafi hinsvegar sent tvo Stazifélaga sína til útlanda til að finna einhverja skuld sem íslensku þjóðinni sé skylt að borga. Það sé alger misskilningur enda hafi tilgangurinn aldrei verið annar en sá að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn sem aldrei hafi átt nokkurn einasta hlut að þessu máli.

Og til að bíta höfuðið af skömminni þá séu þessir Stazihundingjar búnir að ljúga svo miklu upp á Sjálfan Leiðtogann að nú þori hann varla að láta sjá sig innan um fólk!

Íslenska þjóðin er í hlekkjum eigin heimsku.

Sjálfur er ég að ganga af göflunum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í alla þá veru sem stefnir að uppbyggingu samfélagsins eftir þjóðarránið sem Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn smíðaði vopnin til og sló um skjaldborg kjaftæðis og dýrðarsöngva. 

Mér er skylt að benda á fortíð þeirra sem hæst gala nú en kusu D listann. Mér er skylt að benda á að harðsnúið stórskotalið Sjálfstæðisflokksins hefur enga hugsjón aðra en þá að komast sem fyrst aðþví sem enn er óráðstafað af auðlindum Íslands og skipta því á milli þeirra sem rausnarlegast hafa styrkt Flokkinn.

Árni Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Árni

Ég tek undir hvert orð

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 17:57

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Þar sem menn láta sem Steingrímur minn hafi af mannvonsku einni og illu innræti fundið uppá þessum andskota, og Sjálfstæðisflokkurinn gervallur frír sig ábyrgð allri, þá sendi ég þér 1. kaflann af Icesave sögunni endalausu!

Flokksformennirnir semja og semja hver við annan!  Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu.  Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig.  Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um.  Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt.  En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!

„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.

AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.

 Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:

„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008). 

Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. (16. nóvember 2008).

Það væri kannski rétt að hlaupatíkur Sjálfgræðisflokksins (á sumum bæjum kallaður ÞjófaFLokkurinn) færu að kannst við sök sinna manna alla og samsekt sína!  Að maður tali nú ekki um þá sem héldu hlífiskildi yfir þessu bankabatteríi árið 2006, þegar þetta fór allt af stað!

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 18:28

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki gleyma Miskin skýrslu sjálfstæðisflokksins sem Tryggvi Þór Herbertsson er líka höfundur að og var gefin út 2006. Miskin fékk 20.000.000 á núverandi gengi fyrir ómakið en ekki hefur komið fram hver greiðslan var til Tryggva Þórs.

Jafnvel þótt glæpamafía sjálfstæðisflokks og framsóknar hafi sett landið á hausinn með dyggri aðstoð samfylkingar þá þýðir það ekki að Steigrímur hafi staðið sig. Hann er búin að gera afleita samninga og dinglar með hagsmunaöflum sem eru almenningi ekki vinveitt.

VG verður að skerpa sig því annars mun þeirra ekki vera þörf. Við höfum nú þegar þrjá kjötkatlaflokka en VG hefur verið að stilla sér í hóp með þeim.

Grasrót VG verður að beita afli sínu og krefjast þess að VG fari að starfa eftir stefnuskrá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 20:18

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Hvað meinti Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins með því að hann hefði alltaf verið þeirrar skoðunar að ESB þyrfti að koma betur að þessum samningi?

Veit einhver hvort Bj. Ben. veit alltaf hvaða skoðunar hann er eða hvað hann vildi sagt hafa? 

Er ekki augljóst að stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins lýstu yfir að þær mundu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fara átti fram í samráði við þær? Þetta er dagsett 16. nóvember 2008 og hvar kom Steingrímur bjálfinn og Stazi að málinu á þeim dögum?

Árni Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 20:26

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég ætla ekki að álykta að Bjarni Ben sé með alsheimer en vitaskuld hefur maðurinn eindæma slæmt minni og virðist vera fyrirmunað að kynna sér atburðarásina í Icesave-deilunni eða jafnvel eigin þátttöku við að koma þjóðfélaginu á hausinn.

Ég held að Steingrímur og Stazi hafi verið í fríi þegar mesta Icesaveklúðrið fór fram. Hins vegar er ætti Steingrímur að vera að vinna að því hörðum höndum núna að vinda ofan af illvirki sjálfstæðisflokks og samfylkingar en það er hann ekki að gera heldur er hann að reyna að berja þennan óþverra ofan í þjóðina. og það er ámælisvert, pent sagt. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 22:22

12 identicon

Í mínum huga er ekki nein spurning með það að Steingrímur hefur snappað undan álagi og að fá völd... sama má segja um jóhönnu.

Ég er samt uggandi þar sem hinir flokkarnir eru einning fullir af vanhæfu fólki sem sér ekkert nema rassgatið á sjálfum sér og stólana sem þeim langar að setjast á.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 22:47

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vertu ekki að reyna að hengja þig í það, Árni, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert eitthvað í þessu máli, sem jafngildi Icesave1- og Icesave1-samningunum og ríkisábyrgðarlögunum, því að þú veizt það eins vel og ég, að það er rangt. Ekkert, sem sá flokkur eða hans menn gerðu haustið 2008, var þjóðréttarlega bindandi fyrir okkur að greiða neitt af þessu – um það eru Stefán Már Stefánsson prófessor, Lárus Blöndal hrl., Sigurður Líndal prófessor, brezka málflutningsstofan Mishcon de Reya og frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir öll sammála!

Jón Valur Jensson, 16.1.2010 kl. 22:51

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér átti að standa:

"... sem jafngildi Icesave1- og Icesave2-samningunum ..."

Í áliti Mishcon de Reya stendur á bls. 2 (liður 2.4, feitletrun mín): "The UK Government may argue that, whether or not Iceland is legally required to do so, Iceland has actually agreed to compensate depositors to the extent of the minimum provided for in the Directive. There are some confusing and contradictory statements in correspondence from the Ministry of Business Affairs including letters dated 20 August 2008, 5 October 2008 and 16 December 2008. However we do not consider that these statements, whilst unhelpful, legally bind Iceland to go beyond its legal obligations under the EEA Agreement and the Directive."

Gættu þess, Árni! – og reyndu ekki að halda fram því, sem aðeins liti út sem veikur blettur á málstað okkar og rétti ... og gæfi fjendum okkar höggstað á okkur!

Auðun veslingurinn reynir að bæta upp eigin óklárleika í rökunum með því að dreifa út um allt þessum textum. Hann hefur gott af að lesa þetta í sama Mishcon de Reya-áliti (því sem Össur stakk undir stól!), s. 2-3 (feitletrun mín): "2.5 The Agreed Guidelines of 16 November 2008 seem to us to be a “fudge” of the matter; which simply parked this dispute at that time. The Agreed Guidelines merely state that the Directive applies to Iceland in the same way as to the EU Member States. Following the announcement of the Agreed Guidelines, some Ministers did however gave certain statements which suggested that Iceland was committed to guaranteeing payments from the DIGF. However we do not consider those statements to have any legal force."

Jón Valur Jensson, 16.1.2010 kl. 23:21

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Tilgangur minn hér er einungis að verja og ítreka íslenzkan rétt – EKKI að verja Sjálfstæðisflokkinn!

Jón Valur Jensson, 16.1.2010 kl. 23:24

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Valur: Ég hlýt að núna að tileinka mér þitt smekklaga ávarpsform þegar ég bregst við þinni kveðju. Reyndu ekki- og reyndu aldrei að tala mikið niður til mín með tilburðum í þá veru að ég hafi ekki þroska til að meta jafn skýrar afleiðingar pólitískra vinnubragða (flokkspólitiskra) og íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir. Aldrei í sögu þjóðarinnar hefur árásarþróttur græðgi og óheiðarleika hægri manna skilið eftir sig klafa efnahagslegrar áþjánar sklausra fórnarlamba íslensku þjóðarinnar sem þann er flokkur einstaklingsframtaksins lagði á þjóð okkar beggja.

Vopnabirgðirnar voru fjármagnaðar með því að úthluta einkavinum Davíðs Oddssonar Hins Mikla Leiðtoga einum af bönkum landsmanna og ekki haft fyrir því að líta eftir því hvort staðið hefði verið við greiðslu smánarverðs. Það lítilræði sem greitt var tóku þessir góðvinir Leiðtoga hægri manna á Íslandi að láni frá öðrum ríkisbanka!

Þessir tilgreindu menn eru ekki taldir eiga neina Stazi fortíð að baki.

Og það voru ekki Steingrímur J. og hans stórhættulegu vinir sem skipuðu hljómsveitina miklu sem lék undir útrásardansi ræningjahóps markaðshyggjunnar né stjörnuðu kórnum sem söng með sínum hreina og sanna tóni taumlausrar græðgi. Reyndu ekki að segja mig hafa misskilið neitt af þessu Jón Valur!

Og síst af öllu ættirðu svo að reyna að telja sjálfum þér trú um að ármenn Sjálfstæðisflokksins hafi gert sér grein fyrir því að þegar þeir skrifuðu undir tvo samninga við Hollendinga og Breta- að þær undirskriftir hafi beinlínis verið merkingarlausar í þjóðréttarlegum skilningi. Sá skilningur var sendur þeim af lögfóðara fólki en þá hafði grunað að þeir ættu von á að geta leitað til eftir að hafa -likt og nýliðar í styrjöld gert í buxurnar.

Af mörgum vel ígrunduðum og hlutlausum! ályktunum þinum standa tvær upp úr þessa stundina í mínum huga: Sú fyrri snýr að þeirri lýsingu á mínum pólitíska mótor að ég sé vinstri maður. Það er ég ekki nema ef vera skyldi að það sé vinstri pólitík að ganga óbundinn til ályktana og reyna að leggja eigið mat á aðstæður. Ef svo er þá er ég án efa vinstri maður.

Seinni ályktunin snýr að þér sjálfum og er í færslu þinni hér að ofan. Og hún er á þá lund að þú sért ekki að verja Sjálfstæðisflokkinn. En auðvitað leyfist þér að bregða fyrir þig gamansemi. 

Ég kann því illa þegar stálpuð ungmenni siða gamla menn mikið!

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 01:14

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er að verja íslenzka réttarstöðu í skrifi mínu, Árni, ekki Sjálfstæðisflokkinn, þótt svo vilji til, að hann komi þar við sögu. Það gera raunar fleiri, en það er ekkert höfuðatriði hér. Hvergi seti ég mig hér í skotgröf gegn þér sem hægri maður gegn vinstri manni. Ég hélt um tíma, að þú tilheyrðir Vinstri grænum, en það var rangt, þú leiðréttir það, og ég bað þig afsökunar á því.

Hitt fer ekki fram hjá neinum, að þú er hér á vefslóð þessari og víðar að verja málstað Icesave-stjórnar þeirra Steingríms og Jóhönnu, sem ég hef kallað Ísgrím og Íshönnu. Nú talar Steingrímur um, að við gætum hugsanlega náð samningum um lægri vexti, en fyrir 12 dögum bölsótaðist hann yfir ákvörðun forseta Ísands að synja Icesave2-lögunum staðfestingar. Steingrímur væri ekki að tala núna um möguleikann á skárri samningum, ef forsetinn hefði ekki slegið á puttana á honum! Þá væri Steingrímur bara í sínu "skjóli" að reyna Ekki að hugsa um það, að vextirnir einir af Icesave munu skv. óbreyttum samningum nema 100 milljón krónum á dag, um þriggja 4-5 herbergja íbúða virði SKULDLAUSRA. Nú skuldar stór hluti landsmanna megnið af íbúðaverðmæti sínu, sumir öllu verðinu og langtum meira en það! Þeir, sem eru svo "heppnir" að vera hjá Landsbankanum, fengu margir lán sitt fært niður í 110% af verði þeirra! – Sjkoðaður þetta í því ljósi, að Ísgrímur og Íshanna eru svo aum að ætla sér– raunar öðrum ríkisstjórnum! – að greiða rúmlega þrjár fínar íbúðir skuldlausar á dag á hverjum degi í 7 ár (tvær til Breta, eina til Hollendinga), það gerir um 90-100 íbúðir á mánuði eða um 1100 skuldlausar íbúðir á ári hverju!!!

OG VIÐ ÁTTUM EKKI AÐ BORGA NEITT!

Og Bretar og Hollendingar brjóta þarna a.m.k. reglur Evrópska efnahagssvæðisins um "equal treatment". Lestu um það þessar greinar: Enn um Icesave-vexti: Í yfirgangi sínum brjóta Bretar lög um jafnræði í EES: snuða okkur um (185 til) 270 milljarða fyrstu sjö árin! og aðra á sama vefsetri Kristinna stjórnmálasamtaka: Það skeikar hundruðum milljarða í Icesave-vaxtaútreikningum fjármálaráðherrans!

Jón Valur Jensson, 17.1.2010 kl. 14:08

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Hafi ég móðgað þig með einhverju, sem þú telur yfirlæti, bið ég þig afsökunar á því.

Jón Valur Jensson, 17.1.2010 kl. 14:10

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bið lesendur afsökunar á alls konar flýtis-ásláttarvillum hér!

Jón Valur Jensson, 17.1.2010 kl. 14:30

20 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Ef menn gætu eytt 10% af þeim tíma sem þeir nota til að rakka niður Steingrím og Jóhönnu í að gagnrýna Björgólf Thor.  

Nei nú fá þessir útrásarvíkingar syndaaflausn með því einu að vera á móti Icesave.

 Í staðinn fyrir að lögsækja þessa menn og styðja við uppreisn landsins fer öll orkan í að úthýða björgunarliðinu.  Tær snilld, ekki satt.

Ég legg til að öll umræða um Icesave, sama hvort menn eru með eða á móti Icesave endi með:

"Og svo legg ég til að stjórnendur gamla Landsbankans verði lögsóttir"

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.1.2010 kl. 16:42

21 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Árni.  Í seinnitíma söguskýringum, er það staðfest af mörgum, að ef við hefðum ekki gert EES samninginn 1992-3, þá værum við ekki í þessari stöðu í dag með Icesave hangandi um hálsinn!!! Ekki satt? 

Má þá ekki kenna Jóni Baldri um þessa hörmulegu stöðu okkar nú í dag?

Eggert Guðmundsson, 17.1.2010 kl. 18:29

22 Smámynd: Eggert Guðmundsson

En ég tek undir með þeirm, sem skrifa um aulaganginn hjá ríkisstjórninni í þessu máli. Einnig fyrri ríkisstjórnum.  Engin af þeim hafa staðið í lappirnar, eins og þeim bar.

Eggert Guðmundsson, 17.1.2010 kl. 18:32

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Andri Geir, við höfum ekkert á móti því, að stjórnendur gamla Landsbankans undirgangist rannsókn og verði lögsóttir. Ég hef sjálfur mótmælt því, að Björgólfur yngri fái að verja peningum sínum í að kaupa sig inn í orkufyrirtæki, meðan hann á m.a.s. ennþá eftir að borga Kaupþingi lán til að kaupa Landsbankann! Ég hef ennfremur tekið undir tillögu Einars Más Guðmundssonar, að sett verði lög sem heimila, að þegar menn hafa skilið eftir fyrirtæki í slæmu ástandi vegna vanrækslu eða brota á bókhalds- og bankalögum, verði unnt að ganga að eignum þeirra í ÖÐRUM fyrirtækjum.

Jón Valur Jensson, 17.1.2010 kl. 20:55

24 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Andri.  Ég veit ekki betur en að bloggheimur hafi einmitt sett mikla orku í að ríkisstjórn okkar setti þessa menn í járn á meðan þeirra mál væru undir rannsókn.

Það sem þessir LÍ menn hafa gert í sínum buissness blasir ekki við alþjóð og  flestir sem skrifa  hér vilja fá þá dæmda skv. Íslenskum lögum.  Við verðum að fara að þessum lögum og undir þeim hafa þeir silgt lignan sjó enn sem komið er. 

Öll sú orka sem netverkjar hafa sett í Steingrím og Jóhönnu kemur ekki að neinu góðu.  Alþjóð er búinn að horfa upp á aðgerðar - og úrræðaleysi þeirra í málefnum sem skipta þjóðina mestu.  Þau hafa sólundað tíma sínum í allt aðra hluti en skipta þjóðina máli.

Þau þurftu ekki að samþykkja samning Svavars.

Þau þurftu ekki að eyða tíma í ESB aðild.

Þau þurftu ekki að búa til stefnu í fyrningaleið kvóta.

ÞAu þurftu ekki að búa til ónýt lög í greiðsluaðlögun heimila.

Þau hafa ekki tekið á vanda fyrirtækja.

Þessi tvö hafa ekki nýtt tímann rétt, og ekki verið með forgangsmálin á hreinu. 

Þetta veit alþjóð og því er eytt svo mikilli orku til að setja þau tvö á rétta braut.

 Bjargræðið hefur ekki verið neitt hjá Jóhönnu og Steingrími.

Eggert Guðmundsson, 17.1.2010 kl. 21:13

25 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Icesave eru skuldir Björgólfs Thors. Það er verkefni Steingríms og Jóhönnu að sjá til þess að réttmætir eigendur skuldarinnar verði látnir borga hana.

Ég rakka ekki niður Jóhönnu og Steingrím. Ef umfjöllun mín um atferli þeirra virkar sem niðurrakk þá undirstrikar það bara að atferli þeirra er ekki sómasamlegt.

Við skulum samt halda því til haga að það voru Davíð og Halldór sem hönnuðu atburðarrásina.

Það er eidæma vanþroskuð umræða að halda því fram að Steingrímur og Jóhanna þurfi ekki að standa sig vegna þess að þeir sem vour á undan voru verri. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.1.2010 kl. 22:01

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Valur. Í fyrsta lagi þá er ég nú ekki mest í því að verja Steingrím og Jóhönnu og fæstir munu telja mig í þeim hópi sem hafa lesið hvatvíslega reiðlestra mína um ómarkvissa vinnu þeirra.

Það sem setur mig í það sem þú kallar varnarstöðu er sú algera fyrirlitning svonefndra hægri manna á sannleikanum um upphaf þeirra krafna sem nú eru að sliga þessa þjóð. Þar sjáum við afleiðingar hinnar mannfjandsamlegu hugmyndafræði forystu Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið. Hugmyndafræði alræðis fjármagnsins sem ætiíð skuli hafa veiðleyfi á eignir samfélagsins, jafnt einstaklinga og ríkja.

Þegar þau Steingrímur og Jóhanna klúðra að því er mörgum virðist- því verki aðbjarga því sem bjargað verður eftir atferli einstaklinga sem margir leyfa sér að kalla glæpalýð og störfuðu eftirlitslaust með nefnda hugmyndafræði að leiðarljósi þá ræðst Sjálfstæðisflokkurinn allur á þau og kallar þau landráðafólk!

Þá sortnar mér blátt áfram fyrir augum og þá sný ég árásum mínum að umræddum hópi og ógeðfelldum.

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 22:39

27 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Árni . Ef þú ert að leita að sökudólgum vegna ástandsins, þá verður þú að fara til upphafsins þ.e. þegar samþykkt var frjálst flæði fjármagns. Þetta var 1992. 

Það eru allir reiðir út af þessu ástandi og flestir eru að reyna að leggja e-h af mörkum.  Ég vil ekki ætla ríkisstjórn okkar að hún sé að vinna á móti þjóðinni, en hún hefur hagað sér þannig og hefur engar skýringar gefið okkur aðrar en þær, en að hún sé að moka flórinn.  Ertu ánægur með þessar skýringar?

Eggert Guðmundsson, 17.1.2010 kl. 23:05

28 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég hallast að tillögu nomannsinsum um að Norðmenn kæmu til hjálpar okkur. Hjálpin fælust i hinum ýmsu skilyrðum sem ekki eru ásættanleg að minni hálfu nema eitt skilyrði.

 Það er að Norðmenn gefðu okkur leyfi til að nota Norsku krónununa.  Skilyrðið væri að peningamálastjórn yrði tekin yfir til Noregs.  Ef þetta gæti gerst, þá held ég að við íslendingar þyrftum ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um inngögnu í ESB.

Það tók okkur íslendinga ekki nema 15 ár frá því að við samþykktum lög um frjálst flæði fjármagns til að koma okkur i þá stöðu sem við erum í núna.  Er það ekki mælikvarði á getuleysi í stjórn peningamála, eða er þetta dæmi um e-h annað.

Eggert Guðmundsson, 17.1.2010 kl. 23:17

29 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eggert,

Er ekki upplagt að skrifa undir nýjan gamla sáttmála við Noreg 2012 á 750 ára afmæli gamla sáttmála.  Það yrði skálað í kampavíni í Osló.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.1.2010 kl. 23:53

30 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nýr Gamli Sáttmáli í formi Icesave virðist nú vera leiðin sem ríkisstjórnin er að velja til þess að halda upp á þetta stórafmæli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.1.2010 kl. 00:05

31 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Einmitt, við komumst ekki út úr þessu nema með einhvers konar samningi.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 00:26

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eggert. Alúðarþakkir fyrir tækifærið sem þú gafst mér. Það var nokkru fyrir 1992 sem ég taldi mig sjá hvert þessi stefna: "Til þess að treysta innri stoðir samfélagsins og tryggja sjálfstæði þjóðarinnar þurfum við nú að skilja hvað til okkar friðar heyrir. Þar er mikilvægast að bregðast nú hratt við og afsala okkur sem mestu af fullveldi okkar" myndi leiða okkur.

Og ég barðist af fullum heilindum gegn inngöngu okkar í EES. Það mátti öllum vera ljóst að þessi samningur yrði upphafið að fullu afsali fullveldisins.

Við erum að berjast við huglæga veilu mikils hóps þjóðarinnar. Þessi veila er innilokunarkennd og utan um þennan sjúkdóm hefur verið stofnaður heill stjórnmálaflokkur. Og þar sannast orð skáldsins frá Fagraskógi:

"menn sýkjast jafnvel af sjúkra orðum/ svo plágan fer hraðar en pestin forðum."

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 00:38

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Árni minn bloggvinur, þú hugsar þetta alls ekki nógu rétt:

Það sem setur mig í það sem þú kallar varnarstöðu er sú algera fyrirlitning svonefndra hægri manna á sannleikanum um upphaf þeirra krafna sem nú eru að sliga þessa þjóð. Þar sjáum við afleiðingar hinnar mannfjandsamlegu hugmyndafræði forystu Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið. Hugmyndafræði alræðis fjármagnsins sem ætiíð skuli hafa veiðleyfi á eignir samfélagsins, jafnt einstaklinga og ríkja."

Hér feitletra ég setningu, sem stenzt alls ekki, því að hver var það, sem bar fram breytingartillögu um það á Alþingi árið 1999 (við umræðu um frumvarpið um innistæðutryggingar*), að ríkið ætti að ábyrgjast allar bankainnistæður? Hver nema einmitt frú Jóhanna Sigurðardóttir! Tillaga þessi var 2. liður í breytingatillögu frá henni, Margréti Frímannsdóttur og Ögmundi Jónassyni (sem öll voru vinstra fólk!), en sá liður var þannig (mín feitletrun):

"2. Við 10. gr. 1. mgr. orðist svo:

Einstaklingar skulu fá kröfur sínar vegna tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum greiddar að fullu. Krafa hvers lögaðila og krafa einstaklinga vegna tryggðra verðbréfa og reiðufjár allt að 1,7 millj. kr. skal bætt að fullu en allt sem umfram þá fjárhæð er skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar sjóðsins hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Lögaðilar geta ekki krafið sjóðinn um frekari greiðslu síðar þótt tjón þeirra hafi ekki verið bætt að fullu. Sama á við um einstaklinga varðandi kröfur vegna tryggðra verðbréfa og reiðufjár."

Heimild: http://www.althingi.is/altext/125/s/0319.html (þingskjal 319).

Þessi tillaga var felld – af hverjum? Það kemur brátt í ljós, en fyrst þetta: Atkvæði féllu þannig: Já 17, nei 32, greiddu ekki atkv. 0. fjarvist 1, fjarverandi 13. Og hér er þetta allt sundurliðað, en með feitletrun minni við áberandi nöfn:

já:

Árni Steinar Jóhannsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Dóra Líndal Hjartardóttir, Einar Már Sigurðarson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jóhann Ársælsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Margrét Frímannsdóttir, Pétur H. Blöndal, Rannveig Guðmundsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson

nei:

Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Ásta Möller, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Drífa Hjartardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Finnur Ingólfsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Gunnar Birgisson, Halldór Blöndal, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hjálmar Árnason, Hjálmar Jónsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Kristjánsson, Jónas Hallgrímsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján Pálsson, Páll Pétursson, Sigríður A. Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Tómas Ingi Olrich, Valgerður Sverrisdóttir, Vilhjálmur Egilsson.

fjarvist:

Sigríður Jóhannesdóttir

fjarverandi:

Arnbjörg Sveinsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Kristján L. Möller, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Sighvatur Björgvinsson, Sturla D. Þorsteinsson, Svanfríður Jónasdóttir, Össur Skarphéðinsson.

Þarna sérðu, Árni, að já-atkvæðin komu langflest úr VINSTRI flokkunum, fyrir utan Pétur H. Blöndal (en ég man ekki alveg, í hvaða flokkum Árni Steinar Jóhannsson, Dóra Líndal Hjartardóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson voru).

NEI-atkvæðin hygg ég að komi flest eða öll frá HINUM FLOKKUNUM, og þar er áberandi, að Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Finnur Ingólfsson, Geir H. Haarde og Guðni Ágústsson greiddu blessunarlega atkvæði GEGN þessari breytingartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur. (Undarleg vöntun virðist á nafni Halldórs Ásgrímssonar í þessum nafnaskrám; hann hlýtur að hafa verið í utanfararleyfi á þessum tíma, 17.12. 1999.)

Heimild: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=22144

Njóttu vel, vinur!

Ef tillaga Jóhönnu hefði náð fram að ganga, hefði verið ríkisábyrgð á Icesave!

Jón Valur Jensson, 18.1.2010 kl. 00:42

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jakobína, ég tók svolítið að láni frá þér í dag og sló því upp:

http://blogg.visir.is/jvj/2010/01/17/treystir/

Með þökk fyrir lánið!

Jón Valur Jensson, 18.1.2010 kl. 00:52

35 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Andri.Ég veit ekki betur en að þú sért með samskonar tillögu flutning og ég setti hér á síðuna þ.e. aðra til að stjórna peningamálastefnu íslands.  Þú ert með önnur áform fyrir íslendinga þ.e. innganga í ESB.  Það er eina reddingin sem þú hefur í til lausnar í málum íslendinga.  Þú munt líklega skála í kampavíni  í Brussel, ef ísland gengi inn í ESB og samtímis munir þú fagna nýjum ákvörðunum Brussel um peningamálastefnu ESB sem er ekkert í neinu samhengi við hagsmuni Íslendinga. Þú munt fagna Evrunni í stað að fagna Norsku krónunni.

Þú ættir að kynna þér málefni Evrópulandanna og áhrif peningamálastefnu ESB gagnvart þeim. Skrifaðu um ástandið þar og hvernig  peningamálastefna Evrópska Seðlabankans hefur haft á hagkerfi þeirra.

Þú er ráðgjafi og því getur þú gefir þeim góð ráð t.d. að segja þeim að brjótast út úr Evrunni eins fljótt og þau geta.  Þú ættir að fara á netið og horfa á fréttatíma DR1  í gærkveldi ( 17.jan) og gefa dönum ráð við vandræðum sínum í landbúnaði. Gefir danska ríkinu ráð um hvenig þau geta snúið við flótta stórfyrirtækja frá landinu. Sömu ráð getur þú gefir til Finna.

En ég vona að þú fagnir ekki með skuldaklafanum sem Ríkisstjórn hefur verið að reyna að setja á íslenska alþýðu.Ég held að þú munir einnig fagna með dönum og finnum ef þú gefir þeim ráð sem gagnast þeim.

Eggert Guðmundsson, 18.1.2010 kl. 00:54

36 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hin raunverulega innilokum felst í heimskufrösun, þöggun, áróðri, dýru niðurhali. Heimurinn er stór. Ekkert mun hamla því að við eigum samskipti við hann nema sú sára fátækt sem stjórnvöld vilja draga okkur í með samþykkt Icesave.

Ég treysti norðmönnum þó betur en Gordon Brown. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.1.2010 kl. 01:46

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Valur. Alúðarþakkir færðu fyrir þessar gagnlegu upplýsingar. Fáir hefðu lagt á sig alla þessa vinnu fyrir góðvini sína óbeðnir. Auðvitað sannar þessi breytingartillaga lögð fram af Jóhönnu Sigurðardóttur að hinir svonefndu vinstri menn hafa lengi skilið það að handhöfn fjármuna almennings þarf að vera ríkistryggð. Gagnstætt þeirri mannfjandsamlegu hugmyndafræði græðginnar að fjármunir almennings séu tækifæri fyrir lukkuriddara til að skapa þeim ábata án ábyrgðar.

Auðvitað eiga innistæður að vera ríkistryggðar og enginn afsláttur í boði fyrir þeirri sjálsögðu kröfu að misjafnlega vel upplýstir sparifjáreigendur þurfi ekki að velta vöngum yfir því hvort ævisparnaður þeirra sé í öruggri ávöxtun.

Það styður auðvitað þessa tillögu Jóhönnu og meðflutningsmanna að Pétur Blöndal er sama sinnis. Pétur hefur flestum öðrum boðberum markaðshyggjunnar, eða kannski öllum hér á landi, skilið betur að sú kenning þarf að eiga stoð í trausti á þá sem vinna í anda hennar.

Seint mun ég þó geta fyrirgefið honum að láta græðgina hlaupa með sig í gönur þegar hann lagði af stað í herferðina "fé án hirðis."

Altæk ríkisforsjá er barnaskapur og sú ályktun er margsönnuð. Jafnframt er það fullsannað að markaðskappsemi þarf ævinlega að lúta þeim skorðum að "hinum almenna borgara" séu tryggðar varnir gegn slysum.

Markaðurinn er hættulegur húsbóndi.

Þess vegna skulum við harma það að þessi breytingartillaga var felld.

Hefði hún verið samþykkt ættum við ekki við að etja þann vanda sem við stöndum nú frammi fyrir. Þó með þeim fyrirvörum að:

Stjórnvöld hefðu vandað til fjármálaeftirlits og haft vakandi auga með því að bankar og hliðstæð ávöxtunarfyrirtæki færu ekki fram úr áhættumati sem ríkisvaldið bæri jafnframt ábyrgð á.

Ríkisvaldið/ stjórnvöld bera nefnilega ábyrgð að eigin sögn og áliti umbjóðenda. Þau eiga ekki að hindra lagasetningu sem bendir fingri á þessa ábyrgð.

Enn vantar okkur lögin sem auðvelda okkur umbjóðendum fullnustukröfurnar á hendur stjórnvöldum fyrir glæpsamlega vanrækslu.

Nú ættir þú hinsvegar að gera okkur báðum þann greiða að upplýsa með óyggjandi hætti hvort þessi umrædda tillaga var kannski brot á reglum EES?

Ef svo "ólíklega" vildi nú til að svo hefði verið sannar það enn og aftur þá bjargföstu skoðun okkar beggja að þessi draumur um innvígða Evrópusambúð er í besta falli ófyrirgefanlegur barnaskapur; í versta falli-og því líklegasta- ávísun á stórslys. Algerlega óbætanlegt stórslys.

Reyndar sýnist mér nú horfur á að þjóðin reki þennan draum í atkvæðagreiðslu af fullum þunga inn í óæðri endann á Samfylkingunni og tilbera hennar Steingrími J. 

Með bestu kveðju og þökk fyrir gagnlegar upplýsingar.

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 15:46

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakobína. Þessi vel orðaða ályktun þin um meinta innilokun ef við göngum ekki í eina sæng með hverjum þeim sem við viljum eiga samskipti við er eins og töluð frá mínu hjarta.

Ég hef reyndar verið þessarar skoðunar allt frá því er Jón Baldvin tók að berjast fyrir inngöngu okkar í EES.

Og þessi skoðun mín hefur styrkst með hverju ári.

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 15:54

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Umrædd skuld snýst um skuldbindingu er ísland hefur undirgengist sem sjálfstæð fullvalda þjóð.  Þ.e. lágmarkstygging til innstæðueigenda á EES svæðinu.

Þetta vilja einhverjir 2 núna svíkja.  Þ.e. þeir eru að segja að ísland eigi að vera sjálfstætt bara stundum og þegar það nennir að standa í því.

Auk þess er umrædd skuld aðeins hluti af heildarvandamálum íslands og þó hún myndi gufa upp yrði það ekkert = Alltí gúddí.

Ennfremur er ekkert líkt með þessu og svokölluðum Gamla sáttmála - þ.e. ef sá sáttmáli var yfirhöfuð til.

Fólk á að róa sig aðeins á þjóðrembuni og ekki láta sjalla spila svona með sig.  Hallærsislegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2010 kl. 18:38

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað ert þú að rugla hér, Ómar Bjarki Brusselvinur? Ísland er ekki þjóð. En sem sjálfstæð, fullvalda þjóð fáum við Íslendingar vonandi tækifæri til að hafna þessum hraksmánarlega Icesave-samningi og ólögunum frá 30. des. Íslenzka þjóðin hefur EKKI undirgengizt þessa "skuld" (en hún er skuld Landsbankans, það er allt annað mál); íslenzka þjóðin hefur ekki átt neina aðra aðkomu að þessu máli en þá að lýsa andstöðu sinni (70%) við Icesave-samningana og ólögin og styrkja þannig forsetann í þeirri heillavænlegu ákvörðun sinni að virða þjóðarviljann og gefa okkur ákvörðunarvaldið, enda á stjórnskipun okkar að byggjast á lýðræðislegum grunni.

Jón Valur Jensson, 18.1.2010 kl. 20:26

41 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar Bjarki það er lágmark að þú kynnir þér málin áður en þú hleipur fram með svona fleipur.

Það var Tryggingarsjóður innstæðna skuldbundin var gagnvart lámarkstryggingu innstæðueigenda á EES svæðinu en ekki íslenska þjóðin. 

Svikarar eru þeir sem vilja að saklaust fólk taki á sig skaðann af glæpastarfsemi Landsbankans. 

Það sem er hallærislegt er málflutningur á borð við þinn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.1.2010 kl. 21:13

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakobína og Jón Valur: Heyr!

Aldrei í allri sögu þessa lýðveldis (lýðveldið er 8 árum yngra en ég) hef ég orðið vitni að öðru eins hundseðli sem því að krjúpa í auðmýkt og biðja um skjól í náðarfaðmi ríkjasambands sem hefur brugðist okkur jafn herfilega sem nú í stærstu neyð okkar. Ríkjasambands sem setti reglur um óhefta útlánastafsemi innan sinna vébanda og þegar það sannast að eftirlitskerfið var ónýtt þá skal minnsta ríkið bera allan skaða af slysinu sem stafaði af opnum gildrum fyrir saklausa borgara.

Við skulum ekki leyfa okkur neinn orðhengilshátt til að drepa aðalatriðum á dreif.

Það er frekleg móðgun við líf og minningu þeirra þjóðhollu fullhuga sem við eigum að þakka fullveldi okkar og óskoruð yfirráð allra ómetanlegra auðlinda landsins okkar.

Nú grátbiður Samfylkingin nauðgara okkar um að leysa þessa þjóð frá fullveldi sinu og taka við stjórninni. 

Og nýtur til þess dyggrar aðstoðar tilbera síns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Aldrei, aldrei má skömm þessa ógæfufólks gleymast íslensku þjóðinni.

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 21:45

43 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ómar. Við erum að berjast við skuldir Landsbanka Íslands. Ekki skuldir íslenskra skattborgara. Hvernig skipaði ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar í liðið sem fékk eignir og skuldir Landsbankans til uppgjörs? Var þess gætt að fjarlægja alla lykilmenn bankans frá þessari vinnu og tryggja með gegnsæju eftirliti að engum mililvægum upplýsingum yrði stungið undir stól?

Ég skal svara þessu sjálfur, og svarið er NEI.

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 21:53

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skörulegur Árni, heyr!

Ég varð að skreppa frá góða stund, kem aftur innan skamms.

Jón Valur Jensson, 18.1.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband