Ekki spurning um tækifæri heldur hvort menn kunni að nota þau

Forsetinn vísaði lögunum um Icesave II til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í því felst tækifæri.

Gott væri ef þeir aðilar sem stýra gömlu flokkunum færu að skilja hvílíkar hörmungar einræði flokkanna hefur leitt yfir þjóðina.

 


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það eina sem þeir skilja Jakobína eru hagsmunir flokksins og þeirra sem þeim ráða.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.1.2010 kl. 01:47

2 identicon

Sæl Jakóbína; ég sé að þú ert á listanum.

Hef líka þótt merkja á skrifum þínum að það sé búið að draga úr þér tennurnar 

Eða er það kanski misskilningur ?  

Ég stend fastur á því að fjórflokkskerfið sé alvarlegt mein í íslensku þjóðfélagi .

Mjög alvarlegt reyndar, þar sem allskyns skipta-reglur viðgangist og málamyndanir sé gerðar sem ekki þjóni hagsmunum hins almenna borgarara; en þjóni fáum útvöldum. "Kosturunum".  Þjóni sér-hagsmuna-hópum.

Einstaklingar bjóða sig fram að grunni til í þjónustu almennings (lesist: fjöldans). Taka síðan við atkvæði þeirra fagnandi og fara fram.

Viðkomandi þiggur oft fyrir luktum dyrum (eða opnum) milljónir í styrk (lesist: mútur) frá fámennum hópi  og hvað þá ? Kann að vera að það skekkji sýn viðkomandi í framhaldinu ? Hafi svona smá áhrif á afstöðu viðkomandi til málefna sem fyrir liggja ?

Þetta er ískaldur veruleikinn hér og afleiðingarnar sjáum við á ýmsum sviðum.

Óska þér annars alls hins besta; VG tel ég skásta kostinn í umræddum flokki.  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 07:33

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hákon

Ég er hrædd um að ég hafi lítið misst af tilhneigingu minni til þess að skýra hluti eins og ég sé þá og láta ekki berja mig niður með hræðsluáróðri eða foringjaþægni.

Fjórflokkurinn er mein á samfélaginu og við þurfum að takast á við hann bæði innan og utanfrá. Sumir hafa valið að standa utanvið en ég tel að ég geti lagt meira til málanna með því að berjast fyrir því að VG starfi eftir stefnu sinni en selji sig ekki undir auðvaldið. 

Ég hef enn sem komið er ekki þegið krónu i styrk af neinum og ég tek fyllilega undir það sem þú segir. Ég er þeirrar skoðunnar að menn sem fá mjög skjótan frama innan flokkanna og eru í náðinni hjá foringjunum hafi óhreint í pokahorninu.

Persónulega hef ég aldrei verið í náðinni hjá foringjunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.1.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband