Forðuðu eingin fjármunum og sökktu svo skipinu

Siðleysið í bönkunum og hegðun tiltekinna einstaklinga virðist ekki ætla að fela í sér mikinn lærdóm. Elín Sigfúsdóttir forðaði eigin sparnaði og hefur verið verðlaunuð fyrir ósiðlega hegðun. Fyrst með því að hún var gerð að bankastjóra Landsbankans en síðar réði Steingrímur J. Sigfússon hana sem forstjóra Bankasýslunnar.

Ég get ekki látið vera að velta fyrir mér hvort það geti yfir höfuð orðið nokkrar breytingar í íslensku samfélagi á meða þeir sem högðuðu sér eins og sóðar í aðdraganda hrunsins er treyst fyrir stöðum sem færa þeim áhrif. 

Núverandi ríkisstjórn er í raun að leggja blessun sína á sóðaskapin með tregðu sinni til þess að stuðla að gagngerum breytingum. 


mbl.is „Skynjuðu að dansinum var að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins gott ad Bretar Frystu  'a "IceSave"...................og stodvadi peningar flaedi fra Bretlands til Tortola med vidkoma 'a Islandi...

Fair Play (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:08

2 identicon

Hví er fólk alltaf að ræða þetta siðferðis málefni ?  Hví að fara í kringum kjarna málsins ? 

Mér finnst þessi umræða bera keim af því hve vanmáttugt fólk er gagnvart þessu andlega ofbeldi sem það er að upplifa.

Fólki er gjörsamlega misboðið.   Hinn almenni borgari má sín einskis og er tilneyddur til þess að upplifa þennan hrylling vitandi það að hugsanlega verða viðrinin frjálsir ferð sinna. Með fulla vasa fjár.

Snýst ekki málið um það akkúrat hvort að aðgerðir  eða aðgerðaleysi þeirra sem komu að hreinsun bankanna hafi verið lögleg - eða ólögleg og því refsiverð ?

Væri gaman að fá sjónarhorn sálfræðinga inn í þetta. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 17:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Áttundi kafli skýrslunnar tekur að nokkru leyti á þeirri hlið málsins, þ.e. sálfræði/félagsfræði hliðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2010 kl. 18:12

4 identicon

Væri ekki meira tekið mark á bloggurum þessa lands ef þeir færu rétt með staðreyndir?
Forstjóri Bankasýslunnar heitir Elín Jónsdóttir (ekki Elín Sigfúsdóttir) og er ekki sú sama og var í stuttan tíma bankastjóri Landsbankans.
Eitt lítið gúgl upplýsir þetta.  Maður gerir sér nú væntingar um að hámenntuð manneskja geti tékkað á þessu.
Ekki gjaldfella aðra góða punkta með svona aulaskap :)

Jens (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband