ESB dregið inn á stjórnlagaþing

Mynd-1_crop-minni lítil númerEftir kosningarnar 2009 köstuðu stjórnvöld bombu inn í viðkvæmt ástand með því aðsækja um aðild að ESB án þess að bera það undir þjóðina. Ríkisstjórnin tilkynnti að stofnað skyldi til stjórnlagaþings.

Lagaprófessor bregst við því með því að lýsa því yfir að stjórnarskrá sem að stofninum til er frá 1874 sé bara ágæt en gallinn sé að það sé ekki farið eftir henni. Annar prófessor við Háskóla Íslands vill gera díl. Hann lýsti eftir frambjóðendum á fésbókinni sem vildu gera landið að einu kjördæmi, draga úr völdum forsetans (festa þingræðið í sessi), setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar að flytja vald til alþjóðastofnana, aðskilja ríki og kirkju og að ráðherrar sitji ekki á þingi?

Það vakti sérstaka athygli mína að hann vill setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar að flytja vald til alþjóðastofnana. Fjöldi frambjóðenda keyptu þennan díl og settu nafn sitt við færsluna.

Jafnvel þótt að ekki sé heimild fyrir því í stjórnarskrá hefur stjórnmálastéttin afsalað valdi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sá gjörningur upphófst með undirskrift sjálfstæðisforystunnar en núverandi ríkisstjórn hefur viðhaldið því fyrirkomulagi sem bendir til þess að hún treysti sér ekki til þess að stjórna landinu af eigin dáðum. Það fer ekki fram hjá mér lengur að stofnað er til stjórnlagaþings til þess að forma stjórnarskrána að mjúkri inngöngu í ESB.

Lýðræðishyggja frambjóðenda

Frambjóðendur sem hafa lýst sig vera lýðræðissinna setja nafn sitt við að samþykkja ákvæði í stjórnarskrá sem heimilar að vald sé flutt til alþjóðastofnana og jafnvel að öryggisventillinn sem felst í málsskotsréttinum sé fjarlægður.

Annað hvort er frambjóðandinn lýðræðissinni og styður það að valdi ríkisins sé aldrei afsalað til alþjóðastofnanna nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu eða þá er frambjóðandinn hallur undir að valdið sé tekið frá þjóðinni og hún dregin spriklandi undir erlent vald.

Þjóðfundurinn var skýr hvað þetta varðar. Hann segir: að valdið komi frá þjóðinni.

Það þarf hinsvegar að gera miklar breytingar á stjórnarskránni. Gamla stjórnarskráin er úr sér gengin og speglast það best í því að stjórnmálastéttin virðir hana ekki og fer ekki eftir henni.

Stjórnmálastéttin hefur gert hrikaleg afglöp sem speglast í skuldum, atvinnuleysi, verðlagi og sköttum. Svo virðist vera sem tvö sterk öfl berjist á bak við tjöldin í þessum kosningum. Þeir sem vilja viðhalda handónýtu kerfi og hinir sem vilja keyra þjóðina með ofbeldi inn í kerfi sem hún hefur ekki samþykkt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stjórnsýslufræðingur á stjórnlagaþing

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir á stjórnlagaþing 

 


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skoðanir með eða móti EBE aðild á ekkert erindi um val hverja eigi að velja til þessara mikilvægu trúnaðarstarfa að sitja Þjóðfund.

Líklegt er að mjög svipuð ákvæði verði í nýju stjórnarskránni að forseti lýðveldisins geri samninga við erlend ríki sem fái aðeins lagagildi eftir staðfestingu Alþingis.

En þar verða rýmkuð verulega um rétt tiltekins fjölda kosningabærra manna að óska eftir slíkt verði lagt fyrir þjóðaratkvæði. Þurfum við fulltrúa á slíkt þing sem beita fyrir sig tilfinningarökum með eða móti?

Ætli það. Mér finnst að margir hafi farið erindisleysu að bjóða sig fram vegna þess að þeir hafa lýst sig vera með eða móti EBE. Við erum ekki að kjósa um það, ekki núna sem allir ættu að átta sig á.

Vinsamlegast

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.11.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Mosi

Stjórnlagaþingið á alls ekki að snúast um ESB en það er að koma fram fólk sem er að gera þetta að ESB kosningarslag.

Þetta finnst mér raunarlegt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 16:55

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað verður í nýrri stjórnarskrá er háð því hverjir fara inn á þingið og hvernig þeir ná samanu um að koma á móts við óskir almennings og þjóðfundar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband