Útiræktun erfðabreytts byggs til lyfjaiðnaðar

Í Kastljósi í fyrradag var rætt við Eirík Steingrímsson um útiræktun erfðabreytts byggs til lyfjaiðnaðar. 

Það liggur fyrir að það er hætta á því að byggið dreifist og getur mengað aðrar plöntur. Það liggur líka fyrir að skaðsemi byggsins fyrir menn og skepnur er lítt rannsökuð. 

Hann fullyrðir að góðir vísindamenn komist að því að erfðabreytta byggið sé óskaðlegt en vondir vísindamenn komist að því að byggið sé skaðlegt.

Barley Field 

Eiríkur segir: jú hvað gerist við erfðabreytingu, við setjum ákveðna erfðabreytingu, við hönnum ákveðna erfðabreytingu, við ætlum að setja ákveðin gen inn í byggið í þessu tilfelli og það sem gerist er að þessi erfðabreyting hún fer inn á litning byggsins og þar er hún stöðug. Hún fylgir litningi byggsins. Hún er til staðar í öllum frumum byggsins. Hún fer yfir í næstu kynslóð byggsins og svo framvegis. 

Það er tvennt sem er athyglisvert við þennan málflutning Eiríks. Í fyrsta lagi málið er honum skylt. Hann talar um "við gerum" sem bendir til þess að hann telur sig til þess hóps sem hafa hagsmuni af þessu framtaki. Í öðru lagi kemur skýrt fram að breytingin er varanleg og óafturkræf. 

Ekki þarf nema eitt sæmilegt íslenskt rok til þess að fræ með varanlegum breytingum fjúki um allar jarðir og smiti heilbrigt bygg með genabreytingum sem gera það óhæft til fóðurs eða manneldis. Slíkar breytingar eru óafturkræfar. Ef akur smitast er ekkert annað hægt að gera en að eyða honum. Jafnvel jarðvegurinn er líka ónýtur vegna þess fræin leynast í moldinni.  

Barley For Beer

Það hefur verið í heimsfréttunum að matvælaskortur sé framundan í heiminum. Verð á korni fer hækkandi. Á Íslandi er mikið af ónýttu landssvæði sem hægt er að nýta undir kornrækt. Jarðvinnuverktakar eru atvinnulausir og nægur mannauður til þess að gera landið verðmætt. Loftslag fer hlýnandi þannig að skilyrði til kornræktunar fer batnandi.  Eins og sakir standa er mikið af korni flutt inn bæði fyrir skepnur og til manneldis. 

Það er talað um þörf á atvinnusköpun en möguleikarnir til atvinnusköpunar eru vannýttir og menn einblína á alþjóðafyrirtæki í lyfjaiðnaði og stóriðju sem skilja eftir sig mengað land og nota sáralítinn mannafla auk þess sem þeir hirða allan arðinn af starfseminni og koma sér hjá að greiða skatta.

Eiríkur sakar höfunda greinagerðar frumvarpsins um hjávísindi. Hvort sem Eiríki er það ljóst eða ekki þá stundar hann sjálfur hjávísindi þegar hann setur fram fullyrðingar um skaðleysi ræktunar erfðabreytts byggs undir beru lofti í landinu. Með því að leyfa þetta er verið að stíga skref sem ekki verður tekið til baka. Þetta er mál sem þarf að skoða með félagsvísindalegri nálgun auk þess sem ganga þarf úr skugga með óyggjandi hætti um skaðsemi ræktunarinnar.

 Barley Soup With Sausage

Ef það fréttist að hér sé möguleiki á slysi varðandi matvælaframleiðslu getur það skaðað almennan matvælaútflutning og latt ferðamenn til þess að leggja leið sína til landsins. Málið er í heild sinni í raun skelfilegt og þröngur metnaður virðist keyra menn áfram í markmiðsdrifinni hugsun sem hafnar öðrum afleiðingum en menn telja að þjóni þeirra hagsmunum.  


mbl.is Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist það vonandi að byggfræ lifir ekki af vetur á Íslandi án þess að vera tekið í hús,þurrkað og haldið frostfríu

Óli (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 12:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Óli loftslag á Íslandi fer hlýnandi þannig að það sem þú segir á ekki endilega við um framtíðina.

Þótt fræ til ræktunar séu tekin inn þýðir það ekki að engin þeirra lifi af vetur. Það getur allt eins þýtt að mikil afföll verði af þeim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þegar menn líta á þekkingu sem staðlað fyrirbæri er heimurinn í hættu. Sífelldar breytingar í umhverfi og skilyrðum krefjast þess að við endurmetum hlutina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 13:15

4 identicon

Sæl Jakobína

Verð að vera þér algerlega ósammála. Hið almenna fræðasamfélag á þessu sviði er á einu máli hér. Þetta má m.a. sjá í nýlegri skýrslu frá Evrópusambandinu (sjá: http://ec.europa.eu/research/biosociety/library/brochures_reports_en.htm ). Þar segir m.a. :

„The main conclusion to be drawn from the efforts of more than 130 research projects, covering a period of more than 25 years of research,  and involving more than 500 independent research groups, is that biotechnology, and in particular GMOs, are not per se more risky than e.g. conventional plant breeding technologies.“

Eins og kemur fram í áliti fjölmargra sérfræðinga í þessu máli (sjá umsagnir nefndar um erðfabreyttar lífverur) þá er EKKI HÆTTA á því að erfðabreytta byggið sjálffrjóvgist né blandist við aðrar plöntur hér á landi.

Þegar þú snýrð út úr eða reynir að gera orð Eiríks torgtryggileg verð ég að leiðrétta. Þegar Eiríkur segir "við gerum" þegar hann talar um flutning á genum þá er hann ekki að vísa til þess að hann sé sjálfur að flytja gen inn í bygg eða aðrar plöntur. Hann og fjölmargir aðrir vísindamenn (þar á meðal ég sjálfur) flytja gen inn í frumur af mörgum tegundum til að kanna hlutverk þeirra. Þetta er gert um allan heim og er af þessu áratuga reynsla. Þetta er hluti af flestum grunnrannsóknum í læknavísindum, lífvísindum almennt og fleiri greinum. Genin sem eru eitt sinn komin í erfðamengi frumunnar er stöðug þar og flytjast á milli kynslóða þeirra fruma sem af henni eru komnar. Þau hoppa ekki inn í óskyldar frumur eða lífverur.

En grundvallaratriðið er þó þetta: Þegar meta skal hættu sem af þessari tækni stafar er mikilvægt að þeir sem þekkingu hafi séu með í ráðum. Þú hlýtur að vera sammála mér þar, er það ekki?  

Með von um að umræðan verði upplýst og byggi á staðgóðri þekkingu.

Virðingarfyllst

Magnús Karl Magnússon (einn 37-menninganna)

Magnús Karl Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 14:35

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Magnús Karl

Ég endurtek það sem ég segi í pistlinum að vísindamenn á sviðinu séu dregnir áfram af markmiðsdrifinni hugsun. Það kemur í veg fyrir að þeir komi auga á afleiðingar sem stríða gegn þeirra eigin hagsmunum. Þeir eru ekki að leita að rökum gegn þessari starfsemi heldur einblína þeir á þætti sem þeir telja að mæli með starfseminni.

Þú vitnar í texta máli þínu til stuðnings en þar segir "and in particular GMOs, are not per se more risky than e.g. conventional plant breeding technologies"

Ég vek athygli á orðalaginu "per sei" sem afmarkar þessa fullyrðingu við tiltekna þætti. Einnig segir að genamengun af þessu tagi sé ekki hættulegri en hefðbundin hreinræktun. Það liggur fyrir að smit geti átt sér stað við hefðbundna ræktun og því er styður þessi texti á engan hátt fullyrðingar þínar.

Ég vil líka benda á að málið varðar ekki eingöngu hina raunvísindalegu hlið heldur einnig hina félagsvísindalegu hlið. Ef fólk trúir því að matvæli séu menguð á Íslandi þá hefur það sömu áhrif á útflutning og ferðamennsku og ef matvæli eru menguð á Íslandi.

Varðandi síðustu ummæli þín þá endurspegla þau þann hroka sem hefur birst í ranni hinna svo kölluðu 37 sem telja að aðrir en þeir sem eru sammála þeim stundi hjávísindi. Ég vil benda þér Magnús á að Háskólinn hér kemst ekki í hóp 500 bestu háskóla í heiminum. Mistúlkun á texta er aldrei vísindamönnum til sóma.

Vona að þú vandir þig betur í framtíðinni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 16:28

6 identicon

Sæl aftur

Verð enn og aftur að vera ósammála þér. Mér finnst það grundvallaratriði að byggja á þekingu bestu manna. Þú virðist gefa þér að engir fræðimenn á sviði erfðavísinda geti tjáð sig um fræði sín af því að þeir séu drifnir áfram af markaðshugmyndum. Ég sjálfur og flestir 37-menninganna starfa við vísindastörf án nokkurra tengsla við fyrirtæki. Eiríkur Steingrímsson sem þú ásakar um hjávísindi er einn af fremstu vísindamönnum við Háskóla Íslands. Þú getur sjálf athugað það með að kanna vísindabirtingar hans á Pubmed (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed?term=Steingrimsson%20E ) eða tilvitnanir í verk hans á Science Citation index. Gagnrýni okkar á þingsályktunartillöguna snýst m.a. að því að ekki er leitað í smiðju neinna fræðimanna. Þetta snýst ekki um að það séu miklar deilur í fræðasamfélaginu um þetta mál. Fyrir um 15-20 árum voru varkárir fræðimenn sem vildu rannsaka nánar hvort erfðabreyttar plöntur hefðu slæm áhrif á umhverfi eða heilsu. Skýrslan sem ég vísaði í hér að ofan er einmitt ein slík afurð áratuga rannsókna. Nú eru jafnvel varkárustu fræðimenn sammála um að erfðabreyttar plöntur skapi enga serstaka áhættu "per se" borið saman við aðrar plöntur sem notaðar eru í landbúnaði.

... og varðandi orðanotkunina "per se" sem þú virðist túlka öðru vísi en ég. "Per se" þýðir eins og þú sjálfsagt veist "in itself" eða "sem slíkt". Með öðrum orðum þá þýðir þetta að erfðabreyttar plöntur eru ekki hættulegar sem slíkar frekar en aðrar ræktaðar plöntur í landbúnaði. Allar plöntur sem notaðar eru í landbúnaði eru meira og minna afurðir af "breeding" (kynbótum). Erfðabreyttar plöntur eru þannig skv. skýrslunni sem ég vísaði í ekkert hættulegri sem slíkar en aðrar landbúnaðarplöntur. Ég vona að þú sért eki að segja að allar plöntur í landbúnaði séu hættulegar og við ættum því hugsanlega að banna alla útiræktun í landbúnaði.

Ég vildi gjarnan biðja þig að vísa í einhverjar heimildir máli þínu til stuðnings. Það er ekki nóg að ásaka aðra um hroka, þegar maður reynir á kurteisan hátt að beita rökum í málflutningi.

Ég er líka mjög meðvitaður um að HÍ er ekki nafli alheimsins í fræðimennsku. En fræðimenn við þá stofnun og aðrar rannsóknar og háskólastofnanir á Íslandi reyna flestir að vanda sig. Ég svo sannarlega les gaumgæfilega rannsóknir á þessu sviði frá fræðimönnum frá bestu háskólastofnunum í heimi og tel að hugmyndir og athugasemdir okkar séu ekki fjarri skoðunum þeirra. Ég skal líka hlusta gaumgæfilega á rök þín en ég frábið mér það að þurfa að hlusta aftur og aftur á ásakanir um hroka frá þér Jakobína þegar þú virðist vera mjög tilbúinn til að valta yfir rök annarra án þess að vísa í nein haldbær rök máli þínu til stuðnings.

Með vinsemd

Magnús Karl Magnússon

Magnús Karl Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 17:09

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Magnús

Hroki þinn felst meðal annars í því að þú gefur þér að ég sé að nota orð á einhvern óviðurkenndan hátt. Per se þýðir í sjálfu sér, þ.e. ef þú lítur á fyrirbærið sem einangrað fyrirbæri eða sem slíkt. Þetta bendir til þess að höfundur rannsóknarinnar sé hófsamur í fullyrðingum og rannsóknir hafi ekki farið fram í víðara samhengi. Enda gat Eiríkur fullyrt að fólk dettur ekki niður dautt við það eitt að ganga framhjá GMO plöntu en gat lítið fullyrt um skaðleysi að öðru leyti.

Hroki þinn verður einnig mjög áberandi þegar þú spyrð mig hvort ég vilji láta banna alla útiræktun. Þ.e. þú gefur þér að ég sé vitleysingur og talar niður til mín.

Hroki þinn birtist í því að þú vísar í álit erfðafræðinga sem álit bestu manna.

Þegar Eiríkur dregur ályktanir á öðrum sviðum en sínu eigin og setur þær fram sem vísindaþekkingu má kalla það hjávísindi. þetta er ábending en ekki ásökun. Það er hann sem leikur sér með hugtakið hjávísindi og opnar þá umræðu.

Mér finnst að vísindamaður eins og þú eigir að geta lesið texta.

Ég segi ekki að erfðafræðingar geti ekki tjáð sig nema vera drifnir af markaðshugmyndum. Ég segi að þeir séu drifnir af markmiðsdrifinni hugsun sem er allt annar hlutur og fræðilegt hugtak. Ég bendi þér á Þjóðarbókhlöðuna ef þú vilt kynna þér hugtakið betur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 17:36

8 identicon

Ég læt þessari rökræðu lokið.

Ég leyfi öðrum að dæma um hvar hrokinn liggur í í þessari rökræðu okkar á millum.

Kveðja

Magnús Karl Magnússon

Magnús Karl Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 17:59

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þér er heimilt að hafa þín viðmið

Takk fyrir innlitið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 18:08

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er merkileg taktík að væna menn um hroka þegar þeir eru að benda á rangfærslur og reyna að skýra út á mannamáli hvað er að þessu frumvarpi sem á að leggja fram. Jafnframt er merkilegt að verða vitni að heiftinni sem grípur fólk þegar því er boðið upp á rökræður um málið.

Þú ferð stundum til læknis er það ekki?

Þá treystir þú væntanlega að hann viti hvað hann er að gera, greini kvillann rétt og bregðist við á viðeigandi hátt og af fagmennsku.

Í þessu máli eru fagmenn að bregðast við. Þeir ganga fram fyrir skjöldu og leiðrétta rangfærslur varðandi erfðabreittar lífverur. Þeir vita hvað þeir eru að gera og bregðast við á viðeigandi hátt með því að greina rangfærslunar og benda á það sem talið er hið rétta í málinu.

Svona einfalt er þetta nú...

Haraldur Rafn Ingvason, 18.2.2011 kl. 00:07

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Haraldur

Þetta sem þið kallið rökræður stendur vart undir nafni.

Dæmi:

Þú ferð stundum til læknis er það ekki? (hvað kemur það málinu við?)

Og...Þú treystir væntanlega að hann viti hvað hann er að gera, greini kvillann rétt og bregðist við á viðeigandi hátt (hvað kemur það málinu við nema þá að ég biðji hann um að breyta í mér erfðaefnunum)

Það sem ég hef verið að benda á er að þetta mál á sér margar hliðar og sumar þeirra hafa erfðafræðingar ekki hundsvit á jafnvelt þótt þeir kalli sig bestu menn. Ég hef reynt að segja þetta kurteisislega en þessi skilaboð ná greinilega ekki í gegn um hrokann.

Hvað meinar þú með því að segja að þessir menn viti hvað þeir eru að gera. Eru það rök? Hvenær vita þeir hvað þeir eru að gera? Er það alltaf eða stundum?

Það liggur fyrir að það hefur ekki verið sýnt fram á að þessi afurð sé hættulaus mönnum og dýrum. Því á að hafa varúð og banna ræktun þeirra undir beru lofti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 00:30

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Haraldur þú setur niður við notkun á orðum eins og heift. Persónuárásir (á þá sem ekki eru þér sammála) benda ávalt til þess að viðkomandi sé rökþrota.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 00:32

13 identicon

Það er nokkuð ljóst að þeir sem tala hæst gegn erfðabreyttum lífverum eru margir hverjir haldnir fordómum sem oftast eru byggðir á vanþekkingu. Þegar síðan er reynt að rökræða um málefnið er brugðist við á sama hátt og um trúarbrögð sé að ræða.

Raunar held ég að stór hluti fólks gerir sér enga grein fyrir því að í landbúnaði hafar verið stundaðar kynbætur til langs tíma sem er í raun aðferð til að ná fram erfðabreytingu.

Að endingu vil ég setja fram tilgátu þess efnis að margir andstæðingar erfðabreyttra lífvera séu að rugla saman allt öðrum hlut sem er hormónagjöf og eiturefnanotkun.

Júlíus (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 00:45

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Júlíus ég velti fyrir mér hversu mikil þekking þín á málefninu er ef þú telur að hægt sé að rækta prótein til lyfjaiðnaðar með kynbótum.

GMO er allt annars eðlis en venjuleg erfðabreytt matvæli enda er slík ræktun undir beru lofti víða bönnuð.

Þú gerir eins og félagar þínir hér að ofan vænir mig um fáfræði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef ekki mikið vit á erfðafræði en megin staðreyndir málsins eru ekki flóknar. Þetta er spurning um varfærni og þetta er spurning um tillitsemi við annan búskap í landinu.

Hvað varðar þetta mál þá eru fjármunir í tafli og erfðafræðingar eru ekki óhlutdrægir þegar að það kemur að tilraunum í þeirra eigin fagi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 00:54

15 identicon

Ekki ætla ég að halda því fram að ég sé sérfróður á þessu sviði en á sama máta og þú gerðir,hvað mig snertir, þá velti ég fyrir mér hver þekking þín væri.

Það sem ég vildi benda á var að með erfðabreytingu væri í raun verið að vinna að því sama og gert hefur verið með kynbótum í gegnum tíðina, það er bara verið að nota aðrar aðferðir sem eru mun fljótlegri.Ég vil meina að á þessu sé aðeins aðferðarmunur.

Hinu er ég þér sammála um að við þurfum að standa vörð um erfðabreytileikann í náttúrunni, í þeim tilgangi er hægt að setja starfsreglur enda veit ég ekki betur en allrar varúðar sé gætt.

Ég teldi það mikil mistök ef við ætluðum bara að banna alla slíka starfsemi.

Júlíus (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 01:34

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er alrangt hjá þér að á þessu sé aðeins aðferðamunur. Munurinn er í meginatriðum sá framandi erfðaefnum er plantað í plöntuna. þetta eru breytingar sem ekki er hægt að ná fram með kynbótum.

Mér finnst menn sýna kæruleysi og ábyrgðarleysi með því að leifa þessar tilraunir undir beru lofti.

Það þýðir ekki öll slík starfsemi sé bönnuð heldur að slík starfsemi sé bönnuð á ýtrustu varúðarráðstafana. Sem sagt inniræktun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 03:30

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Hroki þinn verður einnig mjög áberandi þegar þú spyrð mig hvort ég vilji láta banna alla útiræktun. Þ.e. þú gefur þér að ég sé vitleysingur og talar niður til mín."

"Hroki þinn birtist í því að þú vísar í álit erfðafræðinga sem álit bestu manna."

"Mér finnst að vísindamaður eins og þú eigir að geta lesið texta."

"Ég bendi þér á Þjóðarbókhlöðuna ef þú vilt kynna þér hugtakið betur."

"Persónuárásir (á þá sem ekki eru þér sammála) benda ávalt til þess að viðkomandi sé rökþrota."

"Þú gerir eins og félagar þínir hér að ofan vænir mig um fáfræði." 

Þessi viðbrögð við tilraunum til yfirvegaðrar umræðu finnast mér ekki beinlínis benda til yfirvegunar heldur finnst mér þau frekar heiftúðug.

Ég get heldur ekki komið inn í hausinn á mér hvernig það að leiðrétta rangfærslur og draga bestu fáanlegar upplýsingar inn í umræðuna verður að hroka. 

Er það hroki þegar kennari leiðréttir nemanda sinn?

Haraldur Rafn Ingvason, 18.2.2011 kl. 10:06

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Haraldur Rafn þú ert ekki kennari minn og þarft ekki að leiðrétta mig. Nálgun ykkar félaga er að reyna a gera lítið úr rétti annarra og setja sjálfa ykkur á stall og kalla ykkur bestu menn eða eitthvað álíka. Þið reynið að auka trúverðugleika ykkar með því að reyna að gera lítið úr mér með því að nota gífuryrði eins og heiftúðlega.

Að kalla umræðu á mannamáli heiftúðlega bendir til þess að þú hefir lítið þol fyrir mótstöðu og gagnrýni. Ég sé lítið vísindalegt við það.

Ég er algjörlega ósammála því að hér hafi verið gerðar tilraunir til yfirvegaðrar umræðu heldur sláið þið um ykkur með gildishlöðnum orðum eins og heift, heftúð, bestu menn o.s.frv.

Ef þú gáir að þá eru þetta ekki orð sem almennt og alþjóðlega eru notuð í vísindaumræði eða fræðigreinum. Og sifellt er kastljósinu beint á mína persónu en athyglinni haldið frá meginatriðum málsins. Ég upplifi þetta sem skottulækinginar fremur en vísindaumræðu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 10:56

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það veldur mér áhyggjum að vísindamenn rangtúlki vísinda texta til þess að styðja mál sitt. Magnús segir að hið almenna fræðasamfélag á þessu sviði er á einu máli hér og er þá væntanlega að vísa til útiræktunar og síðan vitnar hann í þennan texta máli sínu til stuðnings:

„The main conclusion (...) is that biotechnology, and in particular GMOs, are not per se more risky than e.g. conventional plant breeding technologies.“

Í þessum texta er ekki fullyrt að erfðabreyttar lífverur geti ekki mengað aðrar lífverur og ekki fullyrt að þær dreifi sér ekki. Það segir að þær séu í "sjálfu sér" ekki hættulegri en hefðbundnar kynbættar plöntur. Þetta þýðir að það er ekki erfðabreytingin sjálf sem gerir þær hættulegar heldur þurfum við að spyrja okkur hvers eðlis erfðabreytingin er og samspil hennar við umhverfið.

Það hefur lítið komið fram hjá ykkur félögum sem berið því við að þið séu fræðarar að þær erfðabreyttu plöntur eru langt frá því að vera það sem við köllum erfðabreytt matvæli.

Þessar plöntur eru ekki einu sinni matvæli því þær eru óhæfar til manneldis og dýrafóðurs. Það er verið að rækta í þeim prótín til lyfjaiðnaðar en þið skautið fram hjá þessu.

Það að kalla sig vísindamann eða líffræðing gerir mat ykkar ekki óskeikult eða óhlutdrægt. Þessi umræða hér bendir alla vega til þess að markmið ykkar sé að áskapa ykkur ásýnd auktoritet fremur en að ástunda heiðarlega umræðu. Þetta framlaga er ekki til sóma fyrir íslenskt vísindasamfélag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 11:26

20 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Það hefur lítið komið fram hjá ykkur félögum sem berið því við að þið séu fræðarar að þær erfðabreyttu plöntur eru langt frá því að vera það sem við köllum erfðabreytt matvæli."

Þetta hefur alltaf legið ljóst fyrir!

"Það að kalla sig vísindamann eða líffræðing gerir mat ykkar ekki óskeikult eða óhlutdrægt."

Það er enginn að halda því fram að einhverjir séu óskeikulir. Hins vegar vill svo til að þeir sem hafa mest vit á erfðafræði og kynbótum eru erfðafræðingar og kynbótasérfræðingar.

"Þessi umræða hér bendir alla vega til þess að markmið ykkar sé að áskapa ykkur ásýnd auktoritet fremur en að ástunda heiðarlega umræðu."

Hér hefur verið gerð tilraun til að stunda rökræður og skýra málflutning en síðuhöfundur vill frekar vera í stóryrðastílnum niðri í skotgröfunum og hefur skilgreint þá sem hingað hafa komið sem einhverja innbyrðis "félaga" sem er skondið því ég þekki engan þeirra persónulega sem hér hafa tjáð sig. 

"Þetta framlaga er ekki til sóma fyrir íslenskt vísindasamfélag."

Það að stíga fram og benda á rangfærslur og mistúlkanir, eins og þessi hópur erfða- og líffræðinga hefur gert, er einmitt til mikils sóma fyrir íslenskt vísindasamfélag og vonandi verður framhald á slíku.

Haraldur Rafn Ingvason, 18.2.2011 kl. 14:51

21 identicon

Ótrúleg rökræða, annar aðilinn færir rök máli sínu til stuðnings, hinn veður beint í manninn í stað þess að koma með mótrök, það fer ekkert á milli mála hver vann þessa rökræðu á ippon!

Alfred Styrkársson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 15:06

22 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Haraldur ef menn vilja að það sé tekið mark á þeim þá þurfa þeir að vanda sig.

Vondar samlíkingar og óviðeigandi dæmisögur eru ekki rök. Ég hef ekki rekist á neitt í innleggi ykkar sem hefur bætt mína þekkingu eða breytt viðhorfi mínu.

Ég hef ekki lesið texta þessara 37 menninga og hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að leiðrétta. Það sem ég tel hins vegar óyggjandi eftir að hafa hlustað og lesið er að hópurinn er hlutdrægur og dregur ekki fram þau atriði sem mæla gegn útiræktun lyfjabyggs.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 16:29

23 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Ég hef ekki lesið texta þessara 37 menninga og hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að leiðrétta. Það sem ég tel hins vegar óyggjandi eftir að hafa hlustað og lesið er að hópurinn er hlutdrægur og dregur ekki fram þau atriði sem mæla gegn útiræktun lyfjabyggs."

...ertu ekki að grínast???

Jæja, góðar stundir.

Haraldur Rafn Ingvason, 18.2.2011 kl. 17:02

24 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Haraldur pistillinn hér að ofan fjallar um tvennt. Hann fjallar um málflutning í Kastljósi og hann fjallar um að það eru fleiri atriði sem þarf að skoða en þau sem lúta að erfðafræði.

Ég hef hvergi sett fram skoðun á skrifum 37 menninganna annarra en þeirra skrifa sem koma fram hér í athugasemdakerfi.

Ég spyr því ert þú að grínast eða nennir þú ekki að lesa???

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 17:30

25 identicon

Með sömu rökum er kynbotaræktun hrossa og hundaræktun stórhættuleg og ætti að banna. Þá þarf líka að banna alla golfvallagerð í landinu eða sleppa því að hafa flatir á þeim.

Páll (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 22:17

26 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Munurinn er í meginatriðum sá framandi erfðaefnum er plantað í plöntuna. þetta eru breytingar sem ekki er hægt að ná fram með kynbótum.

Mér finnst menn sýna kæruleysi og ábyrgðarleysi með því að leifa þessar tilraunir undir beru lofti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 22:45

27 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú viðurkennir að hafa ekki lesið rök þeirra sem vilja leyfa þetta. Hvernig í ósköpunum áttu að vera marktæk? Myndirðu taka mark á mér ef ég segði að allt í pistlinum þínum væri argasta kjaftæði... en viðurkenndi svo að ég hefði ekki lesið hann?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.2.2011 kl. 11:44

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tinna ég hef lesið og hlustað á rök þeirra sem vilja leyfa þetta. Það sem ég segi er að ég hef ekki lesið viðbrögð 37 menningana enda tek ég ekki afstöðu til þeirra "per se" í þessum pistli.

Ég nota heldur ekki gildishlaðnar yfirlýsingar eins og "argasta kjaftæði".

Ég tek afstöðu til tilgreindra ummæla í þessum pistli og get staðið við þá afstöðu.

Ef þú ert að vísa til 37 menninganna þegar þú talar um að ég hafi ekki lesið rök þeirra "sem vilja leyfa þetta" þá ert þú að halda því fram að 37 menningarnir séu hlutrægir og dregur þar með sjálf úr trúverðugleika þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2011 kl. 16:36

29 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef þú ert að vísa til 37 menninganna þegar þú talar um að ég hafi ekki lesið rök þeirra "sem vilja leyfa þetta" þá ert þú að halda því fram að 37 menningarnir séu hlutrægir og dregur þar með sjálf úr trúverðugleika þeirra.

Þú sérð sumsé engan mun á því að mynda sér skoðun áður en maður skoðar gögnin og því að mynda sér skoðun út frá gögnunum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.2.2011 kl. 16:51

30 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tinna ef þú skoðar vel það sem ég skrifa þá sér þú að ég set ekki fram neina skoðun út frá skrifum 37 menninganna. Það þýðir ekki að ég hafi ekki kynnt mér málið nægilega til þess að hafa skoðun á því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2011 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband