Áróðurinn byrjaður

Icesave er í grundvallaratriðum rangt. Það sem menn kalla samning er í raun ekki samningur heldur tilburðir til þess að kúga almenning á Íslandi til þess að greiða vextina af útlánum Landsbankans til eigenda og aðila tengda þeim viðskiptaböndum.

Innlán og útlán Landsbankans hafa verið kortlögð en í þeim kortum má sjá útlán til tengdra aðila. Það má lesa í það sem þegar hefur komið fram að útlánin (fjármunir fengnir gegnum innlán á Icesae) áttu sér stað í Bretlandi og streymdu inn í breskt hagkerfi. Það er þvi nokkuð ljóst að íslenskt hagfkerfi græddi ekkert  á Icesav og breskt hagkerfi tapaði engu á Icesave.

Þeir sem mæla gegn dómstólaleiðinni eru í blekkingaleik og hafa tekið sér stöðu með peningavaldinu. Dómstólaleiðinn myndi fela í sér ýtarlega rannsókn á ábyrgð og athöfnum allra þeirra aðila sem hlut eiga að máli.

Við slíka rannsókn myndu ýmis atriði fá vægi í málinu sem gagngert hefur verið reynt að þagga niður af íslenskum og erlendum stjórnvöldum. T.d. sú staðreynd að Bretar báru ábyrgð á eftirliti með lausafjárstöðu útibúanna í Bretlandi en það var akkúrat sá þáttur sem brást. Það hefur einnig komið fram að Hollenski seðlabankinn uppfyllti ekki eðlilegar kröfur um fagleg vinnubrögð áður en hann leyfði útibú í Hollandi vorið 2008.

Erlendir dómstólar eru mun vandaðri og virða faglegar forsendur í vinnubrögðum þótt þeir íslensku geri það ekki. Þetta hefur marg sýnt sig í því að íslenskir dómstólar haf ávallt dæmt með valdinu og gegn mannréttindum. Dómar af þessu tagi sem vísað hefur verið til alþjóðadómstóla hafa ávallt dæmt mannréttindum í vil. 

Icesav málið er dæmigert um valdnýðslu Íslenskra yfirvalda. Ég vona að almenningur segi nei takk.  


mbl.is Hlynntur núverandi samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Vandamálið er að þessi leið, dómstólaleiðin, hefur aldrei verið krufin til mergjar og það metið hvað hún þýðir. Í það minnsta hafa þær niðurstöður ekki mikið verið kynntar þjóðinni. Þingið og stjórnvöld hafa frá upphafi verið ákveðin að ná fram samningum þanngi að þetta hefur aldrei verið skoðað af neinu viti.

Ég hef bara fundið á einum stað fjárhagslegt mat á því hvað dómstólaleiðin muni kosta okkur. Það mat er að finna í greiðargerð InDefence. Sjá hér.

Flestir eru sammála um að dómsmálið getur farið á þrjá vegu.

  • Við vinnum málið.
  • Við verum dæmd til að tryggja 20 þúsund evra lágmarksinnistæðu á hverum reikning.
  • Við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

InDefence leggur þetta fjárhagslega mat á þessa þrjá möguleika:

  • 0 milljarða kostar það okkur ef við vinnum málið
  • 22 milljarðamun það kosta okkur ef við verðum dæmd til að tryggja rúmlega 20 þúsund evrur reikning per reikn.
  • 140 milljarða mun það kosta okkur ef við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

75 milljarða mun Icesave 3 kosta okkur skv InDefence.

Þá má geta þess að í greinargerð lögspekinganna sem sendu fjárlaganefnd greinargerð vegna Icesave 3, sjá hér, þá meta þeir það svo að mjög ólíklegt sé að við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu. það kostar 140 milljarðaskv. InDefende.

Þeir telja líklegast að við verðum dæmd til að tryggja lágmarksinnistæður á hverjum reikning. það kostar 22 milljarðaskv InDefence. Sjá nánar hér.

Það sem við þurfum nú er annað óháð fjárhagslegt mat á dómstólaleiðinni. Mat sem mun þá annað hvort styðja þetta mat InDefence eða ekki.

Til þess að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun í þessu máli þá verðum við að fá að vita hvort þetta mat InDefence er rétt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 14:30

2 identicon

Hjartanlega sammála þér Jakobína. "Dómstólaleiðinn myndi fela í sér ýtarlega rannsókn á ábyrgð og athöfnum allra þeirra aðila sem hlut eiga að máli." Það eru ómæld verðmæti fólgin í bara þessu atriði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 14:45

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið sammála þér Jakobína.

Kúgun er alltaf í grundvallaratriðum röng.  Líka þó maður geti grætt á henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 15:20

4 identicon

ástæðan fyrir að þeir keyri icesave i gegn er að íslenskir borgarar fengu innistæður sínar tryggðar en bretar og hollendingar ekki. þegar bankarnir voru seldir í hendurnar á klíkuni árið 2004 þá var ríkisábyrð með því þessvegna er auknar líkur á að þeir vinni málið gegn íslenska ríkinu. Og þess vegna ætti að taka fyrverandi ráðherra til ábyrðar.

kristján loftur bjarnason (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 15:25

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristján, hver borgar þér fyrir þetta bull???

Eða hefur þú hagsmuni af því að ljúga????  Þetta skiptir mig máli því Austfirðingum rétt tókst að hindra lokun sjúkrahúsa í fjórðungnum, og þá var verið að spara brotabrot af ICEsave reikningnum.

Annað hvort skaltu koma með þau lög sem tryggja íslenskar innstæður, eða biðja þjóð þína afsökunar á rangfærslum þínum.

Stattu þig, svaraðu fyrir þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 15:51

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nafni minn Bjarnason er alls ekki einn um að vera haldinn þessari þráhyggju  að vegna "jafnræðis" og í nafni mismununar beri Íslenskum almenningi að greiða fyrir "Nígeríusvindl" einkabankanna, leyfi mér að nota orðið "Nígeríusvindl" vegna þess hvernig þessir reikningar voru settir á stofn með lokkandi blekkingum, óvenju háum vöxtum og gefið í "skyn" að Íslenska ríkið tryggði þetta, rétt eins og "prinsarnir" í Nígeríu láta í það skína að þeirra ríki sé bak við svindlið hjá þeim, sannleikurinn er sá að Íslenska bankaeftirlitið átti að vísu að sjá til þess að bankarnir hefðu nægilega sterka tryggingarsjóði sem tryggðu innistæðurnar, það er ekki það sama og að ókomnar Íslenskar kynslóðir eigi standa undir þessum kúgunarkröfum B/H.

 Þetta með að stofnsetja þessa "lokkandi" Icesave vefreikninga, gerðu nefnilega eigendur einkabankanna þegar þeir sáu hvað var að ske og í örvæntingu reyndu þeir svo að raka saman eins miklu fé og hægt var, treystandi á að "lýðurinn" myndi borga fyrir þetta eins og ævinlega, í formi hærri skatta, niðurskurði í heilbrigðis og félgsmálum og ekki síst atvinnuleysi.

Það sem er athyglisvert við þessa “jafnræðiskenningu” er að hvorki stjórnarliðar né Bjarni Ben og stuðningsmenn hans, nota þetta sem rök fyrir Icesave III, reyndar er fæst af því sem þeir hafa notað, hægt að flokka undir rök, en það er svo önnur saga.

Nú er nóg komið finnst fleirum og fleirum og það ekki aðeins á Íslandi, það að hafna Icesave er bara einn liðurinn í því hafna þessum vítahring græðgi og ábyrgðaleysis í meferð á verðmætum og velferð heilla þjóða, öllu taapað eða stungið undan og svo endar reikningurinn hjá almenningi.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.2.2011 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband