Þröngsýni er JÁ-fólki fjötur um fót

Icesave er ekki einkamál Íslendinga. Þegar Jóhanna talar um alþjóðasamfélagið með lotningu er hún ekki að tala um skattgreiðendur annarra landa. Hún er ekki að tala um kjósendur annarra landa. Hún er ekki að tala um launþega annarra landa.

Nei hún er að tala um fólk sem hefur lífviðurværi sitt af því að sjúga kraftinn úr atvinnulífi og velferð þjóða. Þetta fólk stendur að hinu svo kallaða alþjóðasamfélagi og þetta er fólkið sem Jóhanna vill skipa sér í lið með.

Flestar ríkisjóðir í Evrópu og ríkissjóður Bandaríkjanna eru nú stórskuldugir. En hverjum skulda þeir og hvað verður um peninganna. Þetta er það sem skattgreiðendur, kjósendur og launþegar allra ríkja eiga rétt á því að fá að vita.

Þetta er nokkuð augljóst þegar litið er til Icesave. Það er nokkuð auðvelt að sjá fyrir sér hvaða leið fjármagnið fór. Það fór inn á Icesave þaðan til fyrirtækja Björgólfs og annarra fjárglæframanna og þaðan streymir það svo inn á fjármálastofnanir eins og Deutche bank. 

Deutche bank er sennilega nú einn af aðaleigendum Arion banka og Íslandsbanka. 

Hin ósýnilega og leynilega hönd fjármagnsins lamar atvinnulíf og viðskipti eins og sjá má nú á ástandinu um allan heim

Segjum NEI við þessu ástandi og segjum NEI við Icesave

 


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband