Verum róleg

Það var ekki bara ríkisstjórnin heldur líka sjálfstæðisflokkurinn sem vildi keyra Icesave saminginn í gegn.

Ég tel að Icesave málið sé í góðum farvegi núna og að það hafi sýnt sig að stjórnarskráin er sterk þegar farið er eftir ákvæðum hennar. 

Málskotsrétturinn hefur óumdeilanlega forðað þjóðinni frá vondum örlögum sem ríkisvaldið vildi búa henni.

Ég held að versta vandamál þessarar ríkisstjórnar sé að innanbúðar þar er fólk sem er í miklum tengslum við hagsmunaaðila í viðskiptum og fjármálalífi en það sama gildir um alla flokkanna. 

Forystumenn sjálfstæðisflokks, samfylkingar, framsóknar og vgeru allir í óeðlilegum tengslum við viðskiptablokkir.

Embættismannakerfið er líka ónýtt eftir meðfari sjálfstæðis og framsóknarflokks í áratugi og ekki hafa samfylking og vg bætt ástandið. 

Ég hvet því þjóðina til þess að koma nýju fólki að sem hefur dug í sér til þess að taka á þessu ástandi. 


mbl.is Niðurstaðan má ekki sundra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þessari færslu í öllum megin atriðum.

Ólafur Ragnar er búinn að reynast þjóð sinni svo sannarlega betri en enginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2011 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband