Jóhanna og Steingrímur: vonbrigði almennings

Elaine Byrne, dósent við Trinity College í Dyflinni, metur stöðuna á Íslandi svo að stjórn Samfylkingar og VG hafi komist til valda „á öldum reiðinnar“. Nú sé sú skoðun hins vegar farin að verða útbreidd að stjórnina skorti hugmyndir til frekari viðreisnar.

Velferðarríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa verið samfelld vonbrigði þeim sem trúðu á áhuga þeirra á velferð og jöfnuð.

Jóhanna og Steingrímur eru ekki ferskur blær í íslenskum stjórnmálum. Þau er málsvarar stöðnunar...ósveigjanleika og hins gamla.

Aðgerðir þeirra hafa einkennst af þýlyndi við erlend fjármálaöfl...við íslenska forréttinda stétt og gömul viðmið sem umbera spillingu.

Reynsluheimur Jóhönnu og Steingríms er reynsluheimur Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar. Halldór Ásgrímsson og Árni Matthiesen eru skjólstæðingar Össurar Skarphéðinssonar. Leikreglurnar eru þær sömu og viðmiðin eru þau sömu.

Virðingarleysið fyrir kjörum almennings...réttindum kvenna...þekkingu...jafnræði er af sama meiði.

Getuleysi fjölmiðla er gamalt og þreytt. Hundruð milljarða hverfa í myrkrahol og eingin spyr hvar þeir lenda. Spellvirki eru unnin á velferðarkerfinu til þess að fjármagna banka sem gefnir eru ótilgreindum aðilum.

Leynimakkið er viðvarandi og ráðamenn keyra á "kenningum"..."spám" eða bara æfingum  í Excel skjali á meðan missir atvinnu...flýr land eða stendur í biðröðum eftir mat


mbl.is Kostnaðurinn 406 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband