Er áhugi á nærbuxum góður undirbúiningur fyrir pólitík

Ég minnist þess að Davíð Oddson sagði fyrir u.þ.b. 20 árum að það að reka ríkið væri eins og að reka fyrirtæki. Við það tæki færi spáði ég því að Davíð Oddsson ætti eftir að setja þjóðarbúið á hausinn.

Það kemur mér á óvart hversu margir sem hafa lélegt siðferði, skrítin áhugamál eða skrítnar hugmyndir um ríkið komast langt í stjórnmálum.

Það sem einkennir forystu stjórnmálanna í dag að þeir nota ríkið til þess að gera sjálfa sig ríka og til þess að láta ríkið greiða fyrir sínar persónulegu þarfir.

Lítið fer fyrir áhuga a almannaheill og almennri velmegun.

Forheimskunarkjaftæðið er eitt af verkfærum við þessa iðju.

Nú vill sjálfstæðisflokkurinn sölsa undir sig RÚV og ekki veitir af ef forheimskunarboðskapurinn á að berast landsmönnum reglulega. 


mbl.is Talaði meira um tísku en pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greind þinni er viðbrugðið ætla ég,af því Davíð sagði ,,það,, fór í gang hjá þér heimsspekileg forspjallsvísindi ó guð! Það er ég sem vil gera RÚV. hlutlaust og allir hinir sem hafa þurft að una blindum Samfó,áróðri um langa hríð. Ertu líka byrjuð að spá um rétt rúmlega mánaðargamla ríkisstjórnar,? Þetta er kannski ekki for- en heimskuleg forspjallsvísindi.

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2013 kl. 21:40

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Æi ég veit að ekki helga en það sem einkenndi RÚV og aðra fjölmiðla fyrir hrun var einhver daufleg flatneskja. það mátti ekki ræða neitt sem truflað gæti Davíð Oddson.

Samfélagið var forheimskað og allur "debatt" var bannaður.

Davíð mætti bara í drottnigarviðtöl.

Hann er upphafsmaður af þeirri þöggun, forheimskun og notkun á orðaskrípum sem tíðkaðist fyrir hrun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.7.2013 kl. 22:26

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PS kannski forspjall en varla vísindi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.7.2013 kl. 23:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þú´meinar í upphafi var orðið,, Sýnist að við eigum það sameiginlegt að vera orðin hundleið á pólitísku argaþrasi.

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2013 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband