Vill þessi útlendingur ekki greiða veiðigjald?

Í dag á hann tæplega helmingshlut í útgerðarfélaginu Stormur Seafood, en auk þess hefur hann fjárfest í fjölda fasteigna ásamt Steindóri Sigurgeirssyni, meðeiganda sínum í Stormi. Meðal þeirra er hús Íslensku óperunnar og Kaffi Reykjavík.

Sjálfstæðisflokkurinn elskar að gefa útlendingum gæðin sem annars gætu nýst fólkinu í landinu.

Hann hefur fært eigendum stóriðju orku fyrir slikk. Útlendingar þurfa ekki að borga nema brot af því sem íslenskir athafnamenn og fjölskyldurnar í landinu þurfa að greiða fyrir orkuna. 

Ekki munar íslenskum athafnamönnum og íslenskum fjölskyldum að borga skatt til þess að standa undir mannvirkjagerð fyrir þessa útlendinga. 

Þeir sem fara með völdin á Íslandi hafa innleitt lög sem heimila mútur og vilja kalla þessar múturfyrirvinnan_er.jpg styrki. Þetta er auðvitað gósenland fyrir útlenska auðmenn sem langar að græða á íslenskum auðlindum sem sjálfstæðismenn berjast gegn að tryggt verði eignarhald á í stjórnarskrá.

Ósjálfstæðisflokkurinn virðist vilja gera þjóðina að leiguliðum í eigin landi. 


mbl.is Segir öruggt að fjárfesta á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ósjálfstæðisflokkurinn virðist vilja gera þjóðina að leiguliðum í eigin landi."

Gullmoli.

Daníel (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 16:11

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og allt er þetta í boði Steingríms J. Sigfússonar.

Níels A. Ársælsson., 7.7.2013 kl. 16:17

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

O nei nei ekki allt. Eiginlega bara sumt og pínulítið miðað við það sem (ó)sjálfstæðisflokkurinn hefur afrekað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.7.2013 kl. 16:19

4 identicon

Fílan af Jóni frænda  Balldvin liggur hér yfir vötnum og varla langtí heimrækjuna. Skítur í garð vina og vinafólks er aðallinn.

Júlíus (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband