Á fólk að borga sjálft fyrir alla heilbrigðisþjónustu?

Fyrir suma getur það rúllað á milljónum á ári.

Bændur og prestar standa með pálmann í höndunum í fjárlögum fyrir árið 2014. Framlög eru aukin til presta en Sjálfstæðisflokkurinn stígur fyrsta skrefið í að skapa ríki þar sem eingöngu hinir efnameiri hafa efni á dýrari heilbrigðisþjónustu. Það er aðalsmerki velferðarsamfélagsins að veita öllum umönnun og læknisþjónustu í alvarlegum veikindum án kröfu um endurgjald. Á Íslandi hefur verið brotið blað. Velferðarsamfélagið hefur verið höggvið niður. Samfélag sem samþykkir legugjöld á sjúkrahúsi er ekki lengur velferðarsamfélag. Upphæðin skiptir ekki máli. Það er verið að draga upp á yfirborðið formgerð samfélags þar sem eingöngu hinir ríku fá lækningu. Nú þegar þessi formgerð er til staðar þá munu talsmenn forréttindasamfélagsins ýta á að legugjöldin verði hækkuð. Bjarni Ben segir jú að hallarekstur ríkisins sé of dýr.

En hallarekstur ríkisins skýrist fyrst og fremst af kostnaði vegna erlendra lána. 85 milljarðar á þessu ári sem er tvöfaldur kostnaður reksturs Landspítalans. Forréttindastéttin sem flutti gjaldeyrinn í landinu á aflandseyjar vill fá fína heilbrigðisþjónustu í fínu hátæknisjúkrahúsi sem almennir skattgreiðendur eiga að fjármagna. Líka þeir sem eiga ekki fyrir legugjöldunum.


mbl.is Ummæli Sigmundar óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Jakobína cand.mag. Ekki skil ég fullyrðinguna um bændur. 90% með neikvætt eigið fé. Ég vil hins vegar taka undir með þér að öðru leyti. Ég horfði á fréttir RUV 6.10.2013 og þar kom fram að íslenskur læknir í Svíþjóð fékk hálfa milljón fyrir tveggja daga vinnu (ekki kom fram hvort þetta var fyrir eða eftir 50%+ tekjuskatt,  þú þekkir% betur en ég. Ekki tíðkast að fara rétt með launatölur á Íslandi ). Þá varð mér ljóst að við höfum ekki efni á íslenskum læknum. Við bara getum ekki haft af þeim +12 milljónir á mánuði. Leyfum þeim að fara.

En ekki tjáir að gráta dr. Björn bóndason, lækni. Það orðspor fer af læknum í Rússlandi að þeir séu með þeim færustu í heimi, en á skítakaupi og sumir með litla vinnu, Illum aðbúnaðir vanir svo ekki kvarta þeir yfrir smá þakleka. Bjóðum þá velkomna. Bið þig að nefna þetta við Pútin og aðra ráðmenn ef þú rekst á þá, Líka Kristján Júl. Bið þig svo að leiða þá saman. Kemst ekki frá sjálfur í sláturtíðinni.

Ps: Sama er sagt um kúbanska lækna. En Castro er hættur. Bróðir hans er kannski viðræðugóður.

Þjóðólfur, bóndi í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 20:04

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mjólkur og sauðfjárbændur eru að fá samtals 11 milljarða í styrki. Það eru álögur upp á 400 þúsund á meðalfjölskyldu á ári. Hver bóndi ere að fá yfir þrjár milljónir á ári í styrki að meðaltali. Þrátt fyrir þetta eru landbúnaðarvörur óvíða dýrari.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.10.2013 kl. 20:21

3 identicon

Það kostar að éta íslenskt. En ef folk vill éta rúmenskt hrossakjöt stimplað sem nautakjöt, þá á það að vera heimilt. Sammála því. Kristján Jóhannsson át kattagúllas á hverjum laugardegi í langan tíma í söngnámi suður á Ítalíu, ef ég man rétt. Það var selt sem kálfakjöt. Var samt bara helvíti gott, sagði hann. En komst upp, því miður. Og matarreikningurinn rauk upp....

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 20:46

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekkert að rúmensku hrossakjöti en ætli verðið sé ekki öfundsvert

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.10.2013 kl. 21:08

5 identicon

Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 21:24

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þýðir ekkert að miða að því að éta íslenskt því það er bara notað til að gera skattgreiðendur að féþúfu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.10.2013 kl. 21:37

7 identicon

Ekkert jafnast á við íslenzkt lambalæri með brúnuðum kartöflum og Ora grænum baunum.... Viðurkenndu það bara....

Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 23:03

8 identicon

Að lokum er hér auglýsing:

http://www.kisukot.is/viltu-auglysa/

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 23:04

9 identicon

Afakið þó ég blandi mér í umræðuna.. en mér fannst þessi lína bara óborganlega fyndin.

"Kæra Jakobína cand.mag. Ekki skil ég fullyrðinguna um bændur. 90% með neikvætt eigið fé."

Ég velti si svona upp hvort ekki sé rétt að kynbæta sauðféð fyrst það er orðið svona rosalega neikvætt. :)

stebbi (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 23:28

10 identicon

Hmmm, tek þetta sem skot á mig... Að hætti doktora  með kand maga í HÍ, mun ég íhuga meiðyrðamál....

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 23:42

11 identicon

Hmmm, tek þetta sem skot á mig... Að hætti doktora  með kand maga í HÍ, mun ég íhuga meiðyrðamál....

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband