Frábær samstaða

488338

Ég var að koma neðan úr bæ og loftið var magnþrungið. Taktfastur trumbustláttur og fréttir bárust úr af fundi Reykjavíkurdeild samfylkingar í þjóðleikshúskjallaranum að hún styddi ekki viðvarandi samstarf ríkisstjórnar.

Fjöldi fólks var samankomið, ungt og gamalt að mótmæla óréttlætinu. Ég dáist af þessari þjóð. Þjóðin er að sýna á sér hlið sem lá dulin undir hulu græðgisvæðingarinnar.

"Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal mótmælenda þegar þeir fréttu að ákveðið hafi verið að samþykkja ríkisstjórnarslit. Slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn!“ breyttist þá í „Áfram Ísland!

Áfram Ísland


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Flottustu mótmælin til þessa. Samstilling-samstaða.

hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Offari

Nú er bara að vona að þessum hluta björgunaraðgerðana sé lokið. Næst er að finna hæft fólk til að stjórna og endurreisa landið.

Offari, 22.1.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég get ekki lýst stolti mínu í dag í samstöðumótmælunum á Akureyri. Svi mér þá ef andaflautan mín virkaði bara ekki!

Arinbjörn Kúld, 22.1.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott Ari að þú hafðir not fyrir andaflautuna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:13

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Pældu íðí skilanefndir bankanna hafa fengið 150 milljónir á síðasta ári. Að vísu er þar innifalin kostanaður til fyrirtækja sem vinna fyrir þá en sama þetta er svívirða!

Við lifum á sögulegum tímum en það er ekki nóg að koma Samfylkingunni í sæng með VG.

Við viljum nýtt lýðveldi og ekkert minna.

Nú er hættan sú að það gleymist!

Eða?

Vilborg Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Mæltu heil Vilborg.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 00:33

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nýtt lýðveldi og byrjum með utanþingsstjórn.

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband