Getur forsetinn rekið þingið heim?

Eitthvað virðist vera óvíst um vald forsetans við þessar óvenjulegu aðstæður. Þingrofsvaldið virðist þó vera komið til forsetans.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nei einungis óumdeildur forseti lýðveldisins getur gert það.

Offari, 26.1.2009 kl. 18:31

2 identicon

Nei því miður getur hann það ekki. Valdið er hjá honum vissulega en hann getur ekki framkvæmt það, slíkt þarf forsætisráðherra að gera.

Geir H. Haarde er ennþá sitjandi forsætisráðherra eins og kom fram í fréttinni og því hefur hann enn vald til þess að slíta þingi, ef forseti vill slíta þingi þá þarf að óska eftir stuðningi forsætisráðherra við þingslit.

Ósennilegt er þó að forseti óski eftir þingslitum enda er það ekki inn í hans verkahring að skipta sér af þessum málum, mun eðlilegra væri að forsætisráðherra sliti formlega þingi eftir að hafa tjáð forseta ákvörðun sína.

Ég sé að þú er með gráðu í stjórnsýslufræði, ég veit ekki hversu mikið er farið yfir lagalega hlið stjórnsýslunar a þeirri braut en það er allavega almennt viðurkennt á meðal íslenskra lögfræðinga að forseti hafi ekki vald til þess að slíta þingi enda verður hann samkvæmt stjórnarskránni að framselja ráðherrum vald sitt, enda bera ráðherrar ábyrgð á störfum sínum en forsetinn er hinsvegar ábyrgðarlaus.

Heimildir:

Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur, bls. 261

11, 13, 14 og 24 gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:42

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna …1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Forseti getur í algjörri neyð gert allar ríkistjórnir óvirkar og þvingað fram kosningar á sýna ábyrgð.  Þá þarf þjóðin að 2/3 að standa á bak við sama einstakling ef hann ætlar sér áframhaldandi setu í embætti.  Íslenska lýðræðis hefðin frá Grágás vill dreifingu valds og hafnar einvöldum og arfbundnum völdum.

Forsetinn Íslands er sameiningar tákn hlutleysis og virðingar fyrir hinu þrískipavaldi. Hann er ekki sá sem á að breyta hann á helst ekki að þurfa að beita sér.   

Forsætisráðherra Íslands kemur næst Forseta Bandaríkjanna  hvað varðar Framkvæmda vald og Danadrottning um hegðun og fyrirmynd.

Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband