Kreppuruslatunnur

Innihald ruslatunna geima vitnisburð um lífsstíl.

Þegar ég var í Ungverjalandi í fyrra vakti það athygli mína að ruslatunnur voru fáar við fjölbýlishús. 490176ASkýringin er að Ungverjar hafa sniðið lífstíl sinn að fátækt og lítil neysla þar á einnota varningi.

Ruslatunnurnar á Íslandi eru farnar að finna fyrir kreppunni og fyllast mun hægar en áður.

Það er þó vert að vekja athygli á því að ekki er jöfnuður í þessum efnum. Gera má ráð fyrir að ruslatunnur fjármagnseigenda fyllist sem aldrei fyrr enda þeir tryggðir í bak og fyrir með verðtryggingu og háum vöxtum.

Benda má á að sorphirðugjald er skattur sem tekur ekki mið af tekjum fólks heldur fjölskyldustærð og kemur harðast niður á stórum efnalitlum fjölskyldum.


mbl.is Grænar sorptunnur uppseldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að sorphirðugjald sé hlutfall af stærð íbúðarhúsnæðis en ekki fjölskyldustærð. Með öðrum orðum, að þeir borga mest sem búa einir í stóru húsnæði.

En hún er skemmtileg þessi hlið sem þú dregur hérna fram. Ruslahaugar frá fornum tíma eru meðal mestu upplýsingaveitna fornleifafræðinga. Rusl hefur lengi geymt mikla sögu. Áhugavert!

Helga (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er tekið ruslatunnugjald per ruslatunnu. Stórar fjölskyldur með margar ruslatunnur borga því hluta af föstum kostnaði fyrir hina sem eru með fáar ruslatunnur. Ergo eins og alltaf nýðst á barnafjölskyldum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband