Vilja að við greiðum skuldir glæpamanna

Hvað varðar opinber fjármál segir Flanagan að áætlun sjóðsins geri ráð fyrir því að árið 2010 verði íslenska ríkið að hagræða í rekstri sínum og að möguleikar til þess hafi verið ræddir við íslensk stjórnvöld núna. Ekki hafi verið teknar ákvarðanir um hvaða leið verði farin til að rétta af rekstur ríkissjóðs, en þær verði væntanlega teknar síðar á þessu ári. Blóðugur niðurskurður heitir það. Treystið þið sjálfstæðisflokki eða framsókn fyrir þessu verkefni?

Flanagan á næstunni mun áhersla aukast á endurskipulagningu opinberra fjármála. Þá segir hann að koma verði bankakerfinu á réttan kjöl sem first og að létta verði á peningastefnu Seðlabankans sem fyrst.

Þetta geti annað hvort komið fram í afléttingu gjaldeyrishafta eða lækkun stýrivaxta. Ef gjaldeyrishöft eru afnumin mun gjaldeyrisvaraforðinn taka á rás úr landinu.

Aðspurður segist Flanagan telja að skuldastaða íslenska ríkisins sé ekki það mikil að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar. Skuldir ríkisins séu vissulega háar, en mat sjóðsins sé að ríkið geti staðið í skilum. Hafa beri í huga að á móti skuldum ríkisins komi einnig töluverðar eignir, innlendar og erlendar.

Það sem átt er við með þessu er að með því að rústa velferðarkerfinu TRB047og skattpína almenning sé hægt að borga skuldir glæpamanna sem stóðu í skjóli fyrri ríkisstjórnar í viðskiptum sínum við útlenska aðila.

Segir hann að íslensk stjórnvöld hafi komið fram við kröfuhafa bankanna á réttan hátt og ekki mismunað erlendum kröfuhöfum.  Hvað er átt við með "á réttan hátt"? Er rétt að almenningur greiði skuldir Björgólfs Thors?


mbl.is Svigrúm til stýrivaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér

Birna (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála, við eigum ekki að borga skuldir bankana. Þeir voru einkafyrirtæki, nutu sjálfir gróðans meðan hann varði og eiga sjálfir að bera tapið eins og önnur einkafyrirtæki.

Arinbjörn Kúld, 13.3.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Önnur snilld.

Takk fyrir.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 13.3.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband