Þeir skemma sáttina

Það er mikilvægt að sátt og sanngirni ríki í úrlausn þess vanda sem steðjar nú að þjóðinni. Almenningur hefur eins og venjulega skilning á því að það þarf að taka á vandamálum og að einhverju þarf að fórna.

Eigendur fyrirtækja eins og HB Granda ætla hins vegar engu að fórna. Hvernig er hægt að semja við CAFZUU0Gsvona aðila sem síðan snúa bara óæðri endanum í fólk?

Ef leppar auðvaldsins komast til valda eru erfiðir tímar framunda hjá almenningi. Ófriður mun skapast í landinu ef ekki er snarlega legið á puttana á græðgisöflunum og leppum þeirra hafnað í næstu kosningum.


mbl.is Siðlausir eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þá er rétta skrefið næst að banna alla vesti á sparifjárbækur í bönkunum svo það verði eitthvert samræmi í þessu. Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir þessu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst Jóhanna og ýmsir fleiri ekki hafa kynnt sér þessi mál nægjanlega áður en hún sendir frá sér þessa stórkarlalegu lýsingu. Fleiri hliðar eru á þessu máli. Einungis 8% arðgreiðsla nær ekki 1% ársávöxtun fjárfesta og þætti það þunnur þrettándi. Sjá nánar færslu mína.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband