Skrípaleikurinn enn í gangi

Nú er skrípaleikurinn búinn að standa yfir mánuðum saman. Upplýsingum haldið frá almenningi. Vinir sjálfstæðisflokksins stýra bönkunum. Allar pípur virðast stíflaðar í Landsbankanum en fnykurinn þaðan leggur fyrir vit almennings.

Bankaleynd segir Geir jú hún er vond. En hver ber ábyrgð á löggjöfinni á Íslandi ef ekki maður sem er búin að vera ráðherra í ríkistjórn flokksins í tæpan áratug.

Þeir sem tóku þátt í að stefna þessari þjóð að barmi gjaldþrots voru annað hvort glæpamenn eða nautheimskir. Glæpamennirnir voru siðlausir og beittu fyrir sig nautheimskum leppum. Ég hef ekki hugmynd um það hvernig Geir passar inn í þetta módel.


mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægt var að yfirtaka einkabanka á einni nóttu. Hægt er að taka land og auðlindir með eignarnámi. Hægt er að setja þjóð á lista hinna viljugu. Af hverju geta núverandi stjórnvöld ekki afnumið tímabundið bankaleynd? Svarið, það hentar ekki í augnablikinu, kosningar eru í nánd.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Merkilegt þegar sjáfstæðismenn tala eins og Steingrímur eigi að gera á tveim mánuðum það sem þeim tókst ekki að koma í verk á 18 árum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:54

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Annars er víst Gylfi Magnússon bankamálaráðherra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:55

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er (var) Geir ekki verndari spillingarliðsins?  Ekki vann hann á móti því. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2009 kl. 00:09

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég veit það ekki en ég held að fólk sé farið að dást að snerpu þinni hér í kommentakerfinu. Ég fékk tölvupóst frá vinkonu minni áðan og hún vill bjóða þér í nýtt trúfélag fyrst Flokkurinn brást þér svo illilega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.3.2009 kl. 00:21

6 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Ég held að fólk þurfi að fara að átta sig á því að hrunið var fyrst og fremst bönkunum sjálfum að kenna.

Eins og ingimundur, sem var ráðinn á staðnum til norska seðlabankans sagði sjálfur: helhttp://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/06/orlog_bankanna_redust_med_falli_lehman_brothers/

Íslendingar hafa fullt af tækifærum til að reyna að gera betur!

Kristinn Svanur Jónsson, 21.3.2009 kl. 01:28

7 identicon

Geir smellpassar inn í myndina sem þú dróst upp. Mikið getum við verið ánægð með að hafa fengið nýja ríkisstjórn, það er þó verið að gera eitthvað, annað en meðan Geir og co hersátu Stjórnarráðið

Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 02:28

8 Smámynd: corvus corax

Í útlöndum hafa menn verið handteknir vegna gruns um spillingu ...en það eru útlönd en ekki Ísland. Burt með bankaleyndina!

corvus corax, 21.3.2009 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband