Hver fjandinn er siðrof?

Nýjasta tískuorðið. Siðrof er þýðing á enska orðinu anomie og lýsir aðstæðum sem fela í sér að viðmiðum um lögmæta hegðun er hafnað og í félagslegu samhengi myndast óvissa um það hvers má vænta af náunganum.

Samfélög mótast um verkaskiptingu og þegar jafnvægi ríkir eru til staðar venjur sem leiðbeina fólki um það hvernig eðlilegt er að hegða sér. Þegar valdhafar játa siðrof eru þeir í raun að játa að þeir hafi verið kexruglaðir í félagslegu samhengi.

Þegar samfylkingin notfærir sér skelfilega atburði haustsins til þess að reyna að troða þjóðinni inn í ESB þá kalla ég það siðrof í þeim skilningi að það samrýmist ekki þeirri varkárni sem ég tel vera eðlilega í kjölfar dómgreindarbrests. 

Hvers vegna sagði enginn af sér í kjölfar hrunsins? Hvers vegna var slegin skjaldborg um glæpamennina?

Vantraust, óvissa og öryggisleysi er nú viðvarandi í íslensku samfélagi.


mbl.is Siðrof í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Siðrof ? Orðið fyrir mér klingir einhvernvegin í sömu andrá og ég heyri nafn Sjálfstæðisflokksins.

Alveg eins og þegar ég heyri auglýsinguna: þið fáið steypuna hjá okkur, þá klingir nafn Framsóknarflokksins um leið í höfði mínu.

hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Siðrofið í þjóðfélaginu er staðreynd, flestum virðist vera skítsama með það að þurfa að borga skuldirnar sem útrásarbarónarnir stofnuðu til.  Flestir ætla að kjósa fjórflokkana aftur til valda.  Þar liggur siðrofið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 01:23

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Siðrof er í stuttu máli sagt veikar eða engar reglugerðir í samfélögum. Durkheim allavega notaðist við þetta hugtak þegar hann skrifaði ritgerð sína um sjálfsvíg og er væntanlega það sem hún Ingibjörn er að benda á þarna. Það er nú alveg rétt hjá henni. Regluverk þjóðarinnar var veikt. Nógu veikt til að kollvarpa öfga kapítalismanum sem hefur ríkt hér á landi. Það gildir að mínu mati um alla stjórnmálaflokkanna í landinu.

Orð Ingibjargar í þessari ræðu eru í raun bara sömu orð sem við Íslendingar sem hugsum rökrétt vitum þegar. Við þurfum ekki að fá stjórnmálamenn til að segja okkur hvað gerðist þegar þjóðin veit nákvæmlega hvað gerðist.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 28.3.2009 kl. 01:35

4 identicon

Tek undir orð allra hér. Það hefur ekki verið útskýrt af hverju forystufólk fyrri ríkisstjórnar var svo ósammála fólki sem á annað borð tjáði sig um útrásargerpin, að handtaka þá og frysta eigur þeirra. Maður hlýtur að gruna þetta fólk um græsku, að það hafi átt einhverra persónulegra hagsmuna að gæta (eða fela).

Kolla (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 02:00

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég er sammála því að ganga hart gegn þeim sem brutu af sér, einnig að frysta eigur þeirra. Hinsvegar ekki hægt að ganga þetta skref án þess að hafa eitthvað milli handana, það kallar bara á lögsóknir sem þeir munu vinna.

Í stjórnmálum á ekki að hafa persónulega hagsmuni að neinu. Við kjósum okkur aðila til að vinna í okkar umboði og eiga þeir því að vinna að okkar málum og hagsmunum. Það er svo undir okkur komið, fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni að veita þeim aðhald. Þetta hefur þó byggt undir þetta "siðrof" eins og hún Ingibjörg sagði og klúðuru þeir allir sínu. Vinstri flokkarnir sem tóku við hafa nú ekki gert margt að því sem þeir lofuðu. Hvar eru mótmælendurnir núna? Vildu þeir ekki aðgerðir? Vildu þeir ekki að eitthvað væri gert strax til að koma til móts við heimilin? Ekki get ég séð að það sé komið á hreint sem komið er.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 28.3.2009 kl. 02:41

6 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Kannski bæta það við að til að fjarlægja "siðrofið" þarf að styrkja regluverkið og stjórnskipunina. Það þarf að efla reglur, það þarf að efla eftirlitsstofnanirnar, það þarf að setja reglur kringum ráðherraembættin og því tengt. Ég vill t.d. setja reglur um að forsætisráðhera og aðrir ráðherrar geta aðeins setið í eitt kjörtímabil eða mest tvö. Of löng ár við völd getur spillt hvern sem er.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 28.3.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband