Græðgi valdhafanna hefur skilað sér í glundroða.

...við hin þurfum víst að bretta upp ermarnar og taka til eftir óþverrann.

Ég fékk eftirfarandi í tölvupósti:

Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum.
 
Á þessu málþingi verður fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.

John Perkins verður einnig gestur í Silfri Egils um næstu helgi en hann segir sögu sína í kvikmyndinni Draumalandinu
sem verður frumsýnd þann 8. apríl nk.
 
Sjá myndbrot úr kvikmyndinni : http://eyjan.is/blog/2009/03/13/draumalandid-frumsynd-8-april/
Perkins J. (2004) Confessions of an Economic Hit Man. Ebury Press.
Sérstakur gestur á málþinginu verður Bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur metsölubókarinnar Confessions of an Economic Hitman. Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar DRAUMALANDIÐ, sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, en Perkins kemur fram í myndinni.

John Perkins starfaði um árabil sem “efnahagslegur málaliði” (Economic Hitman) hjá stóru ráðgjafafyrirtæki í Bandaríkjunum. Perkins segir efnahagslega málaliða vera hálaunamenn sem svíkja milljarða dollara af ríkjum um allan heim.
Þeir stýra peningum frá Alþjóðabankanum, Bandarísku Þróunarstofnuninni og öðrum útlendum “hjálparstofnunum“ í hirslur risafyrirtækja og vasa örfárra stóreignamanna sem stjórna auðlindum jarðarinnar. Þeir nota tól eins og falsaðar fjárhagsáætlanir, kosningasvindl, mútur, fjárkúgun, kynlíf og morð. Þeir leika leik sem er jafn gamall mannkyninu, en hefur fengið nýtt og hrikalegt umfang með vaxandi hnattvæðingu.
Hjálmar Gíslason er frumkvöðull sem stundar gagnanámuvinnslu með nýstárlegum hætti. Hjálmar setur fram hagtölur sem sýna í nýju og skýru ljósi þá þróun sem átt hefur sér stað í fjármálaheiminum hér á landi á undanförnum árum.

Sigurður Jóhannesson er hagfræðingur við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað þá orkusamninga sem gerðir have verið við erlend stóriðjufyrirtæki á Íslandi.

Fundastjóri á málþinginu er Kristín Vala Ragnarsdóttir, Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.
Mánudaginn 6. April 2009
KLukkan 17:00 - 19:00
Háskólatorg stofa 101 í Reykjavík, Iceland

Málþingið fer fram á ensku.

Programme:
17:10 Introduction
17:20 John Perkins, höfundur Confessions of an Economic Hitman
Economic crisis: Hitmen hit Iceland and the world
18:00 Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
What is Iceland´s benefit when dealing with foreign investors?
18:15 Hjálmar Gíslason, DataMarket
What does the data tell us?
18:30 Pallborðsumræður/Panel Discussion
19:00 Fundarlok/End

mbl.is Sér fyrir endann á hrunsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband