Furðuleg ESB-villa

Kosningabaráttan fór i ESB skotgrafahernað í boði samfylkingar sem aldrei hefur komið með haldbær rök fyrir inngöngu að því er mér er kunnugt. Hræðsluáróður með dyggri aðstoð fjölmiðla keyrði yfir umræðu um málefni sem raunverulega skipta máli.

Málefni sem skipta máli er efnahagsstjórn, staða krónunnar og vandamál sem snúa að jöklabréfum.  

Höfuðviðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar er að hífa upp krónuna. Enginn stjórnmálaflokkanna kom fram með haldbærar hugmyndir um það hvernig hann ætli að taka á stöðugum vanda krónunnar.

Ég fæ ekki sér hvernig innganga í ESB leysi þann vanda sem ég viðra hér. Þjóðarbúið hefur tekið á sig gríðarlegt tap vegna falls krónunnar. Ef evra er tekin upp núna þegar krónan er svona lág mun þetta tap læsast inni. Til þess að taka upp evruna þarf fyrst að koma á almennilegri efnahagsstjórn en ég sé ekki hvernig innganga í ESB felur það í sér. ´

Það þarf einfaldlega að taka á afleitum efnahag þjóðarbúsins og almenningur á ekki að líða það að stjórnmálamenn feli vanmátt sinn á bak við þras um ESB og aðildarviðræður.

 


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Svo má nú ekki gleyma því að jafnvel þó ákvörðun yrði tekin strax í dag um að fara inn í ESB og taka upp evru, þá er það ferli sem tekur langan tíma, nokkur ár jafnvel. Það er ófrávíkjanlegt innan ESB að þau ríki sem hyggjast taka upp evruna þurfa að hafa haft stöðugleika í sínum efnahag í þrjú ár (man ekki alveg árafjöldann). Allan þann tíma þangað til þyrftum við annaðhvort að notast við krónuna eða einhvern annan gjaldmiðil og samfylkingin hefur ekkert verið að hafa fyrir því að koma með lausnir á vandanum þennan tíma.

Muddur, 27.4.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Sæl Jakobína.

Við höldum áfram að koma með okkar rök gegn rökleysunni.

Vilhjálmur Árnason, 27.4.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband