Stal ríkisstjórnin 1.420 milljörðum frá skattgreiðendum?

Ríkisstjórnin verður rétt eins og aðrir borgarar að haga sér í samræmi við lög og stjórnarskrá

Án heimilda og í trássi við það sem stjórnaskrá segir um það að ekki megi skuldbinda ríkið hefur ríkisstjórnin sólundað eftirfarandi af framtíðartekum ríkissjóðs og tekjum almennings:

Seðlabankinn fyrir hrun sem ríkisjóður tók síðan á sig     520 milljarðar

Sett í peningamarkaðssjóði eftir bankahrunið                 200 milljarðar

Innistæður Íslendinga í Íslenskum bönkum                     600 til 800 milljarðar

Þetta á almenningur skuldarar og skattpínt lág- og meðaltekjufólk að taka á sig að greiða til þess að bjarga fjármagnseigendum.

Gleymum því ekki að fjármagnseigendur sem greiða 10% í skatt og skulda ekkert þurfa ekki nema að litlu leyti að standa undir þessari byrði. Þeir eru hinir raunverulegu ölmusuþegar í samfélaginu.

Nýja Lýðveldið Ísland hafnar að standa undir þessum skuldbindingum sjá hér


mbl.is Þjóðarsátt í þröngum hópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Engar af þessum tölum, eða forsendum, eru réttar.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.5.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Einar Karl

1420 milljarðar "gefnir" sparifjáreigendum segirðu?

En þessi gjaldaliður kemur samt ekki fram í ríkisfjárlögunum? Finnst þér það ekkert grunsamlegt?

Fólk á ekki að bera áfram bull, sérstaklega ekki bull sem það skilur ekki, og alveg sérstaklega ekki ef það er til að etja saman ímynduðum fylkingum "skattpíndra skulfara" og svo hinna "ríku sparfjáreigenda".(Sjá færslu mína frá því í gær.)

Einar Karl, 5.5.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þá mátt þú gjarnan leiðrétta þær ef þú veist betur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég man eftir því þegar Davíð Oddsson hennti 520 milljörðum í bankana fyrir hrun.

Hvaðan kom fjármagn í peningamarkaðssjóðina

Og hvaðan kemur fjármagn til þess að tryggja innistæðueigendum sitt?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 21:17

5 identicon

Þetta er það sem vilji þjóðarinnar ákvað að réði eftir kosningar.  Vonandi getur núverandi ríkisstjórn greitt úr nálefnum okkar sem erum í erfiðleikum með að greiða af húsnæði og eigum erfitt með að ná endum saman.  Því miður sé ekki að neitt sé að gert fyrir okkur.  VG og Samfylkingin gera akúrat ekki neitt til að rétta okkar hag.  Eina sem þau gera er að karpa um ESB og virkjanir.  Þau eru að reyna að ná saman um valdastólana, þau eru ekki að gera neitt fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.  Þau eru ekki að hugsa nokurn skapaðan hlut um velferð almenings.  Hvers vegna eru þau ekki búin að mynda stjórn, þau sem voru þegar í stjórn? Hvað með skuldir heimilana og einstaklingana, sem þurfa að velta áfram skuldum og hlaða á sig vöxtum og enn þyngist greiðslubyrgðin.  Hvenær kemur að því að við, fólkið í landinu fáum hjálp?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:01

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Guðrún þessi ríkisstjórn er alls ekki að taka á vandmálun skuldara. Hún stendur vörð um fjármagnseygendur en þykist bara vera vinstri.

Við þurfum bráðum að taka fram búsáhöldin en ég bendi þér a´að þú getur gerst þegn í Nýju Lýðveldi Íslands hér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 00:11

7 identicon

Ég hef aldrei farið á Austurvöll, en kanske verður einhver tíma alt fyrst.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 02:40

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ekki gleyma því að Elvis lifir, og að forseta Bandaríkjanna er stjórnað af geimverum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.5.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband