Gátu ekki staðist hrossakaupin þrátt fyrir harðærið

Ríkissjóður er ekki blankur þegar að því kemur að fjármagna stóla undir stjórnmálamenn. Vel er hægt að stýra stjórnarráðinu með átta ráðuneytum.

Þegar ég skoða nöfnin sem hafa valist í ráðherrastólanna vakna einnig spurningar hvort að þekking á málaflokkum hafi fengið að ráða nægilega miklu við val á ráðherrum.

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra 

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra

Samfylking 2 konur og 3 karlar

Jóhanna Sigurðardóttir stýrir forsætisráðuneyti

Árni Páll Árnason, embætti félags- og tryggingamálaráðherra

Katrín Júlíusdóttir við embætti iðnaðarráðherra.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðuneyti

Kristján L. Möller samgönguráðneyti

Vinstri græn, 3 karlar og 2 konur

Steingrímur J. Sigfússon mun stýra fjármálaráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðuneyti

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðuneyti.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, af hverjur þurfa konur alltaf að fá Umhverfisráðnuneytið. Af hverjur fær Svandís Svavarsdóttir ekki mikilvægara embætti, er það af því hún er kona. Kristján Möller sem er búinn að sitja allt of lengi, afhverju er hann ekki látinn vikja fyrir nýju fólki. Vonbrigði.

Lára Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já ég set td. mikið spuringarmerki við hvað geri Katrínu Júlíusdóttir besta kostinn sem iðnaðarráðherra. Annan en að vera í Samfylkingunni.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef maður horfir bara á menntun og þekkingu þessara einstaklinga þá spyr maður sig hvort að aðrir ættu ekki frekar að spreita sig á þessu. Katrín Júlíusdóttir hefur stundað nám í mannfræði en ekki kemur fram á Alþingisvefnum að hún hafi lokið því námi. Kristján Möller er íþróttakennari.

Þetta skítur nokkuð skökku við miðað við þær kröfur um að ráðherrar séu fagráðnir. Það er ekki einu sinni verið að reyna að koma á móts við kröfur almennings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.5.2009 kl. 18:15

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Faglegu ráðherrarnir eru ennþá. Það er jákvætt. En Kristján Möller, Jón Bjarnason... það er hægt að telja ýmislegt upp. Menntamálaráðherra er td. varla komin með endajaxlana. Þetta er ríkisstjórn flokkseigendana. Þó að meiningarnar geti verið góðar.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.5.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband