Góð rök gegn samningnum:

"Alþjóðadómstóllinn í Haag var stofnaður einmitt til að lönd gætu farið með mál eins og IceSave fyrir hann. Í lýðræðisþjóðfélögum er talað um þrískiptingu valdsins þ.e. löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Það er andlýðræðislegt að hafna því að leggja ágreiningsmál fyrir þar til bæra dómstóla. Það er óásættanlegt að lýðræðisþjóðir eins og Bretar og Hollendingar neyti að útkljá þetta mál fyrir dómstólum og vilji í staðinn beyta hnefaafli og þvingunum í ætt við handrukkun. Ef að lítið land eins og Ísland á almennt ekki kost á því að fara dómstólaleiðina, þá bíð ég ekki mikið í framtíð okkar.

Alþjóðadómstóllinn í Haag gæti dæmt á ýmsa vegu:

a) Ísland gæti unnið og borgað 16 milljarða sem eru í Trygginarsjóði Innistæðueigenda

b) Ísland gæti tapað, en þó yrði niðurstaðan betri en sá IceSave samningur sem Svavar Gestsson skrifaði undir. Ástæðan fyrir því er sú að tekið yrði tillit til neyðarréttar. Neyðarréttur er til í alþjóðalögum. Ef að öll innlán þjóðar tapast á einni nóttu, þá stöðvast hjól atvinnulífsins. Ekki er hægt að greiða laun né reikninga. Það fellur klárlega undir neyðarrétt að koma í veg fyrir slíkt ástand.

Þá er öruggt að Bretar yrðu dæmdir til að bera hluta af kostnaðinum m.a. vegna hryðjuverkalaganna, en þau hafa rýrt gildi eigna útibús Landsbankans í Bretlandi.

Þá er mikilvægt í þessu samhengi að átta sig á því að Alþjóðadómstóllinn í Haag getur ekki dæmt land til að greiða skaðabætur sem að þýða að viðkomandi land verður gjaldþrota og missir fullveldið. Í ljósi þess að IceSave eins og það lítur núna út felur í sér gríðarlega áhættu, sem öll er borin af Íslendingum s.s. áhættu með að eignir útibús Landsbankans megi ekki nota til að greiða IceSave og að öll upphæðin lendi á íslenska ríkinu eða að virði lánasafnsins reynist lítið því að um er að ræða lán fyrir skuldsettum yfirtökum á fyrirtækjum sem að eru í erfiðum reksti í þessu árferði. Það er spáð að næstu ár, líka næstu 7 ár verði erfið. Sala minnkar og kostnaður eykst. Það er ekki bjóðandi áhætta að íslenska ríkið eigi allt sitt undir því að slík fyrirtæki spjari sig."

þessi rök færir aðili sem kallar sig skattmann í kommentakerfi.

Önnur góð rök í málinu eru:

"Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með íslensku þjóðinni, íslenskum almenningi og verja hagsmuni þjóðarinnar hvar sem er og hvenær sem á þarf að halda. Skyldur ríkisstjórnar Íslands er við Íslendinga en ekki regluverk Evrópusambandsins."


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef sett niður nokkrar línur um þetta undanfarið, en það er skýrt í mínum huga að þessi samningur mun ekki halda þó svo að hann verði samþykktur með meirihluta á alþingi. 

Samningurinn er það sem við köllum "steypa" á mannamáli. 

Það segir alla söguna að félagsmálaráðherra upplýsti alþjóð í beinni að "viðsemjendur" hefðu ekki verið tilbúnir í að leggja málið fyrir dómsstóla.

Þegar tveir siðaðir aðilar deila og val er á að fá hlutlausan aðila til að aðstoða verður sú leið fyrir valinu. 

 - Vanhæfi nefndarinnar fólst í því að láta beygja sig til hlýðni undir þessari kúgun (viðsemjendur neita aðkomu dómsstóls).

 - Siðlaus framkoma Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins  gegn íslendingum og ólögleg beiting hryðjuverkalaga Breta - ber merki gífurlegs yfirgangs og hroka. 

Ég tel þetta samband ekki ákjósanlegan vettvang fyrir íslendinga á næstunni.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband