Hjáseta er svik við kjósendur

Þeir þingmenn sem velja að sitja hjá í þessu máli eru að bregðast kjósendum. Þingmenn eru kosnir til þess að beita atkvæði sínu en ekki til þess að hlaupa heim til mömmu sinnar þegar á reynir.
mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er þá undarlegt að verið sé að sækja um aðild án þess að sótt hafi verið álit á málinu til þjóðarinnar. "að loknum aðildarviðræðum er bara bull".

Það kostar 2 milljarða að fara í aðildarviðræður og góður hluti af því gjaldeyrir.

Jóhanna vill sem sagt sólunda 2 milljörðum án þess að það liggi fyrir að það verði nokkur árangur.

Nú sker Jóhanna niður alls konar þjónustu eins og t.d. mæðravernd sem mun skila sér í auknum ungbarnadauða. En henni munar ekkert um að henda milljörðum í þessa draumóra sína.

Samfylkingunni er lítill sómi af þessu. Sat í 18 mánuði í Ríkisstjórn sem laug að almenningi og keyrið þjóðarbúið í þrot. Ekki verður betur séð en að samfylkingin sé enn á mála hjá útrásarvíkingunum.

Sérhagsmunir er teknir fram yfir velferð og mannslíf.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2009 kl. 15:03

3 identicon

Mikið er ég sammála þér, reyndar er ég nánast alltaf sammála pistlum þínum. Þakka þér fyrir þrautseigjuna hér í bloggheimum við að minna fólk ( í það minnsta mig) á það hve skítugir aðilar stjórna og nauðga okkar góða landi !!

Maður er nánast í vinnu við það hér í DK að upplýsa dani um hvernig málum er háttað heima, ekki veitir af því flestir þeirra halda að Íslendingar hafi allir velt sér upp úr gulli, karið hafi óvænt tæmst, við orðið ósátt og neitum svo að greiða reikninginn sem við öll tókum og nutum jafnt.

Málið er að ég (og reyndar allir sem ég þekki) fékk ekki stórstjörnur til að spila undir og fagna fæðingardegi mínum, ég neyðist til að fljúga á almennu farrými milli landa og slepp ekki við að borga 35% skatt af tekjum mínum, og ekkert fæ ég afskrifað. Ég hef alltaf staðið við mitt og sama má segja um 99% Íslendinga.

Það er því miður málið að Íslensk heimili hafa ekki bolmagn til að bæta skuldum glæpahundanna á sig og það sama má eflaust segja um allar þjóðir.

Eftir því sem ég best veit þá hafa dönsk heimili ekkert farið betur með fjármuni sína en Íslenskir bræður þeirra, Danir búa bara ekki við valtan gjaldmiðil og ónýta stjórnmálamenn, munaður sem Íslendingar búa ekki við.

Það  er ekki flatskjáir heimilanna sem eru rót vandans, því er aðeins haldið fram af áhrifamönnum sem reyna allt til að fela sinn part, sín skítugu spor, í aðdraganda hruns Íslands !!

Fór aðeins út fyrir efnið, en ég er sammála því að ef alþingismenn sitja hjá við afgreiðslu þungra mála þá eru þeir blauðir og ættu að skila sæti sínu til manna sem hafa skoðanir og hafa hrygg til að bera þær á borð !!!

runar (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Páll Blöndal

Jakobína
Við kjósum okkar fólk á þing til að fara með okkar mál. eða hvað?
Ef þingmeirihluti er fyrir ESB-aðildarumsókn þá endurspeglar það vilja þjóðarinnar
Samfylkingin boðaði ESB aðildarviðræður og hlaut flest atkvæði allra flokka.
VG sömdu um að fara leið SF í því máli.

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 15:25

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Páll, þurfa þeir þá ekki að fara eftir þeim loforðum sem þeir gáfu fyrir kosningar? Það er jú ástæða þess að þeir fá x-ið frá kjósendum.

Bíbí, tek undir þakkir til þín fyrir seigluna.

Rut Sumarliðadóttir, 12.7.2009 kl. 19:00

6 identicon

Að skila auðu er fyrir mér sem hið endanlega hugleysi og slíkir þingmenn verða skráðir í sögubækurnar.......

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 19:03

7 identicon

Þetta er fjórflokka trix þetta gerðist líka þegar EES samningurinn var samþykktur þ.a.s samningurinn sem Jón Baldvin sagði eftir undirskirft hans,,Við fengum allt fyrir ekkert''

Eins og flestir vita í dag þá var það EES samningurinn sem gerði hinum fáu útvöldu kleift að setja landið okkar á hausinn og á klaldan klakka. Það verður spennandi að sjá hvort það verði Össur sem skrifi undir væntanlegan samning um inngöngu okkar í Evrópusambandið (ESB).Skyldi hann eða sá sem kemur til með að skrifa undir inngöngu okkar í ESB segja: ,,Við fengum ekkert fyrir allt''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 19:32

8 Smámynd: Páll Blöndal

Jú Rut,
Í fullkomnum heimi eiga allir að standa við það sem þeir lofa.
Og þá eiga þeir ekki að skrifa undir stjórnarsáttmála sem
kveður á um að standa ekki við loforðin.

En á Samfylkingin þá að svíkja sína kjósendur?

Ekki gleyma því að enginn er neyddur til að semja um eitt né neitt.

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 19:43

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Páll hefur samfylkingin einkaleyfi á að svíkja EKKI sína kjósendur.

ESB árátta samfylkingarinnar er kapituli út af fyrir sig.

En að samfylkingin skuli haf keyrt þjóðarbúið í gjaldþrot eins og hún gerði með lygum og blekkingum í samvinnu við sjálfstæðisflokkinn og stilla sér síðan upp með Bretum og Hollendingum GEGN þjóðinni er hámárk lágkúru og siðleysis.

Samfylkingin er ekkert annað en málaliðar auðvaldsins. Og hún ætlar sér með öllum tilteknum ráðum að koma þessari þjóð endanlega í þrot.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2009 kl. 23:18

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Páll er með kjarna málsins.  Það er enginn neyddur til að semja um eitt eða neitt.  Tæplega 30% flokkur getur ekki stjórnað landinu.  Hvaða heljartök hefur hann á íslenskri þjóð.  

Er hótun um kjarnorkuárás undirliggjandi????

Hvað réttlætir þessa vitleysu og þessi svik???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband