Leið spillingar til að veita stöður

Ráðherrum er meinilla við að fara að landslögum. Telja sig yfir það hafna.

Þau ákvæði laga sem kveða á um að auglýsa skuli embætti og velja einstaklinga í embætti eftir hæfni, menntun og í samræmi við jafnréttislög er þeim eitur í beinum.

Þeir leita því logandi ljósum leiða til þess að fara á svig við lögin.

Ein leið sem hefur verið áberandi í heilbrigðisráðuneytinu er að ráða "vini" tímabundið til þess að leysa af embættismenn sem fara í "tímabundið frí". Með því er þeim gefið forskot á aðra umsækjendur vegna þeirrar reynslu sem þeir afla sér í tímabundnum afleisingum.

Forstjóri Tryggingarstofnunar fékk stöðu með þessum hætti.

Forstjóri Heilsugæslunnar fékk stöðu með þessum hætti.

Nú er spurningin hvort Björn Zoega sé að njóta þessara "trakteringa" valdhafanna.


mbl.is Hulda í ársleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jú, ætli það ekki. Við vitum hvernig þetta er.

Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 17:55

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband