Andskotans dusilmenni

Ég nenni varla að blogga lengur. Fáránleikinn er einfaldlega orðinn of absúrd.

Hefur enginn neitt við það að athuga að ríkisstjórnin er að láta ófædd börn borga reikninginn fyrir glæpafaraldurinn sem gengið hefur yfir Ísland?

Einhverjir vitleysingar (fagfjárfestar) lögðu peninga á reikning í Hollandi án þess að kynna sér áhættuna (eða ákváðu að taka hana og færa hana síðan yfir á okkur) og við eigum að borga brúsann.

Hefur enginn neitt við það að athuga að skuldarar séu látnir fjármagna bankanna sem síðan verða gefnir erlendum áhættufjárfestum?

Hefur enginn neitt við það að athuga að ríkisstjórnin ætlar að hjálpa fáeinum útvöldum í stað þess að leiðrétta óásættanlegar eignatilfærslur?

Hefur enginn neitt við það að athuga að fjármálaráðherrann lýgur sífellt að fólki og er að eyðileggja tungumálið okkar með því að rangtúlka sífellt merkingu orða?

Hefur enginn neitt við það að athuga að til stendur að selja auðlindirnar og eyðileggja framtíð afkomenda okkar?

Hefur enginn neitt við það að athuga að ráðherrar fá:

Laun ráðherra

biðlaun ráðherra

  ráðherrabíla

ráðherrabílstjóra

Skúffupeninga

búsetustyrk (í sumum tilvikum)

símastyrki ráðherra

ótilgreindan kostnað Alþingis

ferðakostnað

dagpeningar þingmanna

nefndabitlingar þingmanna

framlag til s...tjórnmálaflokka

= kostnaður skattgreiðenda.

Finnst ykkur í lagi að einstaklingur sem þiggur þetta af skattgreiðendum tali með umþóttunartón um það hvað fólk sem þarf að lifa af 150 þús á mánuði eigi að gera?

Finnst ykkur í lagi að hann geri það að ábyrgð skuldara að bjarga bönkunum sem stjórnmálamenn og vinir þeirra settu á hausinn?

Finnst þér í lagi að þú sért látinn bæta auðmönnum tapið á innlánsreikningum þeirra með því að þú getir ekki menntað börnin þín eða notið sjálfsagðrar þjónustu í nútímasamfélagi?

Finnst ykkur í lagi að við höfum ekki efni á að mennta börnin okkar?

Hvernig væri nú að þið kæru Íslendingar risuð nú upp af doðanum og í stað þess að leifa uppgjafarvíkingnum að kalla ykkur aumingja þrammið niður á Austuvöll á laugardaginn og öskrið ykkur hása?

Látið hana Helgu Björk ekki vera eina um það að mótmæla

Það er líka verið að eyðileggja framtíð ykkar afkomenda


mbl.is Hóflega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega eru þröngsýn og vitlaus.

Einhverjir vitleysingar (fagfjárfestar) lögðu peninga á reikning í Hollandi án þess að kynna sér áhættuna (eða ákváðu að taka hana og færa hana síðan yfir á okkur) og við eigum að borga brúsann. 

Hollenskur almenningur lagði sparifé á reikninga sem það var fullvist um að væru með bakkaðir upp af ríkissjóði Íslands.

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Þakka þér fyrir góða færslu Jakobína. Við þurfum að breyta þessu!

Matthías, ef þetta fólk hefði viljað ríkistryggingu þá hefði það keypt ríkisskuldabréf. Það vildi hinsvegar hærri vexti og var tilbúið til að taka áhættuna sem því fylgdi. 

Íslenska þjóðin var hinsvegar algerlega grunlaus um að hún væri að ábyrgjast innistæður bankana í útlöndum. Enda vorum við ekki að því samkvæmt neinum lögum. 

Frosti Sigurjónsson, 1.9.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Offari

Hvorki ég né börnin mín samþykktu að taka á sig að ábyrgjast þessar skuldir. En ég á samt mjög bágt með að trúa því að þú hættir að nenna að blogga um óstandið.

Offari, 1.9.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú er naskur Offari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Frosti það þarf að brjóta upp þessa trend sem er ráðandi núna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Matthías góður hluti þeirra sem lögðu inn á reikninga voru fagfjárfestar.

Þú segir "Hollenskur almenningur lagði sparifé á reikninga sem það var fullvist um að væru með bakkaðir upp af ríkissjóði Íslands."

Það var alltaf á hreinu að innlánsreikningar voru EKKI bakkaðir upp af ríkissjóði. Þeir sem lögðu fjármuni inn á þessa reikninga höfðu val. Taktu eftir VAL. Þeir voru í aðstöðu til þess að hafa áhrif á það hvort þeir settu fjármuni inn á þessa reikninga en það höfðum við ekki. Við höfðum engin áhrif.

Þeir sem höfðu valkosti kusu að kynna sér ekki öryggi þessara fjárfestinga.

Það var opinbert að:

*Tryggingasjóður myndi ekki standa undir ábyrgðum ef allir bankarnir féllu.

*Bankakerfið á Íslandi var 12 sinnum þjóðarframleiðslan

*Samkvæmt tilskipun ESB er ekki heimilt að veita tryggingasjóði ríkisábyrgð.

Þetta gátu Hollendingarnir kynnt sér og tekið annan valkost ef þeir vildu ekki þessa áhættu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:15

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þú gerðir mig næstum því þunglyndan með upphafsorðum þínum.  Ég sem fer alltaf inn á blogg þitt þegar ég er dapur yfir ástandinu og sæki þaðan kraft.

Legg til að fyrr látum við frjósa í helvíti en að leyfa þér að hætta að blogga.  Þó finnst mér sorglegt hvað allur þessi fjöldi sem les blogg þitt skuli ekki gera meira af því að senda þér hlýja strauma og hvatningu.

Þetta eru börnin okkar allra sem eru í hættu.  

Bætið úr þessu gott fólk, ekki treysta alltaf á sömu einstaklingana, fleiri raddir þurfa að heyrast.  Og þó ég þekki ekki hana Helgu Björk, þá munu þeir landið erfa sem þykja vænt um það stendur einhvers staðar.   Ekki láta arf hennar verða of stóran, skiptum kökunni á réttlátan hátt með því að styðja rödd hennar á Austurvell.

Og Jakobína, þú ert búinn að eiga frábærann dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.9.2009 kl. 22:23

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir Ómar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:36

9 identicon

"Það vildi hinsvegar hærri vexti og var tilbúið til að taka áhættuna sem því fylgdi. "

Frosti, þú veist alveg hvernig þessir reikningar voru kynntir í Bretlandi og Hollandi.

Fáránlegt að halda að þarna hafi verið um að ræða áhættusækna fjárfesta.

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 22:50

10 Smámynd: Lárus Baldursson

Er ekki með Icesave verið að fela stærri mál? eins og olíuleit og arð af henni? þetta fer að verða mjög skrítið! að þjóðfélagið er að liðast í sundur og elítunni er skít sama, segja bara farið úr landi... hvað er að? með EES samningnum er létt verk að fylla í skörðin sem myndast, þegar búið er að selja heimili íslendinga á uppboði þá er hægt að segja að íslendingar séu heimilislausir í eigin landi. 

Lárus Baldursson, 1.9.2009 kl. 22:54

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi nýja ríkisstjórn hefur valdið þjóðinni miklum vonbrigðum. Við erum orðin fórnarlömb lyga, þöggunar og blekkinga. Þetta eru hörð orð en ég treysti mér nokkuð til að standa við þau. Þetta er hreinlega allri ríkisstjórninni til skammar. Þjóðin ætlaðist ekki til að þessi ríkisstjórn gerði kraftaverk en þjóðin vonaði að hún yrði látin fylgjast með gangi mála og allur sannleikurinn væri ljós í hverju máli.

Nú erum við full tortryggni og höfum nægar ástæður til þess.

Árni Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 23:11

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Matthías

Auglýsingar hafa aldrei talist til áreiðanlegra heimilda né heldur á ábyrgð skattgreiðenda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 23:13

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

já Árni og Lárus ég hef velt því fyrir mér hvort að framtíðarsýn stjórnvalda sé á þann veg að hér verði reist stóriðja og orkuver um landið þvert og endilangt. Þeir sem ekki vilja þjóðna þessari alþjóðaiðju geti svo bara hypjað sig.

Kannski verður líka svona appartheit stefna þar sem íslendingar sem búið er að reka úr húsum sínum verði látnir búa í bröggum við stóriðjuverin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 23:19

14 identicon

Þú ert marklaus, geltir hátt en þorir ekki gagnrýni á málstað þinn. Tal þitt um lýðræði er beinlínis hlægilegt í ljósi þess hvernig þú höndlar andmæli.

http://www.orvitinn.com/2009/09/02/12.30/

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband