Björgvin G tapaði mannorði sínu og trúverðugleika vegna frammistöðu sinnar sem viðskiptaráðherra.

Ég hef aldrei heyrt neitt um kvennafar eða bankaskuldir Björgvin G heldur er álit mitt á honum byggt á frammistöðu hans sem viðskiptaráðherra.

Ef hann vill bæta mannorð sitt ætti hann að hafa dug til þess að segja af sér þingmennsku og snúa sér að öðru en stjórnmálum.

Trúverðugleiki hans sem stjórnmálamanns er rúinn ekki vegna nafnlausra bloggara heldur frammistöðu hans sjálfs.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek heilshugar undir þetta hjá þér

Gísli Foster Hjartarson, 6.9.2009 kl. 15:37

2 identicon

Algjörlega sammála þér Jakobína. 

Ásta B (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 15:38

3 identicon

Jabobína , ef þú notar sama mælikvarða á aðra þingmenn og ráðherra ; hverjir eiga að segja af sér ?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 15:44

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Það réttlætir ekki árásir nafnlausra hugleysingja á blogginu.

Þín gagnrýni undir nafni er hins vegar til fyrirmyndar. Þú getur verið afar hörð í gagnrýninni - og að mínu viti einstaka sinnum ómálefnaleg - en þannig á það að vera í harðri þjóðfélagsumræðu.

En sú umræða á að vera undir nafni - og heiðarleg.

Annað er hugleysi.

Hallur Magnússon, 6.9.2009 kl. 15:47

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki að mæla með níði en tel þó að framferði Björgvins sjálfs hafa gert mun meira til þess að svipta hann mannorðinu en níð nafnlausra bloggara.

Nafnlausir bloggarar sem ráðast að nafgreindum persónum á ómálefnalegan hátt eru í raun heiglar sem ég ætla að vona að fólk taki ekki mikið mark á.

Takk fyrir innlitið Hallur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 15:59

6 identicon

Hann er eins og lítill krakki þegar hann leikur þessa rullu sína til að ýta undir höft á málfrelsi..

Líklega hefði ég og flestir aðrir aldrei heyrt af þessu máli nema fyrir það að Bjöggi sjálfur bloggar um dæmið.

tsk tsk

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:00

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hrafn mitt svar við spurningu þinni er:

Allir þingmenn sjálfstæðisflokks og samfylkingar sem sátu á þingi í aðdraganda bankahruns.

Þeir voru annað hvort beinir þátttakendur eða studdu þessar ríkisstjórn dyggilega sem keyrði þjóðarbúið á hausinn. Hafa sannað vangetu sína sem stjórnmálamenn og eiga að haga sér í samræmi við það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 16:02

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

DoktorE þöggun er eitt af alvarlegustu vandamálum í samfélaginu og nafnleysið í mörgum tilvikum afsprengi hennar.

En þeir sem kjósa að skrifa undir nafnleysi þurfa að fara vel með það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 16:05

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill hjá þér Jakobína. Ég er þér hjartanlega sammála.

Síðan segir þú:

"Allir þingmenn sjálfstæðisflokks og samfylkingar sem sátu á þingi í aðdraganda bankahruns.

Þeir voru annað hvort beinir þátttakendur eða studdu þessar ríkisstjórn dyggilega sem keyrði þjóðarbúið á hausinn. Hafa sannað vangetu sína sem stjórnmálamenn og eiga að haga sér í samræmi við það."

Þessu er ég líka sammála og þetta á sérstakleg við um þá þingmenn sem gegndu ráherraembættum í aðdraganda hrunsins.

Ótrúlegt dómgreindarleysi af manni sem var ráðherra bankamála og missti alla banka landsins í þrot vegna aðgerða sinna og aðgerðarleysis, að hann haldi að hann eigi framtíð fyrir sér i Íslenskri pólitík.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 16:12

10 identicon

Það verður að segjast að elítan og stjórnmálamenn virðast hafa óeðlilega miklar áhyggjur af því hvað einhver gróa á leiti er að segja um þá í netheimum.

Þetta er einnig sérstaklega merkilegt í ljósi þess að menn hafa verið harðir í að halda fram að nafnlausir séu algerlega órmarktækir með öllu.

Nú hrópa menn í miðju spillingarfens að böndum þurfi að koma á netið vegna einstaka ómarktækra nafnleysingja og skrifa þeirra.

Weird eh :)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:13

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Staðreyndin er sú að Björgvin er lýðræðislega kjörin inn á alþingi og hið sama á við Kúlulánadrottninguna. Ég persónulega tel að Björgvin beri hvað mesta ábyrgð af þessu hruni sem bankamálaráðherra og spyr mig hvernig stóð á þvi að hann hafi ekki fengið æskilegar viðvaranir í hendur ?

Hitt er að ... hann sagði af sér á sínum tíma og fékk aftur kjör. Því finnst mér hlálegt að þú ætlist til þess að hann leggi upp laupanna en þykir þá væntanlega hið fínasta mál að fyrverandi stigamaður sem stal öllum " steini léttara" vafri um þingsalina.  

reyndar tel ég þá báða vera í fullum rétti að vera þarna á þingi þar sem þeir hafa gert upp sínar sakir en hef í sjálfu sér ekki mikið álit á þeim báðum... en þeim mun meira á björgvini... þó svo að hann beri jú vissulega mikla ábyrgð ásamt dýralækningum- Davíði Oddssyni- Geir H harde.... 

Brynjar Jóhannsson, 6.9.2009 kl. 16:21

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Staðreyndin er samt að Björgvin var aukaleikari í þessu.

Sjalla og frammarar höfðu komið því svo fyrir að ekki var nokkur leið fyrir bankamálaráðherra að hafa einhver veruleg sjálfstæð afskipti af málinu.  Lög og reglur voru þannig.  FME var sú stofnun er átti að sjá um þetta og að hluta SB og til ráðstafanna hefði þurft að grípa fyrir löngu og strax er einkavæðingnn var framkvæmd náttúrulega þurfti að setja ramma og öflugt eftirlit.

Þar að auki pössuðu sjallar sig á að halda þessu innan sinna raða svo Björgvin gat lítið að gert.

Svona eru nú staðreyndir málsins og ómaklega vegið að Björgvini, að mínu áliti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2009 kl. 16:32

13 Smámynd: Páll Blöndal

Jakobína, þú ert með þessum skrifum að réttlæta nafnlaus níð.

Þöggun er eitt og níð annað

Páll Blöndal, 6.9.2009 kl. 16:34

14 identicon

100% Sammála. Það er skömm að þetta lið skuli vera á þingi.

Hefði viljað bæta við, einnig þeir sem voru Ráðherrar og þingmenn framsóknar í síðustu Ríkisstjórnarsetu þeirra. Og vörðuðu veginn með kvótakerfinu og einkavinavæðingu bankana

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:36

15 identicon

Comon.. að fá sér sopa og á kvennafari.. sagt í slúðri á einhverri netsíðu.

Allt upp á háa c'ið, sorry en mér finnst þetta óeðlilega mikil viðkvæmni..

Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum hefur komið fram undanfarið og viljað koma böndum á netið... allir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að vera potturinn og pannan í öllu svínaríinu.

einhvern veginn verð ég að telja að þeir sem taki undir með þessum mönnum séu einfaldlega sjálfir spilltir og eða vanvitar

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:50

16 identicon

Ómar trúirðu þessu virkilega?

Það er merkilegt að bera saman loforð Björgvins og hans sýn, úr fyrsta viðtalinu hans við stöð2, sjá hér:

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/740998/

Og bera síðan saman við efndir hanns, eins og t.d. að efla Fjármálaeftirlit. 

Nei efndirnar urðu engar, og hann breitti Ráðuneytinu í "Útrásarráðuneyti" Eins og hann kallaði það sjálfur. Þetta var nú í mai 2007. Þannig að ef að aðrir komu í veg fyrir að hann gæti framfylgt því sem hann lofaði, hefði hann átt að segja af sé mikklu fyrr og segja þjóðinni, sem hann var að vinna fyrir, hvers kyns var.

Nei honum þótti einfaldlega of vænt um stólinn sinn, enda tróð hann sér á þing aftur.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:55

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tel einfaldlega að það sé ekki áhugavert hvort Björgvin sé á fylleríi og kvennafari og tel að flestir hafi meir áhyggjur af getuleysi hanns sem stjórnmálamanns.

Endurkosning hans er fyrst og fremst vitnisburður um ólýðræðislegt og handónýtt kosningakerfi. Hann hefði aldrei náð inn á þing ef það hefði verið lagt undir þjóðina fram hjá valdamúrum stjórnkerfisins.

Valdhöfum virðist vera mjög í mun að atburðir séu ekki PERSÓNUGERÐIR.

Reglurnar virðast hlýta ólíkum lögmálum eftir því hvort sjónum er beint að valdhöfum eða almenningi.

Merkilegt þegar menn fara að kalla ráðherrana aukaleikara. Vekur spurningar um handónýtt og morkið kerfi auk siðleysins og vanmátts þeirra sem geta í raun breytt hlutunum ef þeir fara að slíta sig frá vinagreiðapólitíkinni.

Tek undir þetta Arnór. Nokkrir framsóknarþingmenn óhæfir.

Páll færslan leggur ekkert mat á níð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 16:59

18 Smámynd: Páll Blöndal

Jú Jakobína,
með fyrirsögninni gefurðu í skyn að Björgvin hafa hvort eð er
tapað mannorði sínu, þannig að fyrir hann sé ekki úr háum söðli að detta.

Svo gerirðu lítið úr vægi nafnlausra bloggara á mannorð Björgvins.
"Trúverðugleiki hans sem stjórnmálamanns er rúinn
ekki vegna nafnlausra bloggara heldur frammistöðu hans sjálfs."


Páll Blöndal, 6.9.2009 kl. 17:10

19 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

að bera það uppá þurran alka að hafa verið á fylleríi er náttúrulega verra en mannorðsmorð!

Að öðru leyti er ég sammála höfundi þessa pistils.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.9.2009 kl. 17:15

20 identicon

"The only time people dislike gossip is when the gossip is about them."

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:32

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Páll í fyrirsögninni er hvergi að finna orðalagið "hvort eð er". Það er þinn skáldskapur.

Ég gef ekkert í skyn í fyrirsögninni heldur kemur fram í henni skýrt álit mitt á frammistöðu hans sem viðskiptaráðherra og ég þarf ekkert að leyna nafni mínu til þess að koma því á framfæri.

Ég endurtek það sem ég hef sagt áður að ég er ekki að leggja mat á níð eða ekki níð og hef engan áhuga á því hvort ráðherrar séu á fylleríi eða kvennafari svo framarlega sem þeir setja ekki þjóðarbúið á hausinn.

Jóhannes ég er ekki á neinn hátt að leggja mat á það í þessum pistli eða yfirhöfuð að mæla með því að nafnlausir bloggarar fjalli um persónuleg málefni nafngreindra einstaklinga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 17:37

22 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jakobína þú misskilur. Mín athugasemd var skírskotun til fáránleikans í málinu.

Ég er hjartanlega sammála öllu sem þú sagðir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.9.2009 kl. 17:51

23 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vil benda á tvær færslur frá mér í vikunni sem fjalla um þessi mál, en mér finnst þetta arfavitlaus til- eða atlaga að tjáningarfrelsinu frá Björgvini.

Hrannar Baldursson, 6.9.2009 kl. 18:00

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Arnór, já ég trúi þessu alveg.

Auðvitað  liggur ljóst fyrir að Björgvin hreifst mjög af svokallaðri útrás og starfsemi erlendis. 

En að kenna honum eitthvað sérstaklega um hvernig mál þróuðust á íslandi (nb. á talsvert löngum tíma) er eigi sanngjarnt.

Viðskiptaráðuneytið var þarna nýsplittað útúr iðnaðarráðuneytinu og þarna líður eitthvað um eitt ár þar til allt fer í steik eins og sagt er, þannig að Björgvin kemur þarna inn sem algjör aukaleikari.  Nánast bara statisti ef heildardæmið er haft í huga og skiptir engu máli.

Staðreyndin er líka að SJS var sá eini sem margvaraði við glæframennsku sjalla.  Margvaraði.  Hann sá þetta allt fyrir.  Og einnig má nefna Össur sem benti á að viðskiptahallinn væri tifandi tímasprengja.  Þá hló sjallaheimur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2009 kl. 18:00

25 identicon

Það er bráðfyndið að sjá athugasemdir Ómars Bjarka, sem vill gera sem allra minnst úr þeirri staðreynd að Björgvin G Sigurðsson var sá eftirlitsaðili sem brást þegar mest á reyndi.

Það var nefnilega á valdatíma Björgvins sem innistæðusöfnun LÍ á Icesave náði þeim hæðum sem óviðráðanlegar urðu íslenskri þjóð. Þessi stanslausa sögufölsun Samspillingarinnar er lýðuum ljós, og það er ekkert skrítið þó þessi flokkur beiti sér núna fyrir ritskoðun. Það er ýmislegt í sögu flokksins sem ekki þolir dagssins ljós.

Björgvin G Sigurðsson er ærulaus pólitíkus. Hann mærði útrásina alveg fram á síðasta dag. Þegar þessum staðreyndum er blandað saman við þá staðreynd að svili hans og kosningastjóri er helsti lögfræðingur  Jóns Ásgeirs, þá verður útkoman óhuggulegur pólitískur forarpyttur sem menn á Samspillingabænum vilja örugglega breiða yfir.

Það að ráðist sé að honum persónulega er til marks um þá staðreynd að almenningur sættir sig ekki við að spilltir stjórnmálamenn sitji eins og ekkert hafi í skorist. Hann fengi frið ef hann léti sig bara hverfa.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 19:01

26 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég á nú bara bágt að skilja að þú sért búin að ganga í alla þessa skóla og sért að ná þér í allar þessar gráður, miða við skrif þín.

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að einkamál og vinna er  tvennt ólíkt. Maðurinn svarar fyrir ákveðin hlut en þ.ú bara tekur annan hlut fyrir, vinnu  hans.

Annars hef ég heyrt að þær konur sem stunduðu háskólanám í Gautaborg hafi komist auðveldlega í gegnum prófin, nefnilega með mútugreiðslum til kennara og þær sem ekki gátu borgað tóku smá einkatíma inn í hergegjum í þeim mörgu fylleríum sem voru reyndar flest öll kvöld.

Ógeðslegt að búa sér til árangur svoleiðis.

S. Lúther Gestsson, 6.9.2009 kl. 19:11

27 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll og blessaður Lúther

Þú er greinilega hlynntur níði og sá eini sem mætir hér á þennan vettvang sem lítur greinilega á það sem viðeigandi vopn í rökræðu.

Ég ætla að leifa orðum þínum að standa sem vitnisburð um fólk sem níðir aðra niður en gerir það ekki í skjóli nafnleyndar.

Ekki veit ég hvað kennarar við háskólann í Gautaborg hafa gert þér til þess að ávinna þér þessa heift þína.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 21:32

28 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Mér finnst þú taka þessa frétt algerlega úr samhengi og lætur eftir standa að þetta sé bara í lagi þar sem hann stóð sig ekki  sem ráðherra á sínum tíma.

Það er verið að tala um hversu  alvarlegur hlutur það sé að spinna upp sögur sem eiga engar rætur,  ekki um störf manna.

Þetta sem ég skrifaði um námskonur í Gautaborg er einungis smá sýnishorn hversu auðvelt er að taka hlutina úr samhengi og snúa þeim upp í eitthvað sem er haugalýgi og umræðu efninu algergerlega óviðkomandi. En kemur óorði á aðra. Þetta hef ég marg oft orðið vitni að sjálfur.

Ég hefði  alveg getað stofnað nafnlaust blogg og komið einhverjum svona sögum af stað. 

Ég er einungis að taka þátt í þessari umræðu hjá þér og einungis að benda bæði þér og öðrum á mína hlið á málinu. 

Ég get viðurkennt það í þessu svari mínu að um algeran uppspuna var um að ræða í fyrri svari mínu og að sjálfsögðu skrifa ég undir réttu nafni. Annað væri ókurteisi af mér á þessari annars ágætu síðu þinni sem ég dett alltaf annars lagið inná.

S. Lúther Gestsson, 6.9.2009 kl. 21:53

29 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Lúther

Það virðist fara fram hjá þér að þessi færsla fjallar yfir höfuð ekki um níð og tekur ekki afstöður til þess. Ég hef hvorki séð Björgvin fullan né heldur á kvennafari.

Ég hef heldur engan áhuga á því hvort Björgvinn fái sér neðan í því, sé góður við börn eða þyki gaman að týna krækiber.

Það sem gerir Björgvin þess verðan að fjallað sé um hann á bloggi er þátttaka hans við að koma þjóðinni á hausinn. Hann þarf að ganga ansi langt til þess að toppa það. Það sem hann kvartar yfir að sé talað um fellur gjörsamlega í skuggan á slíku atferli. ´

Persónulega myndi ég t.d. kjósa að fara á fyllerí og kvennafar fremur en að setja þjóðarbúið á hausinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 22:35

30 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Jakobína,

Fyrir mér stendur upp úr í þessu máli er að Björgvin er, mér vitanlega, EINI maðurinn á Íslandi sem hefur tekið á sig nokkra ábyrgð á hruninu með því að segja af sér í Janúar og reka yfirmann Fjármálaeftirlitsins.  Þó það hafi verið heldur seint í rassinn gripið þá má hann þó eiga að hann tók á sig ábyrgð, nokkuð sem enginn annar stjórnmálamaður, embættismaður eða fyrirtækisrekandi hefur gert opinberlega svo ég viti til!  Fyrir það finnst mér Björgvin eiga heiður skilinn.  Varðandi nafnlausa bloggara þá eru þeir bara það, nafnlausir bloggarar sem ekkert hafa að segja.  Ef fólk getur ekki lagt nafn sitt við skrif sín eru þau skrif ekki merkilegur pappír enda dæmir ruglið sig sjálft. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.9.2009 kl. 22:47

31 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Arnór

Það er aðeins ein manneskja sem tók á sig ábyrgð í bankahruninu og það var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sem sat í bankaráði seðlabankans og sagði strax af sér.

Björgvin hékk eins og hundur á roði í hálft ár á ráðherrastóli sínum en var að lokum flæmdur til að segja af sér og var lítil reisn yfir því þótt ég sé feginn að hann rak Jónas í leiðinni.

Ég get ekki séð að maðurinn eigi neinn sérstakan heiður skilinn fyrir að segja sig úr starfi sem hann réði ekkert við. Mikið frekar skömm fyrir að hafa ekki gert það löngu fyrr.

Ekki ber það vott um sterkan karakter að sækjast aftur eftir þingsetu og lýsa því yfir að hann sé tilbúinn til að taka þátt í ríkisstjórn aftur en það ber glöggan vott um eindæma ósvífni.

Ég er sammála þér um nafnlausa bloggara enda nenni ég ekki að eyða orðum á það fyrirbæri.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 22:57

32 identicon

Nafni Baldvinsson, það verð ég að segja, að Jakobína hefur aftur rétt fyrir sér.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:02

33 Smámynd: hilmar  jónsson

Að halda því fram að Björgvin hafi tekið ábyrgð er fáránlegt.

Það lá algerlega fyrir í hvað stefndi þegar hann sagði af sér. Taldi sig væntanlega vera að skora stig þar með því að segja af sér korter fyrir stjórnarslit, en mæ mæ.....þetta var of augljóst.

Erum við svona ofboðslega fljót að gleyma ?

Ef ég man rétt bar Björgvin sig afskaplega illa fljótlega eftir hrunið. Þá fannst honum ómaklega af sér vegið af bloggurum sem fundu af störfum hans (eða öllu heldur starfleysi hans)

hilmar jónsson, 6.9.2009 kl. 23:41

34 identicon

Bjöggi hefur enga ábyrgð tekið... hver sá sem styður bjögga og elítu í að hefta netið, sá hinn sami er óvinur íslands.

Takið líka eftir að það er Bjöggi sjálfur sem er aðalleikari í að bera þessa barnalegu kjaftasögu út um sjálfan sig.
Menn þurfa ekki mikið meira en hálfan heila til að sjá að hér er plott í gangi með að setja skorður við málfrelsið... það liggur í augum uppi.

Hættið svo þessu bölvaða stokkhólms heilkenni krakkar

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:03

35 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björgvin virðist hafa tekið einn Þráinn á þessu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.9.2009 kl. 09:52

36 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Í aðdraganda kosninga var Björgvin spurður að því á RÚV (úr sal) hvort hann myndi ráða aftur bankamann sem hefði verið staðinn að því að sofa á meðan bankinn var rændur. Björgvin svaraði aldrei og getulausir stjórnendur sjónvarpsins (sem höfðu nb ekki áhuga á neinu nema ESB) gengu aldrei á eftir honum að svara. Enda liggur svarið í augum uppi!!!

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 8.9.2009 kl. 12:57

37 identicon

Tek undir með þér Jakobína.  Það bendir til mikils dómgreindarskorts að bjóða sig fram aftur og ekkert fær breytt þeirri staðreynd að Bjögvin stóð vaktina í hruninu.

Skömm hans og niðurlæging er algjörlega heimatilbúin

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:40

38 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er ósammála Jakóbínu. Maðurinn er lýðræðislega kjörinn og það er ekkert annað en einelti að halda því fram undir fullu nafni að hann sé sekari en Ingibjörg Sólrún. Hún og Davíð og Geir héldu Björgvini utan atburðarrásarinnar. Hann var vissulega einfeldingur að treysta þeim og ráðuneytinu á bak við sig.

Ingibjörg hefði gert sitt til að halda áfram í pólitík ef hún hefði ekki misst heilsuna. Geir hefði 'staðið vaktina áfram' ef hann hefði ekki vikið af sömu ástæðum. Davíð þurfti að bola í burtu með illu einsog frægt er.

Fyrir mér er Björgvin fórnarlamb aðstæðna sem skjósendur hans hafa slegið striki yfir. Í sama kjördæmi er 'Árni úr Eyjum' dæmdur glæpamaður en endurhæfður af forseta, flokknum og kjósendum sínum. Hann má sitja á þingi fyrir mér en að veita honum trúnaðarstörf hjá framkvæmdavaldinu orkar tvímælis.

Það getur líka orðið örlög Björgvins að ekki verði hægt að setja hann í ábyrgðarstöðu hjá framkvæmdavaldinu aftur. Það væri amk málefnalegt að gagnrýna slíkt. En að þingmaður kjörinn af sínum jafningjum megi ekki sitja á þingi er tilraun til ófrægingar og greinilega einelti. Jakobína hefur annan skilning en ég á því hvernig sómafólk skrifar og gagnrýnir meðborgara sína.

Gísli Ingvarsson, 9.9.2009 kl. 12:20

39 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björgvin G er ekki lýðræðislega kjörinn. Kosningakerfið gerir almenning mjög erfitt að losna við spillta stjórnmálamenn eins og vanburðir á hreinsun í samfylkingu sýnir.

Björgvin er ekki fórnarlamb aðstæðna hann tók sjálfur að sér verkefni sem hann réði ekki við.

Gísli Ingvarson telur þú þig bæran til þess að hafa merkingu orðsins "sómafólk" á þínu forræði.

Ég tel að það fólk sem setti þjóðarbúið á hausinn sé ekki sómafólk. Það að rífa kjaft á bloggi hverfur gjörsamlega í skuggan af slíku stórvirki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.9.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband