Skuldarar í hendur "erlendra áhættufjárfesta"

Erlendir lánadrottnar eru ekki þeir sömu í dag og þeir voru þegar bankarnir fóru í þrot. Skuldabréfin fóru á uppboð og voru keypt af "erlendum" áhættufjárfestum. Mikil leynd er yfir því hverjir eru núverandi lánadrottnar gömlu bankanna. Skuldabréfin í Glitni fóru á 2% af upprunalegu verði.

Nú fagnar Steingrímur J því að "þeim áfanga hafi verið náð" að koma 95% Íslandsbanka í hendurnar á "erlendum" kröfuhöfum. Með manni og mús eða orkuauðlindunum á Suðurnesjum eins og það heitir. En "erlendir" kröfuhafar sem eru áhættufjárfestar sem hafa keypt skuldir Glitnis sem nú er Íslandsbanki, stefna að ábata af sínum fjárfestingum. Þeir eru ekki aðeins að kaupa auðlindirnar heldur eru þeir að kaupa íslenska skuldara. Skuldara sem Steingrímur og Jóhanna lofuðu að slá skjaldborg um.

Merkilegt er að ekki hefur verið sagt neitt um hverjir séu hinir nýju eigendur Íslandsbanka né heldur hafa fjölmiðlar spurt að því. Kemur viðskiptavinum bankans ekkert við hverjir eiga hann? Eru fjölmiðlar fallnir í doða eða taka þeir þátt í leynimakki stjórnvalda?

Ég tek það þó fram að ég veit ekki hversu erlendir áhættufjárfestarnir eru því hverjum sem var var í lófa lagið að bjóða í skuldabréf bankanna. Sjá allan pistilinn hér.


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þetta þýðir að Íslendingar eru eign erlendra áhættufjárfesta þar sem við erum þegar upp er staðið aðalskuldararnir í öllu bankaklúðrinu eins og það er lagt upp af ríkisstjórninni

, 17.9.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband