Það er verið að ýta Íslandi fram af bjargbrúninni...

...og á meðan rífast Íslendingar um það hvaða stjórnmálaflokkur sé verstur.

Fyrirgefið en á Íslandi er enginn stjórnmálaflokkur sem stendur með alþýðu manna...með fólkinu í landinu.

Forysta allra stjórnmálaflokka tekur stöðu með innrásarliðinu sem ætlar að gera allt sem það getur komist yfir að tekjulindir sem skapast á Íslandi og ættu að tryggja velferð þjóðarinnar.

Innrásarliðið stendur saman af kvótaeigendum, útrásarvíkingum, erlendum lánadrottnum, alþjóðastóriðjufyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa tekið stöðu með innrásarliðinu....það eru eingöngu einstaka þingmenn sem reyna að sporna við innrásinni.

Þessir aðilar vilja hafa arðinn af sjávarauðlindunum, verðtryggingu sem skapar einhverja hæstu ávöxtun á lánsfé sem þekkist, orkunni og landinu.


mbl.is Of fljótt að tala um efnahagsbata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband