Þeir þurfa ekkert að óttast

Eins og vitum þá hafa þeir ekkert gert af sér, bera enga ábyrgð og hafa ekki hugmynd um það hvar Tortóla er.

Jón Ásgeir gæti prófað að tala við Gylfa Arnbjörnsson og fengið leiðbeiningar fár honum um það hvar Tortóla er menningu hennar og landfræðilega stöðu. Þar er víst gott að fara í frí.

Annars finnst mér merkilegt að vinna Helga skuli verða orðin að heilli bíómynd. Ég var að þvælast með Sturla Jónsyni í kosningabaráttunni og Helgi oft nálægur með þessa pínulitlu myndavél.

Af því að myndavélin var svo lítil þá hallaðist ég helst af því að þetta yrði svona stuttmynd eða jafnvel eitthverskonar innskot í stærri mynd um alheimskreppuna.

Ég er nokkuð spennt fyrir að sjá verkið ekki sýst vegna þess að ég varð vitni að mörgum upptökunum en held þó ekki að myndarvélinni hafi verið beint af mér.

Ég hef eignast marga góða vini í gegnum andófið við yfirgang stjórnvalda og erlendra afla. Það verður áhugavert að horfa á mynd þar sem maður þekkir flestar aðalpersónurnar.


mbl.is Vill að viðtölum verði eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband