Mjög skrítið þetta með gjaldeyrisvaraforðann

Íslendingar hafa fengið um 100 milljarða lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Heildargjaldeyrisvaraforði í kjölfar lánsins var um 400 milljarðar. Sem sagt nettó eign upp á 300 milljarða.

Tilgangurinn með láninu? Jú ef tekin eru erlend lán og lögð inn á reikning í Ameríku þá heldur fjármálkerfið að Íslendingar eigi meiri gjaldeyri en þeir eiga og við það eflist traust og krónan styrkist.

Samkvæmt þessu hefði krónan átt að styrkjast í kjölfar lánveitingar AGS en sá einhver það gerast? Það held ég ekki. Krónan hefur sigið jafnt og þétt allar götur síðan.

Nú vill AGS að Íslendingar taki enn meiri lán og geymi það í banka í USA til þess að styrkja krónuna enn betur.

Stjórnmálamenn þessum kenningum AGS

eins og börn trúa á jólasveininn.

Og hvað kostar ævintýrið?

20 milljarða á ári.

Það er þreföld sú fjárhæð sem fyrirhugað er að skera niður í heilbrigðiskerfinu

Ef þú starfar í heilbrigðiskerfinu eða ef þú þarft að nota þjónustu heilbrigðiskerfisins þá skalt þú mótmæla veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi


mbl.is Niðurskurður er óhjákvæmilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Peningalán sem á ekki að nota skapar ekki traust.

Skynsamleg hagstjórn skapar traust!

Helga (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 03:59

2 identicon

Já, en hvers vegna er þetta svona ÓTRÚLEGA mikilvægt að núverandi ráðamenn eru reiðubúnir til þess að fórna öllu til þess að fá þessi lán?  Hvað er það sem þeir vita sem ekki er talað um?  Kannski er ég að missa af einhverju, veit ekki, en ef þetta er svona mikill óþarfi þá er eitthvað meiriháttar að með ráðamenn þessa lands.  Sem ég á bara bágt með að trúa.  Ég held að hér fari vel hæft stjórnmálalið, hæfara en liðið sem bjó til þessi vandræði.

Jón (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ekki er ólíklegt að staða Landsvirkjunar spili inn í þetta og inngangan í ESB. 

En það getur bara ekki staðist að það eigi að taka lán fyrir gjaldeyrisvarasjóð sem á að standa ónotaður, það hlýtur að vera eitthvað í spilunum sem við ekki fáum að vita. Ættli þessir peningar verði ekki notaðir til að halda genginu uppi meðan krónubréfin fara úr landi.

Það er allavega ljóst að lán sem ekki á að nota til uppbyggingar, sem skilar okkur tekjum, getur varla orðið neitt annað en, enn einn naglin í líkkistu lýðveldisins.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 1.10.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband