Þvælist þekkingin fyrir hagfræðingum

Gert var ráð fyrir 150 til 170 halla á ríkissjóði fyrir árið 2009 í fjárlögum og í spám hagfræðinga. Ég birti á hér á þessum vettvangi spá í mars þar sem ég benti á að líklegra væri að hallinn yrði 200 til 300 milljarðar.

Ég get ekki sagt að að baki þessari spá hafi legið mikil yfirlega yfir spálíkönum eða flóknir útreikningar. Ég leit einfaldlega á fjárlögin og það sem var að gerast í samfélaginu og á þær aðgerðir sem yfirvöld boðuðu. Þegar þessu var stillt saman fékk ég þá niðurstöðu að bjartsýnisspárnar stæðust engan veginn.

Ég var að hlusta á Spegilinn áðan og heyrði þar Þórólf Matthíasson segja að fjárlagahallinn á þessu ári stefndi í 260 milljarða.

Ég tek undir það að það er ekkert öfundarmál að fást við efnahagsspágerð um þessar mundir og tek undir að þetta eru engin nákvæmnisvísindi en velti því þó fyrir mér hvor að niðurstöðurnar yrðu ekki áreiðanlegri ef menn tækju afleiðingar af fyrirhuguðum aðgerðum með í reikninginn og beittu skynseminni til jafns við spálíkön við vinnu sína.  


mbl.is Fundi um Icesave lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Er það ekki einmitt reglan þegar AGS er annars vegar að taka ekki með í reikninginn afleiðingarnar af þeirra eigin stefnu. spádómar þeirra um efnahagsþróun í Argentínu í kring um aldamótin bar að minnsta kosti keim af því. Ég geri ráð fyrir að flestir spádómar stjórnvalda taki mið af spám AGS.

Annars kom í ljós, að þegar neysluskattar voru hækkaði í sumar og Lilja Mósesdóttir neitaði að samþykkja málið  fyrr en búið væri að reikna út óbein árhrif aðgerðanna , að stjórnvöld virðist ekki hafa neina hugmynd um hvaða óbeinu afleiðingar aðgerðir þeirra kunna að hafa.

Fagleg vinnubrögð?

Svo þurfa menn náttúrlega að viðurkenna að óvissan er oft gríðarleg.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 3.10.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Benedikt

Já það er einmitt hluti af þessu dæmi, þ.e. óvissan. Menn virðast vaða í lausnum en oft erfitt að átta sig á hvað þeir virðast vera að leysa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.10.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband