Hrikalegur áróður

Getur þú sagt mér hvert söluverðmæti hússins þíns verður eftir 7 ár. Svarið er að öllum líkindum NEI. Mikil óvissa ríkir um þróun markaða, þróun fasteignaverðs og lengd og dýpt kreppunnar.

Víst reyna menn að kjafta sig upp úr kreppunni. Þeir sem halda því fram að endurheimtur verði 90% af kröfunni hafa ekki tjáð eftir því sem ég best veit hvort að það ákvæði Icesave samningsins að eingöngu 50% endurheimtna renni til Íslendinga til þess að standa undir því sem gert er ráð fyrir að Íslendingar séu ábyrgir samkvæmt samningnum.

Þeir hafa ekki gefið upp hvert raunvirði þessarar eigna er í dag.

Þetta hlutfall 90% er viðmið sem notað er við yfirfærslu milli gamla og nýja bankans og hefur lítið gildi sem spádómur um það hvað mun síðan raunverulega innheimtast.

Það er ljótt af stjórnmálamönnum að villa um fyrir almenningi og nota þetta í áróðursskyni.


mbl.is Geta kannski selt eignir Landsbankans fyrr en ella
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að þessi furðalega fullyrðing um 90% sé byggð á því að farið verði eftir túlkun Ragnars Hall um hvernig túlka eigi gjaldþrotalögin um forgangskröfur. Bretar og Hollendingar féllust ekki á þá lagatúlkun og samninganefndin ekki heldur, skv. fréttum sl. sumar. Ekkert hefur heyrst frá fjármálaráðuneytinu um að Bretar og Hollendingar fallist á lagatúlkun Ragnars núna frekar en áður.

Það verður aldrei of oft minnt á að eignasafn Landsbankans hefur ekki verið birt, ekki einu sinni þingmönnum. Það má því spyrja: Hvers vegna ættum við að kaupa köttinn í sekknum?

Helga (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:34

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Þetta er kallað Gegnsæi á "Nýja Íslandi"

Birgir Viðar Halldórsson, 13.10.2009 kl. 15:39

3 Smámynd: Sævar Helgason

Talað er um að matið sé mjög varfærið- sennilega verður skuldin enn lægri - jafnvel engin þegar við eigum að byrja að borga að sjö árum liðnum.

þetta eru mjög góðar fréttir og tími til að gleðjast...

Sævar Helgason, 13.10.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar það er ekkert að marka þessar upplýsingar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.10.2009 kl. 19:26

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég efast um, að með sama áframhaldi takist mér að halda húskofanum lengur en fram á haustið 2010, hvað þá sjö ár. Það er rifið af okkur öryrkjum til hægri og vinstri. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 14.10.2009 kl. 00:07

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Þráinn fyrir innlitið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.10.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband