Ótrúleg Óskammfeilni

Sjálfstæðisflokkurinn skuldbatt Ísland 5. des. 2008 til þess að fara í með Icesave-deiluna í pólitískan farveg. Sjálfstæðisflokkurinn lét alla kærufresti renna út vegna brota Breta á íslensku þjóðinni. Það var hluti af plotti sjálfstæðismanna með Baldur Guðlaugsson í fararbroddi. Plott gegn íslensku þjóðinni nota bene.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn vara að keyra þetta mál í skítinn stóð fólk á torgum og öskraði en þeir létu ekki segjast og héldu sínu striki. Þegar sjálfstæðismönnum var að lokum fleygt út úr stjórnarráðinu voru þeir búinir að keyra þetta Icesave í versta farveg sem hugsast.

Stærsta vandamál ríkisstjórnarinnar í dag er að tryggja eignarhald á auðlindunum, virkjunum og veitukerfum sem sjálfstæðismenn veðsettu upp í rjáfur.

Ekki heldur nóg með það heldur fjármögnuðu fíflin virkjanir á skammtímalánum sem nú eru að falla í gjalddaga. Hvaða fífl fjármagnar mannvirki sem nota á í hundruð ára með skammtímalánum. Svar, sjálfstæðisflokkurinn og framsókn.

Og nú langar þeim að kjötkötlunum sjálfstæðisflokknum og eignarhaldsklíkunni á bak við framsókn...títtnefndur Finnur Ingólfsson. Við skuldum heldur ekki gleyma að pabbi hans Sigmundar Davíðs hefur setið í stjórn N1 með Bjarna Ben eða einhverjum ættingjum hans.

Það virðist vera lítið annað í boði fyrir þessa þjóð en skítur.

Hérer Bjarni Ben þan 5. des sl. að mæla fyrir IcsSave en Pétur Blöndal var ekki hrifinn en Bjarni Ben lét ekki segjast og sópaði málinu út af þinginu enda búið að ákveða að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri (sem seldi öll hlutabréfin sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun) ætti að sjá um samninga við Breta en hann kom málinu í þann farveg sem Svavar Gestsson tók síðan við.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er hreinlega hrikalegt..

hilmar jónsson, 18.10.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir þetta með þér. Hrikalegt

Sævar Helgason, 18.10.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vonandi að aðrar hríðskotabyssur hérna á blogginu átti sig á hver er hinn raunverulegi skaðvaldur þjóðarinnar og hætti þessari icesave þráhyggju. Baráttan um auðlindirnar er það sem skiptir okkur mestu máli. Peningar sem við borgum Bretum og Hollendingum á löngum tíma er smámál.  Áfram Jakobína

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 22:11

4 identicon

Góð upprifjun Jakobína!

Færir lýðskrum Sjálfstæðismanna og Framsóknar fram í enn skærara ljós en áður. Skömm þeirra stækkar og stækkar. 

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband