Steingrímur svíkur stefnu flokksins

Steingrímur ætlar ekki að láta segjast og berst áfram fyrir því að gera Ísland að skuldanýlendu Breta og Hollendinga.

Það kemur margt í ljós þegar slóð Steingríms er skoðuð. Hann fleygði 16 milljörðum í Sjóvá þegar bótasjóði félagsins var stolið en sá sér ekki fært að bjarga auðlindum á Suðurnesjum úr klóm erlendra fjárfesta en það hefði kostað mun lægri fjárhæð eða um 3 milljarða. Hjarta Steingríms slær með fjármálakerfi og alþjóðafyrirtækjum en ekki með þjóðinni.

Steingrímur lítur eins og hin eldri stjórnmálastétt á Ísland sem góðan fjárfestingakost fyrir erlend alþjóðafyrirtæki. 

Verði þessi leiðangur ekki stoppaður af mun verða massívur fólksflótti frá Íslandi á komandi árum. Það er sérstaklega fagfólk og menntafólk sem flýja mun landið.

Alþjóðafyrirtækin munu hirða arðsemina af auðlindunum og ekki bera nokkra viriðingu fyrir náttúruperlum landsins en þau eru lík leg til þess að virkja hverja sprænu sem þau komast yfir. 

Það er verið að selja Ísland og Steingrímur styður það.


mbl.is Gagnrýni á forystu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er algjörlega hætt að skilja hvað Steingrími gengur til.  Síðan hann komst í ráðherrastól hefur hann ekki verið maður með mönnum.... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.1.2010 kl. 00:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að Steingrímur sé tvöfaldur í roðinu og hafi engan áhuga á stefnu VG.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína,

mikið er ég sáttur við hvernig kurteisi þín þroskast hratt hér á blogginu. Sjálfsagt er um sterk ytri áhrif að ræða og við brögð þín svar við þeim. Þær skýringar sem í boði eru vegna óskiljanlegrar framgöngu Steingríms fer nú fækkandi. Í raun virðist vera um að ræða þráhyggju sem er skynseminni yfirsterkari. Því miður hefur þráhyggjan rofið raunveruleikatengsl hans. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.1.2010 kl. 00:46

4 identicon

Steingrímur sagði að hér yrði uppreisn ef almenningur þyrfti að borga IceSave að upphæð 600 milljarða fyrir rúmu ári síðan.

Núna stendur IceSave sem almenningi er ætlað að greiða í rúmum 500 milljörðum.

Hvenær ætlar Steingrímur að starta uppreisininni? Ég bíð ......

TH (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:48

5 identicon

Góður pistill Jakobina. Steingrímur hefur umpólast i sinni stefnu. Hann var ekki tilbúinn að kvitta undir á fundi VG að þessu ESB brölti yrði hætt að sinni. Hann er ekki tilbúinn að slá á fingurna á Björgólfi Thor, vill heldur halda áfram að moka í vasana á honum skattfé almennings.

Steingrimur var líka á móti Icesave, taldi það koma af stað borgarastyrjöld ef við samþykktum að borga skuldir bankanna. Núna er hann helsti agent þeirra sem vilja að þjóðin borgi skuldir sem hún stofnaði ekki til.

Hvað varðar virkjunamál, þá er Steingrímur sami bastarðurinn þar og í öðrum málum. Hann vill virkja og byggja fleiri álver, en samt ekki. Vill starta þessum þremur eða fjórum sem var búið að nefna í síðustu ríkisstjórn, en þegar hann var í stjórnarandstöðu, þá lagðist hann þungt gegn þessum áformum.

Ég yrði ekki meira hissa þó Steingrímur myndi bjóða kanann velkominn til baka á miðnesheiðina. Það væri alveg í anda þess vinnulags sem hann kýs að vinna eftir, þ.e. að svíkja allt í botn sem hann hefur áður sagt.

Skammarleg frammistaða hjá honum.

joi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:53

6 identicon

Steingrímur er þjóðníðingur! Ég hafði mikla trú á honum og treysti á hann áður en þessi smádjöfull komst til valda! Núna hefur hann breyst í einhvern vanskapling! sem vinnur gegn sinni þjóð og sannfæringu! Hann er æxli VG, við verðum að losa okkar við þennan afskræming! ÁFRAM ÖGMUNDUR! HANN ER framtíð flokksins! Maður fólksins, sannur og trúr sinni sannfæringu!

Steingrímur Einarsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 01:51

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það að Ögmundur hafi verið sannur trú sinni og sannfæringu. Við þurfum stjórnmálamenn af þeirri gerð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband