Erum við of vitgrönn til þess að taka afstöðu?

Ég hef nú oft túlkað það þannig að Steingrímur telji þjóðina frekar heimska og undrast því ekki að blaðamaðurinn hafi lesið það úr tali hans. Sem dæmi má nefna þegar hann kynnti Svavars-samninginn til leiks sem glæsilegan og taldi að þjóðin myndi gleypa það.

Við getum þó alltjent huggað okkur við það að ekkert segir í stjórnarskrá um undanþágur vegna heimsku þjóðarinnar en ákvæðið hljómar svona:

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu (áherslur eru mínar).

Það er nú bráðum liðið ár frá því að samstaða þjóðarinnar leiddi til falls hrunstjórnarinnar:


mbl.is Um túlkun blaðamanns að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnarherrarnir eru greinilega skíthræddir við það að leyfa þjóðinni að kjósa. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2010 kl. 01:15

2 identicon

Man ekki betur en að sami Steingrímur J. hafi látið frá sér fara að Icesave væri of flókið mál að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu, og það á því ilhýra og með samtyngda fréttamenn.

Eftirfarandi má finna í Morgunblaðinu 1. júlí:

„Haft hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að Icesave-samningarnir séu of flóknir fyrir þjóðaratkvæði.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann hið rétta að hann telji vandkvæðum bundið að leggja fyrir skýra valkosti til að kjósa um, ekki að hann telji kjósendur ófæra um að mynda sér skoðun. „Ég hafna því algerlega að ég hafi talað niður til kjósenda með þessu,“ segir hann.

Morgunblaðið rifjar síðan upp að fjármálaráðherrann sem vill ekki leggja eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu taldi nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðis um stóriðju á Austurlandi. Á Alþingi 4. mars 2003 sagði Steingrímur J. meðal annars:

„Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera.“

Það er alltaf skemmtilegt að sjá hversu Steingrímur J. lætur spunatrúða stjórnarráðsins, almannatenglana (Liers for Hier) vinna eins og þræla við að reyna að hanna einhverja vitrænan þráð úr því sem hann lætur frá sér.  Ofaná allt bullið í Jóhönnu.  Og þetta er sami Steingrímur J. sem varði Icesave hroðann með því að Bjarni Benediktsson hafði sagt að vænlegast væri að leita fyrst samninga í deilunni, (að vísu gleymdi Bjarni að útskýra fyrir honum að ef aðsamningurinn yrði verri en gjörtapað mál fyrir rétti, þá tækju þokkalega skarpir til annarra aðgerða).  Ársgömul afstaða Bjarna voru sterkustu rök Steingríms að hann, þingheimur og þjóðin yrði að samþykkja ólögin.  Er nema von að ástandið í landinu er eins og það er, þegar aðrir eins snillingar þykjast standa vaktina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 02:23

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

íslenska þjóðin eru vanvitar. Þvílík heppni að hafa þá hálvita í stjórn sem heitir Stengrímur til að hafa vit fyrir okkur vanvitum...ég var hættur á trúa að jólasveinninn væri til, þar til Steingrímur kom og bjargaði trúnni minni...Hann er jólasveinninn!!

Óskar Arnórsson, 18.1.2010 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband