Hvað stal Landsbankinn miklu frá þér?

Áttir þú hlutabréf í Landsbankanum?

Áttir þú inneign í peningamarkaðssjóði?

Varst þú með myntkörfulán sem bankarnir veðjuðu gegn?

Ef ríkisábyrgð verður samþykkt á Icesave mun það kosta þig á aðra milljón fyrir hvern meðlim í fjölskyldu þinni.

Björgólfur Thor gerði Landsbankann og fjárhag viðskiptavina hans að leikfangi sínu. Björgólfur fékk sér til fulltingis ýmsa einstaklinga sem hjálpuðu honum við að útfæra brellur til þess að ná fjármunum af fólks. 

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Já samfylkingin hefur dálæti á Björgólfi Thor.

Þrátt fyrir að glæpir Landsbankans hafi verið yfirgengilegir hefur samfylkingin tekið gerendurnar í Landsbankamálinu undir sinn verndarvæng.

Vilhjálmur Þorsteinsson er náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors en nýtur nú aðstoðar Katrínar Júlíusdóttir (sem hefur valið starfsmann Björgólfs Thors sem aðstoðarmann) við reisa gagnaver á Keflavíkurflugvelli en nefnt hefur verið að virkja neðri hluta Þjórsár til þess að skaffa þessu fyrirtæki orku. 

Össur Skarphéðinsson er potturinn og pannan í þessum leik en margir tengjast þessum óþverra sem felst í því að vera leppur Björgólfs Thors sem hamast við að mergsjúga þjóðarbúið.

safe_image_php_955070.jpg


mbl.is Húsleit á 12 stöðum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ruglið frá Þór Saari flokkbróður þínum. 

Hér er fínn pistill um sama mál.

http://blog.eyjan.is/gislibal/

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband