Hálfvitar í stjórnarráðinu:

Eitt helsta áhyggjuefni kappanna Einars og Kristjáns Guy Burgess er að Ísland flakki 30 ár aftur í tíman. Ég held að 1980 hafi verið bara alveg ágætt. Engir útrásarvíkingar. Börnin gátu horft á sjónvarpið án þess að spyrja í sífellu "er þessi einn af þjófunum" þegar ráðherrar og stjórnmálamenn birtust á skjánum. Að vísu var sjónvarpið svart hvítt en ólíkt voru fréttir geðslegri.

Hér er fyrsti hluti leyniskjalsins á íslensku:

Sam Watson í bandaríska sendiráðinu hitti Einar Gunnarsson og pólitískan ráðgjafa Össurar Skarphéðinssonar Kristján Guy Burgess 12. janúar til þess að ræða Icesave. Eftir að hafa kynnt dapra mynd af framtíð Íslands báðu hinir opinberu starfsmenn um stuðning Bandaríkjanna. Þeir sögðu að opinber yfirlýsing um stuðning Bandaríkjanna eða aðstoð við að koma málefni á dagskrá AGS væri vel þegið. Þeir sögðu einnig að þeir vildu ekki sjá að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og að þeir væru að kanna aðra valkosti til þess að leysa málið. Breski sendiherrann sagði Sam Watson við annað tækifæri að hann auk fjármálaráðherrans væri að leita að leiðum til þess a tefja þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Sam Watson hitti svo ritara Alþingis Einar Gunnarsson og aðstoðarmann Össurar, Kristján Guy Burgess (sem hefur fengið milljónir skammtaðar frá ráðuneytum samfylkingarinnar til ráðgjafafyrirtækis síns) í utanríkisráðuneytinu og átti þar með þeim tveggja tíma maraþonfund í umræður um Icesave. Aftur er fjallað um dapurlega framtíð Íslands af hálfu hinna opinberu starfsmanna. Þeir héldu því fram að líklega myndi tillaga um ríkisábyrgð á Icesave verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá myndu Íslendingar verða á byrjunarreit gagnvart Bretum og Hollendingum að þeirra sögn. Landið myndi hins vegar verða í verri stöðu vegna þess að það hefði glatað trausti og aðgang að fjármálamörkuðum. Einar Gunnarson lagði það til að Icesave málið myndi setja Ísland á hausinn árið 2011 þegar að fjöldi lána (M.a. barnalán Ragnars Arnalds) kæmu til greiðslu og myndi það færa Ísland 30 ár til baka (í tíma).  

 


mbl.is Minnisblað sendimanns birt á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er verst að stjórnin, þessi spillingarvinstristjórn heldur að við lýðurinn séum hálfvitar líka.  Tikk, takk, tikk ,takk......

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.2.2010 kl. 00:47

2 Smámynd: Eirikur

Keep trying Jacobina.......You are a lost cause.......

Eirikur , 19.2.2010 kl. 01:35

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ha - hálfvitar????

Þá hefur þeim farið mikið fram - og ég ekki tekið eftir því -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband