Darling opinberar fyrirætlun Breta

Alistair Darling segir að þeir (Bretarnir) vilji að Íslendingar séu "part of the mainstream Europe" og að það að láta hvern Íslending ábyrgjast 2 til 4 milljónir vegna Icesave sé hluti að því (is part of it).

Alistair Darling segir það nánast berum orðum að Icesave málið sé leið til þess að þvinga Íslendinga inn í ESB.

Samkvæmt tilskipun ESB er óheimilt að veita tryggingasjóðum innstæðna eða bönkum ríkisábyrgð.

Deila Breta og Hollendinga stendur þess vegna við tryggingarsjóð innstæðna en ekki við íslensku ríkisstjórnina né heldur við íslenska skattgreiðendur. 

Þetta veit Alistair Darling og þetta veit íslenska ríkisstjórnin og þetta ætti Þórunn Sveinbjarnardóttir einnig að vita.

Það er verið að draga íslenska skattgreiðendur inn í þessa deilu á ólögmætan hátt. Bretar og Hollendingar beita fyrir sig valdastofnunum til þess að kúga fé út úr íslenskum skattgreiðendum.


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. mikill misskilningur, að Icesave hafi e-h að gera, með vandræði með að fjármagna framkvæmdir hérlendis.

En, þetta blaðrar ríkisstjórnin samt sí og æ.

-----------------------------------

Hver er þá vandinn?

  • Við áramót voru viðskipti við útlönd 50 milljarðar í mínus, þegar tekið er tillit til fjárhagstekna.
  • Þarna koma til greiðslur vaxta af skuldum, sem eru það háar, að 90 milljarða hagnaður af vöruskiptum, verður 50 milljarða halli samt.

 ----------------------------------

Þú þarft ekki að leita lengra að skýringum. Enginn lánar aðila, sem er svo djúot sokkinn í skuldir, að þegar í dag, á hann ekki einu sinni nægar tekjur fyrir vöxtum.

Að halda því fram, að Icesave, hafi e-h með þetta að gera, er mjög villandi.

Þó lán kæmu frá Norðurlöndum, og AGS, breytti það þessari stöðu í engu.

Við værum eftir sem áður, í sömu stöðu að vextir af skuldum væru yfir tekjustreymi.

Bankar myndu eftir sem áður, neita að fjármagna þessar framkvæmdir.

Niðurstaða, líklega verður ekki af þeim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2010 kl. 17:26

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér, svona er þetta mál og svona hefur það alltaf verið. 

Steingrímur bara smíðaði þennan óskapnað úr því og ruglaði Breta.  Það getur tekið tíma að snúa ofan af þeim því þeir eru þrjóskari en meira að segja Jóhanna.   

Hrólfur Þ Hraundal, 7.3.2010 kl. 17:31

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Strákar við skulum ekki gleyma að það voru sjálfstæðismennirnir Baldur Guðlaugsson og Áslaug Árnadóttir sem "rugluðu" þessu máli í upphafi í umboði fjármálaráðherrans Árna Matthiessen.

Upphafleg skilgreining á vandanum kom úr herbúðum sjálfstæðismanna þótt ég kunni Steingrími litlar þakkir fyrir að hafa ekki snúið ofan af misgjörningum sjálfstæðismanna. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband