Friður vottur um ofbeldi eða samhljóm

Ásýnd friðar getur verið afleiðing af þöggun eða afleiðing af því að allir séu sammála.

Snærós er ung og virðist nú þegar hafa einsett sér að taka afstöðu með valdinu og setja sig upp á móti átökum sem óumflýjanlega fylgja lýðræði og tjáningarfrelsi.

Ég fékk póst frá Samfylkingunni í dag og birti hér svar mitt til flokksins:

Ég þakka upplýsandi póst.
 
Ég vil gera athugasemd við "eftirfarandi yfirlýsing samþykkt einróma" (á flokksstjórnarfundi Samfylkingar). Flokksstjórnarfundur haldinn 26. júní 2010 lýsir afdráttarlausum stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og ráðherra Samfylkingarinnar og óskar þeim velfarnaðar í erfiðu endurreisnarstarfi.
 
Í mínum huga ber einróma yfirlýsing af þessu tagi vott um múgsefjun og andlegt ofbeldi. Hver átti að standa upp og mótmæla þessari yfirlýsingu og þar með ráðast persónulega á persónu formannsin?
 
Störf Jóhönnu hafa verið mjög umdeild. Hin svokallaða skjaldborg um heimilin sem er veikburða og lek er eitt dæmi um þetta. Ekki hefur lýðræðinu farið fram í tíð núverandi formanns sem setur sig upp á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og hefur ekki tekið á umdeildum málefnum eins og kvótakerfi, auðlindasölu og það að almenningur sé mergsoginn til þess að tryggja hagsmuni erlendra lánadrottna sem gengu með opin augu í viðskipti við fjárglæframenn í íslensku bönkunum.
 
Vissulega hefur þjóðin haft verri forsætisráðherra en það breytir því ekki að Jóhanna hefur ekki verið að standa sig. Kannski væri það til bóta hefur hún hætti að hugsa um eindurreisn og færi að huga að umsköpun. Það sem hrundi er ekki vert endurreisnar. Sem félagsmaður í Samfylkingunni lýsi ég því hér með yfir að Jóhanna þarf að bæta ráð sitt, átta sig á því að sú samfélagsgerð sem hefur verið við lýði á Íslandi er menningarfjandsamleg og læra að skilja hugtakið mannréttindi til þess að fá mitt atkvæði við þessa yfirlýsingu.
 
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
 
Stjórnsýslufræðingur

 


mbl.is Fullorðið fólk talar saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Góður pistill Jakobína. Er alveg sammála þér.

Margrét Sigurðardóttir, 27.6.2010 kl. 19:38

2 identicon

Sammála..mér finst þessi yfirlýsing ungu VG mærinnar alls ekki bera þess vott að um sjálfstæða hugsun sé að ræða..miklu frekar meðvirknisástand sem felst í því að "verum öll vinir" og ekki rugga bátnum því það er svo óþægilegt og leiðinlegt. Þegar hún svo tiltekur svo órólegu deildina og Lilju Mós og Ögmund sem dæmi um vandamálið þá er greinilegt að þarna er á ferðinni frábær framtíðar stjórnmálaköttur..vel upp alinn og þægur.

katrín (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband