Gott að Gylfi var ekki að gefa fuglunum

Ef Gylfi hefði gerst svo ósvífinn að gefa fuglunum hefði hann kannski þurft að standa skil á gjörðum sínum.

Að mati Gylfa eru víst margir þræðir í þessu máli og þá ætlar hann að fara yfir alla saman. Að því loknu mun hann ef dæma má af reynslunni segja okkur frá gula þræðinum en sleppa því að tala um hnökranna á svarta, rauða og gráa þræðinum.

Á meðan Gylfi fæst við flækjunna sem skapast hefur af því að hann hefur af vanefnum tekið að sér að leika pólitíkus finnur maður hvernig deifðin hríslast um útlimina.

Saman sitja þau á fundi Jóhanna, Steingrímur og Gylfi. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi leitað til Elíasar  um ráðgjöf um það hvernig þau eigi að prjóna við þetta mál.

Röndótt er það svo mikið er víst.  


mbl.is Gylfi áfram ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú birtist Gylfi á Rúv eftir hálftíma og gefur okkur sannfærandi skýringu á hátterni sínu svona í vikulokin.

Skyldi sú skýring sannfæra okkur og dugar hún í atkvæðagreiðslunni um vantraustið sem Þór Saari boðar að lögð verði fram á næsta fundi Alþingis?

Árni Gunnarsson, 14.8.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er í raun það sem stjórnmálin á Íslandi snúast um. Það er að sannfæra fólk á meðan það er hlunnfarið. Athyglinni hefur verið haldið frá ólögmæti gengistryggðra lána. Á meðan hafa fjölskyldur þjáðst vegna afleiðinga af stökkbreytingu krónunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband