Nauðungasölur og atvinnuleysi í boði Jóhönnu Sigurðardóttur

Árangur í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þýðir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt eindæma þjónustulund við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að lágmarka tap þeirra sem stóðu í því að græða á bankabólunni og færa tapið eftir því sem unnt er yfir á íslenska alþýðu og íslenskt atvinnulíf. 

Steingrímur J Sigfússon hefur reynst Alþjóðagjaldeyrissjóðnum einstaklega vel innanhandar. Hann færði tvo af þremur stóru bankanna í hendur lánadrottna og færði þar með örlög íslenskra fyrirtækja og heimila í hendur Alþjóðafjármálakerfisins.

Jóhanna Sigurðardóttir afsalaði fullveldi Íslands í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að því marki er lítur að efnahagsstjórnun landsins.

Forsætisráðherrann og fjármálaráðherran tala á tyllidögum um hið norræna velferðarríki en eru svo á mála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rífa niður innviði velferðarkerfisins.

 


mbl.is „Mikill árangur hefur náðst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband