Shit Ólína: svona getur maður ekki bullað

Fólk er að mótmæla vanhæfni þessarar ríkisstjórnar. Efnahagsástandið er staðreynd sem þýðir ekkert að mótmæla. Það er afleiðing af vangetu stjórnvalda og þægð þess við alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 

Ekki er hægt að kenna aflabresti um þessa kreppu. Ástandið og reiði fólks er ekki afleiðing óviðráðanlegra lögmála heldur afleiðing þess að ríkisvaldið hvort sem um er að ræða í þessari ríkisstjórn eða hrunstjórninni er ekki að hugsa um velferð fólksins í landinu. 

Ég heyrð fólk segja á mótmælunum í dag að það vildi hreinsa út allt þetta gamla pakk á þinginu. Veruleikafirrta stjórnmálamenn sem fylgja biskupi sem ver kynferðisglæpamenn og étur snittur í sölum alþingis á meðan mótmæli með eggjakasti fara fram fyrir utan þingið.  

Lítil reisn var yfir alþingi Íslendinga í dag. Þingmenn sem setið hafa lengi á þingi hafa dregið skömm inn í sali þingsins.  

Ég tek undir gagnrýni fólksins fyrir utan alþingi í dag: Þjóðin hefur ekkert að gera með veruleikafirrta þingmenn. 


mbl.is Verðum að standa saman sem þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Jakobína, víst er aflabrestur. Við vorum að veiða 450 þús. tonn af þorski en nú er þetta 160-170 þús.

Síldin er ekki eins mikil og áður var og auk þess hefur hún verið sýkt. Og hvað um loðnuna?

Áður fyrr voru allar hafnir fullar af bátum stórum og smáum og aragrúi af fólki hafði vinnu.

Nú eru þetta nokkrir skuttogarar sem skrapa botninn og eyða víst ógrynni af olíu.

Hvar eru tölur um hagkvæmi þessara atvinnuþátta? Hafa þeir verið einhversstaðar birtir? Eða eru útgerðarmenn einir til frásagnar um hagkvæmnina?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.10.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þorsteinn ég sagði að ekki væri hægt að kenna aflabresti um kreppuna. Auk þess held ég að þú ýkir nokkuð um aflabrest. Ég er hins vegar sammála því að arfavitlaus fiskveiðistjórnun á mikla sök á ástandinu í dag.

það hefur t.d. ekki mér vitandi verið tekið saman hvað það kostar þjóðarbúið að kvótagreifarnir hafa flutt fiskvinnsluna úr landi og viðhafa brögð til þess að losna við að greiða skatta á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.10.2010 kl. 18:36

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Miðað við þær aðstæður sem nú ríkja, verður þetta að teljast eitthvað það lágreistasta sem maður hefur heyrt koma frá þingmanni í langann tíma.

hilmar jónsson, 1.10.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband