Bjarni Ben á villigötum

Ræður þingmanna í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra voru misgóðar en ræða Bjarna Benediktssonar skar sig út fyrir frumlega hugsun.

Bjarni færir fram ýmsar kenningar um það hvers vegna fólk er að mótmæla. Að hans mati óska mótmælendur eftir meiri stóriðju, fleiri afleitum samningum og áframhaldandi gliðnun á milli fátækra og ríkra. Draumsýn Sjálfstæðiflokks er hráefnissamfélag sem tryggir velsæld fámenns hóps þeirra sem hafa aðgang að kötlunum. Bjarni telur að almenningur sé að kalla eftir skammtímafixum sem færir fjármuni í vasa auðmanna. Hann virðist halda að fyrir utan Alþingi séu áhangendur LÍÚ að hylla Sjálfstæðsflokkinn fyrir að færa framleiðslugreinarnar úr landi og skilja byggðalögin eftir blæðandi. Kannski heldur hann líka að mótmælendur séu að andmæla því að Geir Haarde fari fyrir landsdóm.

Merkilegt verður að teljast að Bjarni telur það Sjálfsstæðisflokknum tiltekna að hann er tilbúinn „til samstarfs við ábyrga aðila“ en atferli sjálfstæðismanna hafa sýnt allt frá hruni bankanna að forystan í þeirra hópi skilur ekki merkingu orðsins ábyrgð.

 

  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega verið tilbúinn til samstarfs viðýmsa aðila, t.d.:
  • Björgólf Thor og Björgólf Guðmundsson um einkavæðingu Landsbankans
  • S-hópinn og Finn Ingólfsson um einkavæðingu Búnaðarbankans
  • LÍÚ um framsal auðlinda þjóðarinnar til fámenns hóps einstaklinga og skuldsetningu og rányrkju aflaverðmæta.
  • Viðskiptaráð um að rífa varnir almennings gegn bönkum og fyrirtækjum úr í löggjöf þingsins
  • Magma Energy um kaup á jarðvarmaauðlindum fyrir kúlulán og hrunkrónur
  • Erlenda stóriðju um gjafverð á íslenskri orku

 

Almenningur er að mótmæla spillingu innan vébanda fjórflokksins, samtryggingunni og skeytingaleysi í garð þeirra sem eru fórnarlömb ábyrgðarleysis og leynimakks stjórnvalda hruntímabilsins.

Vissulega hefur ríkisstjórnin kallað yfir sig reiði almennings vegna samtryggingar og þjónustulund við alþjóðafjármálakerfið,Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og skeytingaleysi við almenning en Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn eru svo sannarlega ekki lausnin við því vandamáli. 

mbl.is Ekkert boð komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.10.2010 kl. 12:18

2 identicon

Ég sé Geir Haarde þegar ég sé Bjarna Ben.

Hey Bjarni, við viljum þig ekki, við viljum ekki mafíu flokkinn þinn; Látið ísland í friði fokkers

doctore (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 12:22

3 Smámynd: Unnar

Nákvæmlega... hann heldur að þessir mótmælendur séu með Geir Haarde í liði og vilji fá XD aftur í stjórn... Þvílík fyrra. Það þarf að skófla XD út úr þinghúsinu, ekkert kemst að vegna málþófs og áróðurs frá þeim.

Unnar, 5.10.2010 kl. 12:26

4 identicon

Ræða Bjarna var lýðskrum. Hann reyndi að notfæra sér mótmælin og túlka þau sem klapp fyrir eigin stefnu. Við hverju var að búast? Það vissu allir að xD vill komast í ríkisstjórn.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband