Óttast að Íslendingum muni fækka

Ungir framsóknarmenn ættu að hafa í huga að landsbyggðinni hefur blætt gengdarlaust vegna framferðis Framsóknarflokks í málefnum sjávarútvegs á tólf ára valdaferli þeirra í íslenskum stjórnmálum. 
 
Ungir framsóknarmenn ættu einnig að skoða þátt Framsóknarflokksins í einkavinavæðinug bankanna en það er ormagryfja sem þolir illa dagsbirtu.  

mbl.is Óttast fólksfækkun á Króknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarmenn ættu að byrja á að skila öllum þeim peningum sem þeir hafa stolið og arðrænt þjóðina. Það væri nær að þeir byrjuðu á slíkri skoðun heldur en að hvítaþvó sjálfan sig af stöðunni

Jóhanna Björk (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Íslendingar, krefjist þið þess að Jóhanna standi við orð sín,

frjálsar handfæra veiðar, þið þarna úti :

Látið ekki stela þessum mannréttindum af ykkur,

mótmælið við Jóhönnu.

Aðalsteinn Agnarsson, 9.10.2010 kl. 12:58

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 Jakobína

Ég er ekki Framsóknarmaður en skil ótta þeirra sem er ótti allra annara Íslendinga en þeirra sem sem mæna á Helstjórnina með glampa í augum.

Ekki veit ég hvernig þú hefur lesið fræðin þín en sennilega snúið öllu efni á hvolf.

Orðbragð eins og þú nota er frábært í þeirri viðleitnin þinni að gera þig ómarktæka í allri umræðu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.10.2010 kl. 13:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvort skyldi nú Jakobína Ingunn eða Ólafur Ingi vera marktæk í þessum leik?

Hvar eru í dag aflaheimildir íbúa Kópaskers og Raufarhafnar svo eitthvað sé nefnt? Hvarf kannski allur fiskur af grunnmiðum þessara kauptúna?

Hvað varð um 30 milljarða eign Samvinnusparisjóðsins sem safnað var í Gift og týndist þar inni í 80 milljarða gjaldþrot Giftar?

Hverjir tóku þetta fé án umboðs og hvaða stjórnmálaflokki tilheyra þeir?

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 19:02

5 Smámynd: Hamarinn

Ég hefði nú haldið, Árni að allir sem lesa eitthvað á blogginu og hafa rekist á færslur Ólafs Inga, sjái að þar fer einhver mesti bullari landsins.

En það er eins með framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, þeir áttu ENGAN  þátt í því hvernig hér fór allt til fjandans.

Hamarinn, 9.10.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband