Styrkir til fjórflokksins ekki skornir við trog

Mikil óánægja ríkir vegna þess a nú er verið að stefna öryggi fólks í hættu með niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. 

Fólkið í landinu er látið blæða fyrir einkavæðingu bankanna sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stóðu fyrir.

Á tyllidögum er gjarnan talað um hið norræna velferðarkerfi en hið norræna velferðarkerfi aðhyllist ekki sértækar aðgerðir heldur er eitt af einkennum hins norræna velferðarmódels að það styður almennar aðgerðir. Það boðar vernd fyrir fjölskyldur, aldraða og atvinnulausa. Sértækar aðferðir eru aðferðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að hreinsa upp versta sorann sem fjármálakerfið skilur eftir sig á strætum borga.

Lýðræði er hugtak sem stjórnmálamenn virðast hafa álíka lítinn skilning á og skilningur þeirra á hugtakinu "norrænt velferðarmódel." 

Grundvöllur lýðræðis er aðmannréttindi séu virt.

Að hver einstaklingur njóti verndar samfélagsins og aðþað sé vilji almennings en ekki vilji stjórnmálastéttarinnar sem endurspeglistí aðgerðum ríkisvaldsins.

Er það vilji almennings að stjórnmálaflokkar skammti ríkjandi öflum himinháa styrki inni á þingi en skera niður lífsnauðsynlega þjónustu við almenning? Er það vilji almennings að fjöldi fyrirverandi þingmanna gekk á svig við stjórnarskrá og skammtaði sér eftirlaun?

Misbeiting valds er viðtekin á Alþingi Íslendinga. Vilji almennings hunsaður en það á lítið skylt við lýðræði.  

 


mbl.is Skuldavandi heimilanna ræddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband