Afl fólksins í lifandi stjórnarskrá

Það skiptir máli hverjir verða kosnir á stjórnlagaþing. Niðurstaða stjórnlagaþings og hvernig sú niðurstaða verður höndluð á Alþingi ræður þýðingu nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenskan almenning.

Mörg viljum við búa í samfélagi sem virðir einstaklinginn og tryggir honum mannréttindi. Það er þó ekki algilt. Þeir sem njóta forréttinda hafa gjarnan hrokafulla sýn á mannveruna og telja að hún láti stjórnast af gróðahyggju einni saman. Hinir sömu telja gróða vera samheiti fyrir meiri peninga.

Kynni mín af fólki segja mér þó að ýmislegt annað en von um gróða hreifi við manninum. Leit hans að þekkingu, forvitni, ásókn í tilbreytingu, ást á listum og umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín einkennir hegðun margra þeirra sem hafa lítið á milli handanna.

Þegar að gróðahyggjan ein ræður verður listin vond og tilbreytingin hverfur í firringu lífsnautna.

Fólkið í landinu, bara venjulegt fólk vill fá að lifa við mannlega reisn, mennta börnin sín og bjóða foreldrum sínum friðsælt ævikvöld. Það er nauðsynlegt þessu fólki að eiga fulltrúa við stjórn landsins sem það getur treyst. Fólkið í landinu vill að stjórnvöld tryggi þeim fyrirsjáanleikan um að morgundagurinn og að morgundagurinn verði áþekkur því sem búast má við.

En traustið til alþingis og stjórnarráðs er brotið. Stjórnmálin hafa yfirgefið fólkið sem hvíðir morgundeginum vegna ófyrirsjáanleikans. Vegna ógnar sem að því steðjar vegna ójafnræðis sem ríkir á milli almennings og fjármálakerfis. Vegna ógnar sem steðjar að því vegna þess að réttur einstaklinga er ekki virtur.

Við þurfum að bæta samfélagið með því að blása lífi í stjórnarskrá sem tryggir mannréttindi, kveður skýrt á um valdsvið og ábyrgð sjórnmálamanna og brýtur upp skipulag sem elur á leyndarhyggju, tortryggni og forheimskandi umræðu.


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband