1% þjóðarinnar eiga 750 milljarða

Það er alltaf verið að tala fyrir því að fólk hugsi í lausnum en sé ekki bara að kvarta. 

3600 einstaklingar eiga samanlagt 750 milljarða hreina eign sem er að meðaltali yfir 200 milljónir.

Ef hver og einn þessara einstaklinga yrði skattlagður um 1.333 krónur  á hverja milljón þyrfti

hannabirna10.jpg

 ekki að lækka húsaleigubætur.  Já það er rétt 1.333 krónur. 

Auðvitað verður sjálfstæðisflokkurinn örvinglaður ef slíkar byrðar eru lagðar á hina ríku.  

Hannes Hólmsteinn á hugsanlega í fórum sínum kenningu um hvernig slík skattlagning geti rústað atvinnulífinu.  


mbl.is Framlög til húsaleigubóta lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

750 * 3.600 = 2.700.000 sem er ekki 1.000.000.000

Sigurður Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Búin að laga það þannig að færslan er rétt núna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 12:52

3 identicon

Ef þú skattleggur hvern og einn þessara einstaklinga um 1.333 krónur af hverri milljón þarftu að skattleggja alla einstaklinga fyrir allar milljónir sem þeir eiga, sama hversu fáar þær eru. Þ.e., ef þú vilt láta dæmið þitt ganga upp.

Þú getur ekki lagt fullan skatt á allar eignir manns um leið og þær eru komnar í 200 milljónir og sleppt öllum eignum hinna sem eiga 199 eða minna. Ekki heldur þeirra sem eiga 2 milljónir. Eða hálfa milljón. Það samræmist ekki almennri jafnræðisreglu, það verða sömu reglur að gilda fyrir alla (líka sömu fríeignarmörk).


Hvers vegna að blanda Hannesi Hólmsteini inn í þetta? Og hvers vegna að velja mjög slæma mynd af Hönnu Birnu til að birta með færslunni? Þarf endilega að setja allt í flokkspólitískar skotgrafir.

Haraldur (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 13:26

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hanna Birna vildi eyða 200 milljónum í golfvöll ef ég man rétt.

Það er hefð fyrir frímörkum og stígandi skatti og það er ekki talið til ójafnræðis nema þá kannski af þeim sem vilja ala á mismunun.

Það er nokkuð ljóst að hrein eign vegna hóflegs húsnæðis hefur annað gildi en hrein eign vegna þess að viðkomandi á tíu íbúðir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband