Þurfum við ekki að staldra við herra biskup?

Eru rætur trúar í grunnskólanum? Ætti biskup ekki frekar að spyrja hvers vegna kirjan þarf að ráðast inn í skólanna til planta fræum trúarinnar í ómótaðar sálir?

Sagði Kristur ekki: leyfið börnunum koma til mín? 

 


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara gamla máltækið; Hvað ungur nemur, borgar laun biskups og presta til dauðadags.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Múhameð sagði það líka

Sigurður Þórðarson, 24.10.2010 kl. 14:44

3 identicon

Við skulum vona að 62. gr. stjórnarskráninnar verði lögð niður við næstu endurskoðun (hvort sem það verður afrakstur stjórnlagaþings eða ekki).

Björn (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:47

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Karl er enginn föðurbetrungur. Hann er miklu fremur mannleysa því hann átti þátt í að hylma yfir og reyna að þagga niður mesta hneyksli ríkiskirkjunnar frá siðaskiptum.
Það eru menn eins og hann sem vega að trú og sið hér á landi. Geri kirkjan sem stofnun ekki hreint fyrir sínum dyrum og losi sig við spillta kennimenn þá mun hún halda áfram að glata trausti. Trúarlífið hefur nefnilega ekkert með kirkjuna að gera. En að kirkjan sjálf skuli grafa undan kristnum sið er áhyggjuefni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.10.2010 kl. 15:23

5 identicon

Reyndar held ég að Jesús hafi sagt: "Leyfið" -börnunum að koma til mín.... en ekki kannski "látið" .... :) ágætis munur þar á. :)

Adeline (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 15:30

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er rétt Adeline. Íslenska þýðingin er þannig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2010 kl. 15:45

7 identicon

Íslensk börn eru kristin og því er heimsókn presta ekki trúboð.

Sveinn (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 17:11

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Íslensk börn koma úr fjölskyldum með mismunandi trúarlegan grunn. Meirihluti barna kemur úr fjölskyldum sem tilheyra hinni Lúthersku Evangelísku þjóðkirkju.

Mannréttindi ganga mikið út á að réttindi minnihlutahópa séu virt. Grunnskólinn á að vera óhlutdræg stofnun og virða jafnan rétt barna og foreldra þeirra.

76. grein stjórnarskrárinnar segir að: Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við SITT HÆFI.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband